Þjóðólfur - 23.12.1887, Síða 2

Þjóðólfur - 23.12.1887, Síða 2
230 sjálfur gert og gefið kirkjunni, en sem nú eru glataðar ( „nú glataðar s a m t“). Ummæli þessi virðast eigi lýsa mikilli virðing fyrir þjóðlegum hagleik og þjóðgripum frá fyrri tíð. Myndirnar gátu verið hag’lega gerð- ar, þótt úr látúni væri og þótt þær ættu að tákna postulana. Mjer getur og eigi þótt neitt skoplegt, þó að þær sje glataðar, en met það fremur skaða. Þá kallar nefndin athugasemdirnar „lítils háttar“ og gefur í skyn, að eigi sje mikið i þær varið að efni nje frá- gangi. Jeg get eigi verið henni sam- mála, hvað efnið snertir. Þær hafa —■ í sambandi við aðalritgerðina — markverðar upplýsingar að geyma um mestu höfðingja þeirrar tíðar, svo sem Björn Gruðinason, og leiða ýmislegt i Ijós, er áður hefur verið ókunnugt eða miður víst, eða að minnsta kosti eigi rökstutt, svo sem dauðaár Sol- veigar Bjarnardóttur, Páls Jónssonar, Bjarnar G-uðinasonar o. fl., enda leið- rjetta þær allmargt í eldri og nýrri sagnaritum. Ritgerð Bjarnar prófasts er all- merk, engu ómerkari i sinni röð, þótt skemmri sje, en ritgerð Jóns Grizur- arsonar, og hefur það enda fram yfir, að hún styðst við allmörg frumbrjef. Hún er þess vel verð, að vera gefin út sögu landsins til upplýsingar, enda getur þess naumast orðið lengi að bíða, og efast jeg eigi. um, að ef sá, er það kynni að gera, ætti kost á að nota sjer athugasamdir verðlaunabeið- andans, myndi hann eigi alllítið þykj- ast geta á þeim grætt. Híiskuldsstöðum, 12. nóv. 1887. Eggert Ó. Brím. Suður-Þingeyjarsýslu, 21. nóv. . . . „Kaupfjelag Þingeyinga hefur nú pantað vörur, sem eiga að koma hingað i janúar eða febr. í vetur, og gefst þá kostur á að sjá, hvort skip geta gengið norður fyrir land um há- vetur“. 27. növ. . . . „Frá 4.—17. nóv. var tíð mjög mild og jarðir góðar. Fyrir 17. nóv. höfðu margir hjer í sýslu ekki gefið fullorðnu fje og sumir ekki lömbum. Siðan 17. þ. m. hefur tíð verið slæm, sífeldar hríðar og kuldar, og víða er alveg tekið fyrir jörð. 17. þ. m. brast í allsnöggvan byl og fórst þá bátur með 5 mönnum frá Húsa- vík, eign sjera Finnboga R. Magnús- sonar á Húsavik .... Afli má heita góður við Eyjafjörð, en nú upp á sið- kastið mjög gæptalítið“. Skagaf jarðarsýslu., 4. des. . . „Mik- il hafa verið sauðakaupin hjer fyrir norðan í haust, og hefur Knudsen gefið bezt fyrir fjeð og selt matinn með beztu verði, enda býst jeg við, að hjer verzli fjöldi manna við liann að sumri, ef hann kemur aptur. Pönt- un verður víst rnjög lítil hjá Coghill, því að menn eru farnir að sjá, að það dregur illan dilk eptir sjer að binda sig strax að vorinu til að selja vissum fjárkaupmanni sauði sína að haustinu, því að þótt maturinn sje lánaður til lítils tíma (o: yfir sumar- ið), þá er samt verzluuin með því móti hrein og bein skuldaverzlun. En hvernig sem fer eptirleiðis, þá er þó auðsjeð á öllu, að skuldaverzlun við kaupmenn í gamla forminu er að syngja sitt síðasta vers, og er von- andi, að hún verði ekki lengi að því; hún er nógu lengi búin að ala upp aumingjaskap og lesti hjá þjóðinni". 5. des. . . . „Vel hefur mönnum líkað hjer greinin i Þjúðólfi um „Stjórn- arbaráttuna“, og á Friðrik nú ekki upp á pallborðið hjá kjósendum sín- um“. Húnavatnssýsltt, 3. des. . . . „Vet- urinn hefur verið að þessu ágæta góð- ur; snjór er að sönnu kominn nokk- ur, en jörð góð og fje yfir höfuð ó- lúrað enn“. 6. des. . . . „Það er ekki útlit fyr- ir, að menn ætli að rísa undir þeim álögum, sem sveitamenn verða hjer að bera, enda ætlar ekki hallærislán- ið að bæta mikið úr þörfum manna, ef nú á að fara að safna skýrslum um ástandið og senda amtmanni, hann síðan landshöfðingja, svo hann aptur amtmanni og hann aptur sýslumanni, því að þetta gæti með mesta snar- ræði allra hlutaðeigenda verið komið i kring seint í apríl .eða snemma í maí næsta ár, og mun ekki þurfa meir en helming af þeim tíma til þess að ekki verði bjargræði að fá í nánd, enda hefur haustvertíð brugðist al- staðar hjer í sýslu“. 11. des. . . . „Hafís er kominn inn á utanverðan Húnaflóa; hefur rekið inn í hriðarkasti, sem gjörði 6. þ. m. og stóð i nokkra daga“. Reykjavík, 23. des. 1887. Söng’fjelag'ið Harpa hjelt 14. þ. m. sam- sæti á Ilotel Alexandra í minning þess, að þá haiði það staðið í 25 ár. Oi'ganista Jónasi Helg'asyni, stofnanda íjelagsins, var þar afhent minnisgjöf frá fjelaginu, skrautlegnr og vand- aður taktstokkur úr f'ilbeini gullskreyttur. Söngskemintiiu var haldin í Good-Templara- húsinu hjer í hænum 17. og 18. þ. m. af söng- fjelaginu Hörpu (samsöngur); auk þess söng kaupmaður Stoingrímur Johnsen nokkur lög „solo“. Skemmtun þessi þótti takast mjög vel og var vel sótt. Fyrir þessari skemmtun gekkst kaupmaður Þorlákur Ó. Johnsen, sem hefur staðið fyrir fleiri skemmtunura þar í vetur, myndasýningum o. fi. Upsagengd kom í Hafnarfjörö i fyrra dag. Þá. fengust þar 350 tnnnur af upsa með ádrætti. Hve miklð hefur feugizt i gær, hefur eun eigi frjetzt með vissu. Tunnan sel(l á 2 kr. “pŒessiir um hátíðirnar. Aðfangad. jóla, kvöldsöngur kí. 6: kand. Jón Arason. Jóladag, kl. 11: messa á islenzku ) dómkirkjuprest- --- kl. 1V2: messa á dönsku ) urinn. Annanjólad., kl. 12: sira Jón Steingrímsson. Gainlaárskv., kvöldsöngr kl. 6: kand. Ólafur Magnftsson. Nýársdag, kl. 12: dómkirkjupresturinn. Fyrirspurn. Húsmaður bjó með kvennmanni, sem hann átti óskilgetin börn með, varð bjarg- þrota og fjekk sveitarstyrk handa öllu sinu hyski. Húsraaðurinn og kvennmaðurinn áttu sína sveit hvort, annarstaðar en þar sem þau bjuggu. Hvorri sveitinni ber að endurgjalda sveitar- styrkinn? Svar. Hjer verður að fara eptir því, hver í raun og veru hefur þarfnazt styrksins. Hafl maðurinn verið veikur, svo að hann hafi eigi getað bjargað sjer sjálfur, þá verður að endur- gjalda styrkinn af hans sveit, en ef hann hef- ur getað haft ofan af fyrir sjer sjálfur, en styrksins hefur þurft til framfærslu barnanna, þá ber að gjalda styrkinn af þeirra sveit, þ- e. af sveit mððurinnar. — í vor kom lands- höfðingja úrskurður, einmitt um samskonar til- felli og lijer er um að ræða. Landshöfðingi hefur úrskurðað, að hreppur karlmannsins skyldi endurgreiða allan styrkinn, og byggir á þvíj

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.