Þjóðólfur - 05.08.1887, Qupperneq 2
134
SÍLDBEITA.
(Niðuri.) Reykningurinn yfir beitutúr úr Njarð-
yíkum í Hvalfjörð eða árkjapta kemur ekki
þessu máli við að því er Grindavík snertir.
Að hrognkelsanet þurfi að vera úr þorskaneta-
garni fremur bjer en annarstaðar, ef tilhæfu-
laust, ]iau eru allt eins góð eða jafnvel end-
ingarbetri úr góðum ítölskum hampi, þrítvinn-
uð, og kostar þá hvert net að eins 6 kr. með
teinum; auk þess er sá hagur við að hafa
netin úr hampi, að þá er vinnan ekki keypt af
útlendum, heldur innlendum mönnum, og geta
menn á veturna hæglega unnið þau á kvöld-
um, án þess að sleppa við það nokkurri annari
þarflegri vinnu. Hrognkelsanetakostnaður
með einu skipi yrði því næstum helmingi minni
en presturinn reiknar hann. Að hrognhelsa-
netalagnir sjeu hœttulegri í Staðarhverfi heldur
en í Járngerðarstaðarhverfi, er með öllu tilhæfu-
laust, því að það vona jeg að allir kunnugir
menn verði að játa, að hjer er eitt hið brima-
samasta útræði i allri Grindavík, en þar á
móti eru í Staðarverinu hinar beztu lendingar;
þesss vegna er það margfalt hægra og trygg-
ara bæði fyrir einn sem annan að hafa þar
næg hrognkelsanet. Þótt svo væri, sem prest-
urinn segir, að aflaupphæð hin 3 síðustu ár
hefði hækkað nokkuð við það, sem áður var,
semjegefa stórlega,þá er það alls ekki síldbeit-
unni að þakka í þeim verstöðunum. sem hún
ekki- hefur verið notuð, eins og hjer í Járn-
gerðarstaðarhverfinu, en erfltt mun honum veita
að sanna, að við hjer austurfrá höfum til jafn-
aðar haft lægri hluti en þeir þar í hverflnu,
sem síldinni hafa heitt, og höfum við þó miklu
meira hrim og verri lendingar við að striða,
en þeir. Presturinn viðurkennir í riti sínu, að
„þorskurinn rísi að hafsíld hetur en flestri
annari beitu upp í miðjum sjó og ofar“, en öll
sú beita, sem egnir fiskinn frá hotninum, miðar
til að trufla göngu hans á þá staði, sem hann
venjulega ætlar sjer að hrigna, og sú beita er
meira til ills en góðs, sje tiún brúkuð á þeim
stöðum, sem straumar eru, eins og hjer, því að
það getur enginn sannað, að hann leiti aptur
niður þar, sem einu sinni er búið að egna hann
frá botni, heldur yirðist reynslan þessi undan-
förnu ár benda til hins gagnstæða. Hrogn
hvort heldur úr þorski eða hrognkelsum, er það
agn, sem einna fljótast fellur til botns, þegar
því er beitt; þess vegna furðar mig stórlega á,
að presturinn skuli voga sjer að birta á prenti
þá villikenningu að „hrognacggin fljóti“, þvi
að þó hann kunni að ímynda sjer, að embættis-
menn og aðrir, sem aldrei liafa á sjó komið til
fiskveiða, trúi þessu, þá má hann þó vita, að
slika hjervillu er ekki til neins að láta koma
fyrir sjónir æfðra sjómanna, sem allir vita, að
hrogn sökkva fijótast af allri beitu, nema úld-
in grásleppuhrogn og er þeim sjaldan beitt,
því að þau eru ekki álitin fiskisæl, úr þvi
þau eru komin i það ástand.
Að hafsíldin sje “bezta fæða fyrir menn og
fjenað“, þvi neitar enginn, hvorki jeg nje aðr-
ir, enda hefur sýslunefndin enga tálmun lagt i
veginn fyrir að hún (síldin) verði framvegis
notuð á þann hátt, með þvi samþykktin bannar
engum að veiöa sild, þótt bannað sje að nota
liana til beitu.
Grindavikurhreppur getur því framvegis hald-
ið óskertum þeim 1000 kr., sem presturinn tel-
ur árlega vísar, sem afgang fram yfir beitu,
og meir að segja, bætt því við, sem eyðist i
beitu, ef samþykktin, sem jeg vona nær stað-
fesingu amtmanns. Bf það hefði átt sjer stað,
sem mjer virðist presturinn beina að oss, sem
mótmælum síldinni, að ein orsökin til þess
væri öfund með fleiru, sem hann fer þar orðum
um, þá hefði mátt við því búast, að vjer hefð-
um farið fram á það, að síldveiði væri gjör-
samlega bönnuð í allri Grindavik, en það er
öðru nær en jeg öfundi hann af þeim höppum,
sem hann þykist verða fyrir af síldarveiðinni.
Jeg ætla mjer nú ekki að sinni að fara fleiri
orðum um framannefnda ritgjörð sjera Odds,
því hún hefur svo ljettvæg rök við að styðjast,
sem jeg met lítils virði, heldur er byggð á
lausum grundvelli, sem loptkastalar, en jeg
ber það traust til amtmanns vors, að hann í
þessu máli meti svo mikils almenningsálit flestra
innbúa Grindavíkurhrepps og hag sveitarfje-
lagsins, að hann staðfesti samþykkt þá, sem
nú er gjörð um síldbeituna, er styðst við und-
anfarinna ára reynslu og eptirtekt æfðra sjó-
manna, en láti ekki einstrengingslegar skoðan-
ir sárfárra manna villa sjónir fyrir sjer í svo
áríðandi máli, sem þetta er fyrir allt hjeraðið,
því að „reynslan er ólýgnust11.
Garðhúsum i júlí 1887.
Einar 'Jónsson.
Alþing.
YII.
Mng'inaiinafrumvörp auk þeirra,
sem talin voru í síðasta bl.
44. um fræðslu ungmenna, frá meiri
hluta nefndarinnar í málinu um
menntun alþýðu (o: Arna Jónss., Jóni
Jónss., Sig. Jenss. og Sig. Stefanss.)
45. til viðaukalaga við útflutningslög-
in 14. jan. 1876. (J. Ólafsson, B.
Kristjánsson og Fr. Stefánss.)
46. til viðaukalaga við lög um hor-
felli á skepnum 12. jan. 1884, frá
E. Th. Jónassen, J. Ól. og Ben. Kr.,
sem kosnir höfðu verið í nefnd í efri
d. í frv. um heyforðabúr og heyá-
setning, sem þeir vilja láta fella.
47. um friðun á laxi (Árni Jónsson).
Styrktarsjóður harnla alþýðufólki.
Frv. um það mál var samþ. með
ýmsum breytingum við 2. umr. í
neðri deild 3. þ. m.; samkvæmt því
sem það er nú orðið skal í hverjum |
kaupstað og hreppi í landinu stofna
styrktarsjóð handa heilsubiluðu og
ellihrumu alþýðufólki.
„Sjóði þessa skal stofna á þann
hátt, að allir karlar og konur, sem
eru fullra 20 ára og ekki yfir 60 ára,
og eru hjú, þ ar á meðal börn hjá
foreldrum, sömuleiðis þeir, sem leyst
hafa lausamennskubrjef eða að lögum
hafa lausamennskuleyfi og geta stund-
að nýtilega atvinnugrein, skulu greiða
á ári hverju, karlmaður 1 kr. og
kvennmaður 30 a. Þó skulu undan-
þegnir gjaldi þessu þeir, sem fyrir
ómaga eða ómögum hafa að sjá, sem
og þeir, er fyrir heilsubrest eða af
öðrum ástæðum eigi geta unnið fyrir
kaupi; sömuleiðis þeir, sem á ein-
hvern hátt hafa tryggt sjer fje til
framfærslu eptir að þeir eru orðnir
65 ára að aldri“. . . .
„Hið árlega gjald leggst í 10 ár
samfleytt allt við höfuðstólinn á-
samt öllum vöxtum, en frá þeim
tíma leggst það að eins liálft við höf-
uðstólinn og hálfir vextirnir, en hin-
um helmingnum af hinu árlega gjaldi
og vöxtunum skal árlega úthluta;
skulu bæjarstjórnir og hreppsnefndir
úthluta upphæð þessari heilsulitlum
eða ellihrumum fátæklingum, sem
heimili eiga i sveitarfjelaginu og
eigi þiggja sveitarstyrk, án tillits til,
hvar þeir eiga framfærslusveit".
Þingfararkaup alþingismanna.
Eptir frv. um það mál er landinu
skipt i 24 þingfararhjeruð. Ferða-
kostnaðurinn borgist með fastákveð-
inni upphæð eptir þvi, i hverju þing-
fararhjeraði hlutaðeigandi þingmaður
á heima, ef hann fer landveg, en ef
hann fer sjóleiðis, þá eptir þvi sem
farið á skijjinu kostar og auk þess
fyrir að komast á skip og af skipi
3 kr. og F/a kr. fyrir hverja mílu
landferðar til skips og frá skipi, en
sjóferð á bát eptir atvikum; ef ó-
væntur farartálmi kemur fyrir, má
endurgjalda þngmanni ferðakostnað
eptir reikningi. Nefnd kosin af
þingmönnum úrskurðar reikningana.
I tflutniiigslagafr. ákveður, að eng-
inn útflutningsstjóri megi taka við
innskriptargjaldi eða nokkru fje upp
í væntanlegt fargjald eða meðalgöngu
fyrir að útvega útförum far, nema
hann jafnframt geíi útfai’anum skil-
yrðislaust, skriflegt loforð um flutn-
ing fyrir fastákveðið verð á tiltekn-
um tima og fra tilteknum stað, að
viðlögðum sektum allt að 2000 kr. af
upphæð þeirri, er útflutningsstjóri hef-
ur að veði lagt, og auk þess skaða-