Þjóðólfur - 25.11.1887, Page 2
210
er fœddr á Fjóni 22. nóvember 1787,
tók tvítugr examen artium 1807,
ferðaðist til Islands 1818, og var hér
á landi í tvö ár, 1813—1815. Tók
sér 1816 fyrir hendr stóra vísindalega
ferð til austrlanda; dvaldist í þeirri
ferð lengri eða skemri tíma á ýmsum
stöðum: i Stokkhólmi, Pétrsborg, í
Persíu og á Indlandi, og kynti sér á
þeirri ferð fjölda mála. Kom aftr til
Kaupmannahafnar 5. maí 1823; varð
professor extraordinarius í bókmenta-
sögu við Kaupmannahafnar háskóla
14. maí 1825, bókvörðr við háskól-
ann 21. nóv. 1829, professor extraor-
dinarius í austrlandamálum 3. desem-
ber 1831, andaðist 14. nóv. 1832, 45
ára gamall. Þótt Rask yrði að eins
45 ára gamall, hefir hann starfað ó-
trúlega mikið og er án efa einhver
hinn mesti og fjölfróðasti málfræð-
ingr, er uppi hefir verið á Norðrlönd-
um. Yarla mun nokkur maðr hafa
fengist við svo mörg mál sem hann og
verið svo fljótr sem hann að komast niðr
í þeim. Jafnótt og hann kynti sér eitt-
hvert mál, dró hann mállýsing út úr
því; enda hefir hann ritað mállýsing-
ar í ótrúlega mörgum málum og all-
ar vel samdar. Eitt mál stundaði og
elskaði hann þó mest allra næstmóð-
urmáli sínu. Það var íslenskan. Hana
reit hann og talaði nálega sem inn-
fœddr. Þegar á skólaárum sínum bjó
hann sér til íslensk-danska orðbók í
tveimr bindum, og er það mein, að
hún hefir eigi verið prentuð. Aðr enn
Ka.sk fór að semja sínar íslensku mál-
lýsingar, var til að eins ein prentuð
íslensk mállýsing (eftir Runólf Jóns-
son. Kmh. 1651). Rask hefir samið
þrjár íslenskar mállýsingar: 1. Vej-
ledning til det islandske Sprog. Kh. 1811.
2: Anvisning til Islandskan, Stockholm
1818. Hún er rituð á sœnsku og er
stœrst og fullkomnust af hinum ís-
lensku mállýsingum hans. 3. Kort-
fattet Vejledning til det oldnordiske eller
gamle islandske Sprog. Kh. 1832. Þess-
ar íslensku mállýsingar hafa stutt ó-
segjanlega mikið að því að efla og
útbreiða kunnáttu í íslensku eigi að
eins í útlöndum, heldr og meðal ís-
lendinga sjálfra, því að mjög fáir
þeirra munu um þær mundir hafa haft
glögga þekkingu á málmyndunum eða
kunnað að rita málið með samkvæmni
eða eftir föstum reglum. Lestrarkver
handa heldri manna börnum, sem Rask
samdi og gaf út Kh. 1830, miðaði og
til að kenna mönnum að rita málið
rétt og eftir föstum reglum. Eitt af
ritum Rasks um íslensku er Underso-
gelse oni det gamle nordiske éller islandske
Sprogs Oprindelse. Kli. 1818, einkar fróð-
legt rit, sem mikið má af læra. Af
því riti og fleirum ritum Rasks
má sjá, að hann þekti hlj'otifœrsluna
(die lautverschiebung), enn uppgötvun
þess lögmáls er þó eignuð Jacob Grimm.
Auk þessa hefir Rask stutt að þekkiugu
á íslenskum bókmentum með útgáfu
ýmsra íslenskra bóka. Hann útgaf
Sæmundar og Snorra Eddu í Stokk-
hólmi 1818, Sýnishorn af fornurn og
nýjum norrænum ritum í sundrlausri
og samfastri ræðu, sst. 1819. Eitt af
hinu mörgu góða, er Rask hefir gert
íslandi, er stofnun hins íslenska bók-
mentafélags. Hann var, sem áðr er
sagt, tvö ár á íslandi; ferðaðist hann
þá í 2 sumur um mikinn hluta lands-
ins og kynti sér málið og siðu og
lífernisháttu þjóðarinnar. Á ferðum
sínum hér hvatti hann hina helstu
menn til að ganga í félagið og styrkja
það, og þegar hann var kominn til
Kaupmannahafnar, fékk hann danska
fróðleiksunnendr til að styrkja það
með árlegum gjöfum. Pélagið er tal-
ið stofnað árið 1816. Sem stofnendr
þess auk Rasks eru taldir Árni Helga-
son, Finnr Magnússonog Bjarni Thor-
steinsson. Rask studdi og að kunn-
áttunni um ísland og fornrit þess með
hluttöku sinni í störfum hins Kon-
ungl. Norrœna Fornfr.fél. Þannig tók
hann þátt í útg. af 1.—3., 6., 7. og 11. bindi
afFornmanna sögum, svo ogFæreyinga
sögu. Það mun einkum vera Rask,
er ráðið hefir stafsetningu á þeim forn-
ritum, er hið Norrœna Fornfrœðafé-
lag gaf út. Hann hefir yfir höfuð
með ritum sínum haft mikil áhrif á
nám íslenskrar tungu, og eru þeir
Sveinbjörn Egilsson, Konráð Gislason,
Jón Sigurðsson og margir fleiri læri-
sveinar hans. Hann elskaði Island,
íslenska tungu og íslenskar bókment-
'ir og hefir unnið Islandi ómetanlega
mikið gagn. Hver sá íslendingr, er
ann móðurtungu sinni, mun því geyma
nafn hans i þakklátri endrminningu.
—n.
Fundið sverð upp á öræfum.
í fjárleitum haustið 1886 fann Vern-
harður Guðmundsson í Haga i Gríms-
nesi fornt sverð austnorður af Skjald-
breið, en norðvestur frá Hlöðufelli og
rjett i austur frá Lambahlíðum, nær
norður við Jökulkrók, sem kallaður
er. Sverðið lá ofanjarðar alveg bert í
flagi með moldbornum sandi, milli
tveggja barða. Þetta var norður af
svokölluðum Skessubásavegi (sjá ís-
lauds stóra uppdrátt). Annar maður
sem var í fjallgöngunum, tók að sjer
að reiða sverðið niður að tjaldstað,
því að Vernharður skildi þar viðhann.
En maður þessi skildi sverðið óvart
eptir í hraunlaut, þar sem hann áði,
og kom því tómhentur í tjaldstað að
kveldi, en þeir hjeldu eptir látúns-
hólkum af sverðinu, og hafði annar verið
utan um það upp við hjöltun, líklega
af umgjörðinni, sem var alveg eyði-
lögð. — í fyrra vetur kom Vernharð-
ur og afhenti mjer hólkana um leið
og hann sagði mjer þessa sögu, og
hvatti jeg hann mjög að gera tilraun
næsta haust að finna sverðið. Er þar
skammt frá að segja, að Vernharður
'tók sjer ferð á hendur síðastliðið haust
ásamt hinum manninum, og voru þeir
þá svo sjerstaklega heppnir að finna
sverðið í hraunlautinni alveg með
sömu ummerkjum, og var þetta suð-
austur af Skjaldbreið, en suðvestur af
Hlöðufelli. — í næstliðnum mánuði af-
henti Vernharður mjer sverð þetta á
Forngripasafnið, og greiddi jeg hon-
um fyrir það 14 kr., sem borgun fyr-
ir fyrirhöfn hans. — Sverð þetta er
furðanlega lítið skemmt, þegar á allt
er litið. Það er að vísu nokkuð ryð-
jetið með pollum, en heldur þó öllu