Þjóðólfur - 23.08.1887, Page 3

Þjóðólfur - 23.08.1887, Page 3
151 fyrir persónuleg áhrif. Fyrir þetta versna Iieykjavíkurbúar meir og meir , og í stað þess að bera virðingu fyrir þingmönnum, þá láta þeir annað í ljósi, þegar þingmenn snúa við þeim bakinu. Yjer viljum hjer eigi fara neinuin orðum um það, hver fúkyrði hinir dáðlausu, áhugalitlu hrjóstmylk- ingar stjórnarinnar hjer í Reykjavik hafa haft um þingmenn bæði í sumar og endranær, heldur taka sem dæmi nokkur orð úr Isafold, sem kom út á fimmtudaginn er var um þær aðgerð- ir neðri deildar, að hún neitaði að veita framvegis launabætur þær, sem þingið samþykkti 1885 handa Tómasi og Schierbeck, með því að hún áleit, að engin þörf væri að veita þær nú, þótt þingið 1885 hefði sam- þykkt þær i fjárlögunum fyrir hið núveranui fjárhagstímabil. ísafold segir svo „Loks hefur neðri deild komið með einn sparnað, sem lítið dregur landið hvað útlátin snert- ir“ [þessar launabætur eru samtals 1000 kr. á ári, á 20 árum 20,000 kr.] „en mikið, þegar litið er á virðing og sóma þings og þjóðar“ [minna má nú gagn geraþ „Þar er nefnilega tekið upp það ný- mæli, að færa niður laun“ [ísafold kallar þessa íaunabitlinga „laun“, eins og neðri deild hefði farið að breyta launalögunum] „hjá einstökum mönnum meðan þeir eru í embætti, alveg af handahófi“ [hvað ætli þetta eigi við?] „og þvert ofan í almennar og sjálfsagðar reglúr í því efni hvar sem er“ [það væri gaman að sjá þær regl- ur] — „nema hjá Tyrkjanum, þegar hann er hvítur og því löglega afsak- aður“. [En kurteisin og sannindin!. Ekki alls fyrir löngu hafa Englend- mgar, sem þó er ekki vert fyrir ísa- fold að kasta miklu skarni á, fært niður laun embættismanna i Suður- Ástralíu, Nyja Suður-Wales og Jama- íca. A Jamaica hefir oaran verið svo megn, að laun embættismanna eru færð niður um helming. Þessir menn láta harðærið koma niður á launum embættismanna. En vjer megum ekki afnema tvær illar launabætur\. „En þegar launabót er einu sinni veitt, þó ekki sje nema í fjárlögum, þáerjafn- óforsvaranlegt að fara að taka hana aptur“. [Ef eitt þing hefur gert glappaskot, þá eru öll þing að eilífu bundin við að endurtaka glappaskotið úr því]. „Þannig er þetta mál vaxið; og sjer því hver óhlutdrægur maður, að hjer er um rjettlætiskröfu að tefla, en enga náðargjöf—þ. e. siðferðislega rj ettlætiskröfu. Að það er ekki lagaleg rjettlætiskrafa, er einungis að kenna handvömm þeirra, er um málið fjölluðu á sinum tíma, en aldrei með fyrir- huguðu ráði gert. Og að hagnýta sjer þess konar „lögvillur" það er samboðnara ótíndum málfærslumönn- um, en þjóðþingi, sem á að láta sjer annt um sóma og heill landsins“ „— Sparnaður er í einu orði svo bezt lofsverður, að honum fylgi bæði rjettlæti og hagsýni“. Mikið ber Isafold og herra Björn Jónsson á borð fyrir þingmenn; göf- uglyndi, virðing og sómi þings og þjóðar, siðferði, rjettlæti og hagsýni er vís hverjum sem samþykkir launa- bitlingana, en ef einhver er eigi auð- mjúkur þjónn, og vill eigi opna pyngju þjóðarinnar, þá er sá líkur hundtyrkjanum og ótíndum málfærslu- mönnum. Þetta fáið þjer hjá Reykja- víkurlýðnum, heiðruðu þingmenn, þeg- ar þjer neitið um launaviðbæturnar. Annars hyggjum vjer, að þingmenn hirði ekki um að svara þessum kurt- eislegu orðum herra Björns Jónssonar. En þess skal þó getið, að sumum virðist það hvorki sanngirni nje rjett- læti, hagsýni nje heiður og heill þjóðar og þings, að taka Tómas Hall- grímsson einan út úr af kennurum hjer í Reykjavík og veita honum sjerstaka launabót, eða að veita Schier- beck 600 kr. launabót á ári fram yfir 4000 kr. föst laun, þegar hann þar að auki hefur allmikið fyrir lækn- ingar sínar; það er svo bezt að þjóð- in, sem launin á að greiða, hafi við bærileg kjör að búa, að menn fleygi fje hennar til manna, sem hafa við- unanleg og meir en viðunanleg laun frá þjóðinni. Historia Björns Jóns- sonar um „lögvillur“ er líklega af líku tagi og historían um að Islend- ingar í Kaupmannahöfn hafi talið Schierbeck trú um, að hann fengi 6 —7 þús. kr. á ári fyrir lækningar hjer á landi. Hver sem vill getur lagt trúnað á slíkar sögur fyrir oss. Það sem mestu varðar fyrir þing- menn, er að fylgja fram rjetti þjóðar- innar með festu og fullri einurð gagn- vart hverjum sem er, og kenna með því Beykjavíkurbúum að bera lotningu fyrir alþingi. Það eru þing- menn, sem einna helzt eiga að gera Beykjavík að þjóðlegum bæ og þótt mönnum líki ekki alls kostar við Reykjavík, þá er þó rjett sú skoðun, sem Jón Sigurðsson hafði 1841, þeg- ar hann sagði þessi orð: „Jeg sje heldur enga ástæðu til að vjer slepp- um Reykjavik og köllum hana ólækn- andi, því henni fer fram samt sem áður, þó framför sú verði bæði minni og óhollari en ef vjer ættum sjálfir þátt í henni. — En hvað sem þessu liður þá er alþing engan veginn sett til að koma Reykjavík upp, ef það er ekki sjálfu því einnig til gagns”. Einn af átján. Alþing. XI. Fallið frumv.: 29. frv. um styrktar- sjóð handa alþýðu, sem samþykkt hafði verið í neðri deild, fjell í efri deild í gær með 7 atkv. móti 4. Þessir 7 voru hinir konungkjörnu og Friðrik Stefánsson og Sighv. Árna- son. Hallærislánatillögurnar,sem nefnd- ar voru í síðasta bl. hafa verið sam- þykktar í neðri deild með öllum þorra atkvæða. LÖG AFGREIDD FRA MNGINU, XIII. Lög um brúargjörð á Olfusá. „1. gr. Til brúargjörðar á Ölvusá má verja allt að 400Ó0 kr. úr land- sjóði, með því skilyrði að sýslufjelög Árness- og Bángarvallasýslu og jafn- aðarsjóður suðuramtsins leggi til fyr-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.