Þjóðólfur - 09.09.1887, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 09.09.1887, Blaðsíða 3
163 sem áður var, því, áðnr var þorskur sáratregur eptir að hann var lagztur, en nú veiðist hann betur legutímann, og er það hafsíldinni að þakka; þenn- an legutíma kemur hlutabót sú, sem jeg met 50,000 kr. virði, væri hafsíld- in notuð, en það er undir mönnunum komið. Að fornu íiskaðist jafnaðarlega vel í Grindavik, meðan þorskur var í göngu, máske fram að einmánuði, en úr því fiskur var lagztur, var mesta fisktregða þangað til vorskrið kom og uppgjöf hans urn sumarmál; bendir til þessa orðtækið: „í Grindavik er gotungshundraðið áreiðanlegt“. Þá er margstaglað á straumunum, og agninu, sem reisir fisk frá botni og flytur hann alfarið burt. Mjer þykir gott, ef herra E. J. skilur sjálf- ur, að hverju rök hansleiða; jeg skil þau þannig; í livert skipti sem hafsíld- inni er heitt, þá fer allur þorskur á hurt og kemur sá aldrei aptur. Nú er það sannað, að þorskur veiðist til loka. Fari nú þorskurinn á burt í hvert skipti, þá hlýtur nýtt skrið, eða ný ganga að koma á hverjum 12 timum — hafið þið heyrt það fyrri - - eður: þorskurinn hlýtur að vera á einlægri hringferð af homöopathiskri síldmeltu; likt og þegar sagt var, að hann hefði farið með síldbita af Stað- arhraununum austur eptir, gleypt við rægsnabeitunni á Járngerðastaðavers- miðunum, og þannig orðið deyjandi vottur þess, að þeir hefðu beitt síld úr Staðarliverfinu. Um eðlisþunga hrognaeggja og sild- hr eisturs er ekki hægt að ræða með getum einum, en prófessor Sars mesti fiskifræðingur, hefur uppgötvað fyrir mörgum árum, að þorskur, isa og margir flatfiskar gjóta floteggjum, en hafsíld og hrognkelsi hrygni' á botni; en það er ofvaxið nákvæmri eptirtekt sjómanna hjer, eptir æfingu þeirra, því hún mun ekki mikil í þá átt. Jeg hefi leitt rök að því, að haf- síldarbeitan hefur mjög bætt fisk- afla í Staðarverinu, en jeg sje ekki í grein Einars míns snefil sann- ana fyrir því, að hafsildarbeitan hafi spillt veiði í hinum verunum, og það er svo fjarri mjer að vilja leitast við j að sanna að Járngerðastaða menn hafi fiskað minna heldur en Staðarvers menn, að jeg játa það með miklum fögnuði, að Járngerðingar hafa þessi 4 síðustu ár á hverju ári fiskað tals- vert betur en vjer — og vona nú að þeir og verði mjer samdóma i því — því það er óyggjandi sönnun fyrir þvi, að hafsíldarbeitan ókkar hefur alls ekki spillt fyrir þeim. Lagnstöðvar í lendingum og brimið á Járngerðarstaðahöfninni ætla jeg ekki að fást um, én vona að grein hr. E, J. verði nú Ijósari og auðskildari al- menningi og glögg þeim sem mestu skiptir. Með virktum 0. V. Oíslason. Reykjavík, 9. septbr. 1887. Tíðarlar sunnanlands í surnar eitt- hvert hið bezta sem menn muna. Þótt stöku sinnum, hafi komið óþurk- ar, síðan sláttur byrjaði, hafa þeir eigi staðið lengi. — Eptir siðustu frjettum annars staðar af landinu hefur einnig verið yfir höfuð hagstæð heyskapartíð, grasvöxtur góður og heyskapur því með bezta móti víðast hvar. í gær kólnaði veður; í nótt snjóaði i fjöll og í dag er norðvestan-storm- ur og kuldi. Fiskafli er hjer góður. A Ej’jafirði mokfiski í sumar. Góður afli á Skaga- firði og Skagaströnd, þegar seinast frjettist þaðan. í Strandasýslu innan til aptur á móti fiskilaust i sumar og þar i sýslu svo illar horfur fyrir menn að bjargast af, að sýslunefndin hefur samþykkt að biðja um 6000 kr. hallærislán fyrir sýsluna. Giufuskipið Cainocns kom hingað í fyrri nótt frá Skotlandi eptir hross- um, sem Slimon hefur lengi átt hjer í geymslu. Með Camoens komu 6 vesturfarar aptur sem fóru í sumar; höfðu kom- izt alla leið til New York, en voru peningalausir, er þar var komið, svo að þeir fengu eigi að fara i land, því að í Bandaríkjunum fá innflytj- endur eigi að koma áland, nema þei.i hafi dálitla fjármuni (10 dollara?) hver. Útlendar frjettir. Engin stórtíðindi. I öndverðum f. m. áttu þeir Vilhjálmur Þýzkalands keisari og Jósep Austurríkis keisari fund með sjer í Gastein. Blöð Þýzka- lands og Austurrikis telja þennan fund þýðingarmikinn og sannkallað merki um frið í Európu. Eerdinand fursti frá Koburg, sem kosinn var landstjóri í Bulgariu, fór þangað 11. f. m., hefur tekið við stjórninni, og heldur henni, þrátt fyr- ir mótmæli Kússa og Þýzkalands. A Englandi hefur Gladstones flokk- ur aukizt um einn þingmann í neðri málstofunni, sem kosinn var í kjör- dæmi einu, Northwich, sem losnaði. Kússakeisari heimsótti seinast i f. m., ásamt drotningu sinni, Danakon- ung, tengdaföður sinn, og ætlar að dvelja um tima í Danmörku. I Niðurlöndum hefur þingið sam- þykkt breyting á stjórnarskipuninni, og þingið því rofið. 1 Italíu er Crispi orðinn ráðaneytis- forseti i stað Depretis. I Suður-ítaliu gengur kólera. Sömuleiðis mjög skæð kólera á Indlandi. Hallærissögur og Ameríkuferðir. I blaðinu, Manitoba Dayly Free Press, sem kemur út í Winnipeg, stendur 8. f. m. grein um Islendinga, þar sem ritstjórnin, eptir viðtali við sjera Jón Bjarnason o. fl. Islendinga þar vestra, meðal annars lætur mjög illa af á- standinu hjer á landi, peningsfelli o. s. frv. „Ef ekki kemur hjálp frá öðrum löndum, hljóta margir i hinum fátækustu hjeruðum að deyja, og nokkrir hafa þegar dáið úr hungri“ . ... Enn fremur segir blaðið, að Is- lendingar í Ameríku sendi til íslands árlega peninga til skyldmenna sinna, til að komast burt. Stjórnin í Kanada

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.