Þjóðólfur - 23.12.1887, Side 3

Þjóðólfur - 23.12.1887, Side 3
231 að hann hafi verið skyldur að standa straum af heimilisfólki sínu; en þetta er tæplega rjett. Hrepparnir eru ekki bundnir við samninga og skyldur hreppsómaga sinna. Þótt einhver hafi skuldbundið sig til að halda prðfentufólk eða börn o. s. frv., þá er hans hreppur ekkert skyldugur til, að færa þetta fólk fram, þótt hreppsómaginn liafi verið skyldur til þess. Það er, eins og áður er sagt, einungis skylda að færa fram þanu þurfamann, sem sjálfur í raun og veru þarfnast, ,en ekki aðra, og ef sams konar tilfelli og í vor kernur optar fyrir, er sjálfsagt að skjóta málinu aptur undir úrskurð landshöfðingja og reyna að sannfæra hann um, að úrskurðurínn frá í vor muni ekki vera á rökum byggður. í járnbrautarvagninum. Jeg var á ferð í Norður-Frakklandi. Þegar jeg kom inn i járnbrautarvagn- inn, var þar fyrir ung stúlka, for- kunnarfögur. Þegar jeg hafði heils- að kurteislega þessari óþekktu stúlku settist jeg beint á móti henni, en hún hafði búið þægilega um sig í einu horninu í vagninum. Hver skyldi hún vera ? Hvert skyldi húu ætla að fara ? Dálítill malpoki, sem hún hafði í kjöltunni, sýndist benda á, að hún ætlaði ekki langt. I sama augnabliki kom umsjónarmaðurinn til að vitja um járnbrautarmiða okkar. Þá hjelt jeg, að jeg fengi gott tækifæri til að brjóta upp á einhverju samtali, og jeg ætl- aði þegar að taka við hennar miða, en fann þá ekki minn eiginn. Þeg- ar jeg loksins fann hann, hafði hún fyrir löngu fengið umsjónarmannin- um sinn miða og fengið hann aptur. Það gekk þá ekki betur en þetta fyr- ir mjer í það skipti. en jeg treysti þvi, að eitthvert tilfelli mundi koma mjer til hjálpar, og hjelt áfram rann- sóknum mínum með sjálfum mjer. Skyldi hún vera gipt? Skyldi mað- ur hennar bíða eptir henni einhver- staðar, þangað sem hún ætlar að fara ? Skyldi hann ekki öllu heldur hafa orðið eptir í Paris? I stuttu máli, hugsanir míuar fóru óðiiuga út í geim ágizkana og ímyndana. Eptir þetta iiug staðnæmdust, hugsanir mín- ar, og skynsemi mín notaði sjer það, til að hvísla að mjer, að ekki væri annað, þegar menn vildu fá að vita eitthvað, en að spyrja um það. Það er bara áríðandi að koma því iaglega fyrir. Allt í einu hreyfðist vagninn lítið eitt, svo að nú vissi jeg, aðjárn- | brautarlestin var að því komin aðleggja I af stað. Þetta hjálpaði mjer dálítið, j því að í sama augnabliki opnaði jeg | munninn til að byrja . . . . en það má geta nærri, hvernig mjer varð I við, þegar maður kom hlaupandi inn í vagninn, hlammar sj er niður á bekk- inn gagnvart mjer og segir með digr- um róm: „Það mátti ekki seinua vera“. Eptir því að dæma, hvernig hann sagði. þetta, var ekki ástæða til að ef- ast um það, að því er hann snerti, en aptur á móti var það allt annað en þægilegt fyrir mig. Jeg vissi ekki, hvaðan þessi þrjótur gat komið hing- að. Jeg hefði helzt viljað, að hann væri kominn norður og niður, og það þvi heldur, sem jeg sá háðbrosi bregða fyrir á vörum hinnar fögru stúlku, og tvo litla spjekoppa koma fram á kinnuna hennar. Hún var að gera gis að mjer, jeg var hlægilegur, áður en jeg hafði talað, að eins af því, að jeg hafði ætlað að tala, og hverjum var það að kenna? Þorpara, þræl- menni, því að eptir þvi, sem jeg virti j lengur fyrir mjer þennan óboðna gest, því betur fann jeg, að þessi orð áttu j við hann. Hann var ljótur og lura- legur, rauður í andliti, hafði tortryggi- legt augnaráð og var óskammfeilinn á svipinn. Klæðnaður haus var held- ur ekki ásjálegur. Hann hafði ólögu- lega skó á fótunum, var í óhreinum frakka; þá var hálsbúnaður hans ekki betri, og hatturinn var voðalegur. Hver skyldi þessi maður vera ? Hann kveikti svo forvitni mína á sjer, að jeg gleymdi því, að mig langaði til að sýna mig kurteisan við stúlkuna, og jeg gat ekki gert að mjeraðvirða hann nákvæmlega fyrir mjer. Fyrst varð jeg var við, að honum var þstta mjög móti skapi; í hvert sinn sem augu okkar mættust sneri hann sjer undan með auðsjáanlegri feimni. I öðru lagi tók jeg eptir því, að þessi maður hafði engan farangur með sjer ekki einu sinni tösku. Þegar jeg nú íhugaði þetta i sambandi við það, hve skyndilega hann kom inn í vagninn, þegar vagnalestin var að fara af stað, komst jeg að þeirri niðurstöðu, að þetta væri flóttamaður fremur en vand- aður maður, sena ferðaðist eins og aðr- ir menn. Svo langt var jeg kominn í hug- leiðingum mínum, þegar vagnlestin fór að hægja á sjer, sem benti á, að nú værum við rjett komin að fyrstu járnbrautarstöðinni. Þá stakk þessi fjelagi minn höfðinu út um vagnglugg- ann, litaðist um til beggja hliða, • og áður enn lestin var stönsuð, opnaði hann dyrnar skyndilega, stökk út og hljóp eins og fætur toguðu. Nokkur augnabiik sat jeg alveg hlessa, síðan leit jeg út um dyrnar, til þess að gá að honnm, en mjer var ómögulegt að sjá hann innan um þann aragrúa af ferðamönnnm, sem komu út úr vögn- unum. Jeg settist því niður aptur. Okunna stiilkan var allt af að smá- kíma, þó að hún liti ekki á mig. Hún starði á dyrnar, sem jeg- hafði lokað rammbyggilega. . . . Allt í einu rak húu upp hljóð, og mannshöfuð með mikið yfirskegg og þríhyrndan hatt með silfursnúru sást við gluggann, „Verið ekki hræddar, fagra frú, jeg er að gæta inn i vagninn að eins f'yrir varúðar sakir“, og hinn kurteisi lög- regluþjónn fór aptur burt, eptir að hafa kvatt okkur með því að setja höndina upp að hattinum. (Niðurl.). a iTglý si n g a r hvort heldr yfir allan heim (á 1 eða 2 blöðum) eður fir hverja álfu, eðci einstök lönd (S3\27 þml.) ferníseruð á stokk- um, fást pöntuð fyrir 6 kr.; sömu stœrri (50 X.42 þml.) 12 lcr. — Margar aðrar tegundir, náttúrufrœði-veggkort o. fl. Fást að eins p öntuð hjá S. Eymumlssj iii. 528 Allur i'jéðóll'ur, 1 eintak, frá upphafi, er til sölu. Bitstjóri vísar á seljanda. 529 L ý s i u g' á seldurn óskilakindum í Mos- fellshreppi haustið 1887: 1, Mórautt gimburlainb, mark: sueitt ír. hnífsbragð apt. h.; sneiðrifað apt. vinstra. 2. Hvítt gimburlamb, mark: gagnbitað bægra; stýft standfj. apt. v. 3. Hvítt gimburlamb, mark: stig apt. h.; stýft biti apt. v. 4. Hvítt

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.