Þjóðólfur - 28.10.1887, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.10.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- noorgna. Verö árg. (60 arka)"4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJOÐOLFUR Uppsögn skrifleg. bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XXXIX. ílrg. Keykjavík, föstudaginn 28. októker 1887. Nr. 19. Nokkur orö um Ameríkuferöir. Þetta yfirstandandi ár hafa farið fleiri en nokkru sinni áður af landi burt og fluzt til Ameríku; og það er ekki annað sjóanlegt, en margir fari einnig næsta ár. Þessi Ameríkuhug- ur er orðinn svo sterkur hjámörgum, að það má svo að orði kveða, að það t sje orðið brennandi spursmál, eins og sagt er, fyrir þá að komast til Ame- ríku sjálfsagt í von um, að geta þar látið sjer og sínum iíða hetur en hjer á landi. Hjer er svo margt, segja ffienn, sem dregur úr eða heptir vei- líðun manna, að eigi er við vært. Harðindin munu þó vera þar ofar- lega á hlaði fyrir mörgnm og mikil útgjöld, einkum fátækraritsvör svo há í sumum sveitum, að bjargálnamaður- inn rís varla undir. Meiri hluti al- þýðu á við bág kjör að búa, segja ffienn enn fremur, en æðstu embættis- menn landsins lifa við giíurlega há laun, svo að minna fje er til en ella tilnauðsynjafyrirtækja, svo sem mennt- un alþýðu til eflingar, en miklu fje varið til embættisnáms og undirbún- ings undir það í latínuskóianum, þar sem menn eru fremur látnir læra sumt það, sem þeim kemur að litlu liði í lifinu, en annað, sem þeir bein- linis þurfa fyrir lífið. Og þó tekur út yfir, að vjer íslendingar fáitm ekki að ráða vorum eigin málum og kippa þannig í iag mörgu því, sem ómögu- legt, er að lagfæra meðan stjórnin er útlend. Þetta er viðkvæðið hiá mörgum, sem til Ameríku fara eða ætla að fara. Hafa þeir að vísu mikið til sins máls, en ofmikið má úr öllu gera og því einnig úr óóran hjer á landi. Þetta yfirstandandi ár hefur t. a. m. á Suð- urlandi verið eitthvert mesta veltiár, sem menn muna, bæði að því, er snert- ir tíðarfar og fiskafia, svo að vegna þess sýnist ekki ástæða fyrir Sunn- lendinga, að fýsa af landi burt. — I sumum hjeruðum annars staðar t. a. m. i Stranda- Húnavatns- og Skaga- fjarðar-sýslum og víðar norðanlands hefur þetta ár mjög kreppt að mönn- um, svo að þeim er vorkunn, þótt þeir vilji leita fyrir sjer eptir öðru betra, og yfir höfuð láum vjer engum, þótt hann geri það. En við þessar Ameríkuferðir er þó einnig ýmislegt athugavert. Menn verða að gæta að þvi, að i Ameríku er allt annað mál, mjög ólikt voru máli, svo að það má svo að orði kveða, að meiri hluti manna, sem hjeðan fer, standi þar uppi máliaus, sem hlýtur að verða þeim til mikils tálma. I öðru lagi eru hættir og siðir allt aðrir í Ame- riku en hjer, svo að fæstir sem hjeð- an koma, munu einu sinni kunna til þeirra verka, sem þar falla fyrir, o. s. frv. Það er því að voru áliti, íhug- unarvert að fara þangað að minnsta kosti fyrir þá, sem hjer hafa komið sjer í einhverja viðunanlega stöðu og bafa við bærileg kjör að búa, og það því fremur sem raddir hafa heyrzt frá löndum vorum i Ameríku um, að þeim liði þar eigi vel, mörgum hverj- um; en vjer skuium þó ekki leggja mikla áherzlu á það, þvi að þaðan hafa og heyrzt raddir í gagnstæða átt. Margir telja þessar Amerikuferðir næsta skaðlegar fyrir landið, segja að iandið missi vinnukrapt, fjármuni o. s. frv. En það fer að voru áliti allt eptir því, hverjir það eru, sem fira. Ef það eru ónytjungar, fjelitlir menn eða fjelausir, sem eru öðrum til þyngsla, sveitarlimir, sem svo að segja jeta upp efnamanninn eða bjargáinamann- inn, — ef þess konar menn fara, get- um vjer eigi sjeð, að eptirsjón sje í þeim eða að landið bíði nokkurt tjón við burtför þeirra, heldur miklu írem- ur, að það sje hagur fyrir landið að losast við þá. Þess vegna verður það eigi skoðað öðruvísi en bfihnykkur af hreppsnefndum, og eigi lastvert, er þær koma af sjer til Ameriku sveitarómögum, sem eigi eru lasburða eða gamalmenni. Það er vitanl. að ýmsar hreppsn. hafa gert það og þannig ljett á hreppnum fyrir seinni timann, þótt það hafi kostað talsvert í bráðina. Það hefur heyrzt, að sumir þessir menn hafi hatt sig áfram, þegar þeir komu til Ame- riku, og hlýtur það án efa að vera þvi að þakka, að þar herðir meira að mönn- um að neyta krapta sinna en hjer á landi, þar sem opt og tíðum þarf eigi annað, en að kvabba við hreppsnefnd- ina, til að fá svo og svo mikið handa sjer og sínum. Ef aptur á móti efnamenn og mátt- arstólpar sveitarfjel aganna fara af landi burt, þá er það auðsætt tjón fyrir landið. En hingað til hafa ekki marg- ir slíkir menn farið. En það getur rekið að því seinna, ef ekkert er að gert. Að vísu er ómögulegt að sporna við harðindum, en margt mætti gera til að kenna mönnum að standast þau betur en verið hefur, svo sem að efla menntun landsmanna, einkum i bún- aði og öðru þvi, sem að atvinnuveg- um lýtur, fá hinum betri mönnum (hreppsnefndum, sýslunefndum og bæj- arstjórnum) i hendur meira vald til að hafa eptirlit og umjón með slóð- unum og trössunum, á sinn máta eins og lögin frá siðasta þingi um sveit- arstyrk og fúlgu gera, lögin um þurra- búðarmenn og lagafrumvarpið um forðabúr og heyásetning í sveitum fór íram á, svo að sjeð verði um í tíma, að þessir trassar veltist ekki yfir á sveitarfjelögin og jeti upp þessa fáu. bjargálnamenn, sem til eru. Til þess að fá fje til alþýðumenntunar og ann- ara nauðsynja fyrirtækja mætti meðal annars færa niður laun hinna hæst- launuðu embættismanna, gera embætta-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.