Þjóðólfur - 09.09.1887, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.09.1887, Blaðsíða 1
Keraur út A föstudags- morgna. VerÖ árg. (60 arka) 4 kr. (erlendisö kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÖLFUR. Uprsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. íieykjavík, föstudaginn í). septemker 1887. Nr. 41. XXXIX. árg. Þokkaleg meðul. Á seinni árum hafa Islendingar fengið ýmsa meðmælendur i úfclend- um blöðum, og mörg blöð liafa bein- línis tekið að sjer að verja málstað vorn. Sjerstaklega er mismunurinn mikill í Danmörku. Meðan þeir fje- lagar Orla Lehmann og Plógur höfðu orðið, sást varla annað en skammir og ósannindi um Islendinga í dönsk- um blöðum. En nú halda mörg blöð í Danmörku fram málstað vorum og má þar á meðal nefna með þakklæti Morgunblaðið. Eins og gefur að skilja svíður dönsku stjórninni harla mjög þegar vinveittar greinir koma um Islend- inga í útlendum blöðum. I fyrra þegar vinveitt grein um okkur kom ut i heimsblaðinu „Times“ var lagt af stað, og leið ekki á löngu áður heljarmikil grein kom undan handar- jaðri stjórnarinnar aptur út í sama blaði, rituð bæði með illgirni og fítonsanda móti Islendingum. Siðar var gjört mikið stáss með greinina; hún var rítlögð og orðrjett prentuð innan fárra daga atimgasemdalaus í sjálfu stjórnarblaðinu Berlingatíðind- um. Svona var stjórnin glöð yfir þessu andlega fóstri. Um daginn þegar greinin „Stjórn íslands“ stóð í Morgunblaðinu, þá þóttist stjórnin ekki geta þagað leng- ur. En hvar var nú ráðið, sem duga skyldi ? Það var að minna danska bændur á „tillagið“ til íslands úr rík- issjóði. „Ef bændurnir fyrst gá að þessari hlið málsins^þá hyggur stjórn- in að allt muni ganga vel fyrir sjer. Allir sjá, hver tilgangurinn- er, enda væri þá vel að verið, ef hægt væri, að vekja úlfúð og fjandskap milli ís- lendinga og hins frjálslynda flokks i Danmörku, með því að gefa í skyn 1) (Daghlaðið 28. júlí j>. á.) að „tillagið“ sje gjöf eða sveitarstyrk- ur til Islands. Hitt er þagað um, að hjer er um skuldaborgun að ræða. Eða eins og viðurkennt var af sjálf- um þeim, sem skömmtuðu oss rjettinn með stöðulögunum 1871. Þegar þeir sögðu um þessa borgun eða „tillag“ sem stjórnin svo nefnir: „Öll slndda- slúpti, sem verið hafa hingað til milli ríkissjóðsins og íslands, eru hjer með á enda kljáð". (Stöðul. 5. gr.) Það voru íslendingar, sem áttu um sárt að binda, þegar stöðulögin komu út; þeir urðu að sætta sig við bolmagns- rjettinn, en nú er skörin farin að færast svo upp í bekkinn, að stjórnin skoðar borgunina eins og náðargjöf. Vjer vonum, að stjórnin vinni lítið á með þessu, en hins vegar gefur þetta oss tillefni til að hugleiða, hvernig rjetti vorum hefur verið fram haldið síðan Jóns Sigurðssonar missti við. Auðmýkt þingsins við stjórnina verð- ur ekki ávallt til góðs. Þvi væri ósk- andi, að alþingismenn hjer eptir tæki rögg á sig og heimtuðu innstæðu þá, sem vjer eigum hjá Dönum samkvæmt stöðulögunum, útborgaða þvi fyr því heldur, eins og Jón Sigurðsson vildi, og eins og vjer höfum fyllsta rjett til. Úr því vjer unum við stöðulögin, þá er bezt að fara að heimta að orðin i þeim: „Öll skuldaskipti, sem verið hafa hingað til milli ríkissjóðsins og íslands eru hjer með alveg á enda kljáð“, verði meir en á pappírnum. x+y. Fáein orð um þjóðjaröasölu og hafnafrelsi, Á undanförnum þingum hafa ein- att verið borin upp frumvörp til laga um að selja ýmsar þjóðjarðir og um að löggilda eina eða aðra höfn lands- ins til verzlunar. Slík frumvörp hafa einatt átt erfitt uppdráttar; sumir þingmenn hafa hamast i ákafa gegn þeirri eyðilegging, er þjóðjarðasalan mundi baka landsjóði og þá ekki síð- ur gegn slíku tjóni og spillingu, er löggilding óhóflega margra hafna mundi leiða yíir land og lýð. Slík frumvörp hafa þannig einatt fallið, en framburðarmenn hafa þá komið með þau aptur svo endirinn hefur optast nær orðið sá, að frumvörpin hafa loks eptir mikla erfiðismuni náð framgöngu. Á þinginu i sumar hef- ur verið borið upp frumvarp þess efnis, að allar þjóðjarðir megi seljast ábúendum gegn fullu verði, og það með mjög vægum borgunarkjörum, og virðist rnálið því vera komið á þann rek- spöl, að það hveríi varla aptur í gamla horfið, því hvort sem tjeðu frumvarpi verður framgengt á þessu þingi eða ekki*, þá er framkoma þess og við- tökur trygging fyrir að mönnum er loks almennt farið að skiljast, að þjóð- jarðasalan er hagur bæði fyrir lands- sjóð og landsbúa. Fyrir landssjóð er þjóðjarðasalan hagur ekki einungis að þvi leyti, að sjeð er um að söluverðið verði svo hátt, að lág renta af þvi samsvari afgjaldinu, heldur einnig að því leyti að með tímanum þarf landssjóður ekki að kosta umboðsmenn og sparar þá þannig nokkur þúsund krónur. Fyrir landsmenn er þjóð- jarðasalan hagur að þvi leyti, að þá eykst sjálfseign i landinu og bænda- stjettin verður öflugri. Það mun þvi mega ganga að því vísu, að slík lög muni fá framgang innan skamms. Um löggildingu hafna er þar á móti öðru máli að gegna. Þar virðist *) Þegar höf. skrifaði þetta, var liann eigi búinn að fá að vita um afdrif l>essa frumvarps á þinginu, en þau eru nú kunn orðin; Jað var fellt í efri deild, eins og ýms önnur nauðsyn- leg frumvörp. Bitstj.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.