Þjóðólfur - 30.01.1888, Side 2

Þjóðólfur - 30.01.1888, Side 2
22 í Dover, og var kastað á hann snjókúlum á járnbrautarstöðinni í þeirri borg af aptur- baldsniönnum. — Sunnudaginn 13. nóvem- ber varbardagi á Trafalgar-Squafe í miðj- um Lundúnum. Atvinnulausir menn böfðn baldið svo marga fundi þar, að lögreglu- stjórinn bannaði öll fundarböld á torginu. Þennan dag var tilætlað að balda þar póli- tiskan fund, en lögregluliðið varði torgið. Eptir langa viðureign var herlið kallað til. Fjöldi manna voru særðir, en ekki nema 1 eða 2 til bana. Ekkert varð af fundinum, og brjef frá Gladstone sefaði menn. Reynt hef'ur verið að telja atvinnulausa menn í borginni, og voru þeir yfir 50,000 í desember. —Nokkrir dýnamit-menn hafa verið handteknir í Lond- on og dregnir fyrir lög og dóm. — Frakk- ar og Englendingar hafa gert samning um Suozskurðinn, að hann skuli vera öllum þjóðum jafnheimill og íriðaður í ófriði. Fyr- ir jóiin kom út í London „Life and letters of Charles Darwin“ (æfi og brjef Darwin’s), og þykir það sú merkilegasta bók, sem kom- ið hefur út á Englandi eða jafnvel í Eur- ópu í mörg ár. Forsetakosning Frakka. Eins og menn muna frá síðustu útlendum frjettum, var Wilson tengdasonur Grevys sakaður um. að hafa verið í vitorði með fjárdrætti Caffarels; þegar fyrir rjettinn kom, voru lögð fram brjef frá Wilson, en þegar farið var að gá að, voru þau fölsuð. Nú varð fjarska mikið uppþot. Rannsókn hafin gegn Wilson. Ráðaneytinu Rouvier steypt. Grevy fjekk engan til að vera ráðgjafa, og svo loksins eptir langa vafninga og vífilengur sagði hann af sjer nauðugur 2. desember. Hann hefur verið forseti síðan 1879, og haft 12 ráðaneyti- á þeim tíma. Parísar- búar vopnuðust nú til að vera viðbúnir, ef Ferry, þýskalands vinur, yrði valinn til forseta, að steypa honum strax. Svo fóru þingmenn allir og ráðhcrrar til Versitiiles 3. desember, og völdu um kveldið til for- seta Sadi Carnot með 616 af 833 atkvæð- um. Carnot, sem hann kallar sig nú, er sonarson Carnots hins fræga, sem stýrði hermálum Frakka með svo dæmafárrí snild 1793—94, þegar þeir ráku alla Európu af höndum sjer. Hann er fimtugur og mjög vinsæll maður. Tirard, atkvæðalítill maður er æðsti ráðgjafi hjá lionum. Bou- langer, sem sat í fangelsi frá 14. október til 13. nóvember,. lætur nú lítið til sín heyra. Eptir forsetakosninguna var gert banatilræði við Ferry. Maður nokkur, sem nú er á vitláusraspítala, skaut 3 skamm- byssuskot á hann, en hann varð ekki sár af. Grevy var sparneytinn og sparsamur og það átti illa við Parísarbúa. Hinn nýi forseti horfir ekki í skildinginn. Bæjar- stjórnin í París, sem er mestmegnis sósíal- istar og byltingamenn, reyndi að koma sjer inn á hinn nýja forseta, en tókst það ekki. Carnot kvað ætla að ferðast um Frakkland til að festa vinsældir sínar og þjóðveldisins. Ný lög- á Þýskalandi. Krónprins. Lög um viðauka á útgjöldum til hers og um tolla á kornvöru, voru afgreidd frá þingi fyrir jólin. Þetta þing er þjált og auðvelt fyrir Bismas'k. — Krónprins er enn suður á ítaliu og sagt, að hálsmeinið sje að batna. Bismark vildi víst helst, að það drægi hann til bana. Kona Krón- prins er dóttir Víktoríu og alin upp í ensku frelsi. Hún og maður liennar mundu breyta allri stjórnarstefnu í frjálslegra horf en nú er, þegar Vilhjálmur deyr. Tollar í Bandafýikjunum. Þing var sett í Bandfylkjunum i öndverðum desem- ber. Cleveland forseti sýndi þinginu fram- á, að tekjurnar fjárhagsárið 30. júní 1887— 30. júní 1888 mundu verða 113 miljón- um dollara (1 dollara = 3 kr. 73 au.) meiri en útgjöldin á sama tíma. Eina ráðið til að afstýra þeim ósköpum, að fje safnaðist fyrir og væri brúkað í óþarfa, væri að afnema og lækka ýmsa af hinum háu inn- fiutningstollum í Bandafylkjunum, til að fá jafnvægi. Ef þessu verður framgengt, þá hefur það mikil áhrif á öll vöruverð og viðskipti manna í milli um allan heim- inn. Jafnvel heima á Fróni munu menn finna til breytingarinnar. Háskólar á Rússlandi, Randolph i Pjctursborg. í desember var 5 háskólum á Rússiandi læst og lokað vegna óeyrða. Stúdentar vilja ekki hlýða boðum og laga- setningum kennslumálá - ráðgjafans, og gengur ekki á öðru en ',,pereötum“ (nið- ur með Delianoff) fyrir honum. Randolph Churchill gerði sjer ferð fyrir jólin til Pjetursborgar og hitti Alexander keisara. Hann er þar enn, og mörgum getum er.leitt um, hvað hann ætli sjer, en enginn veit það með vissu nema hann sjálfur. Júbilliátíð páf'a. Skiptajii. Flóð í Kína. Sýningin íHðfn. Veðrátta. Leó páfi hefur haldið júbilhátíð á nýársmorgun, í minningu þess, að þann dag voru 50 ár síðan hann komst í kennimannlega stjett. Hann hefur fengið feiknargjafir úr öllum áttum, en samlyndið milli hans og itölsku stjórnarinnar er ekki sem best núna. — í sundinu milli Frakklands og Englands rákust tvö skip á 18. desem- ber. Annað þeirra sökk og drukknuðu um 120 manns. Hitt komst að landi. Ytarlegar frjettir um afarmikið flóð í Kína stóð í Times á fimtudaginn var. Gula fljótið flóði yfir bakka sína og 1—2 miljónir manna hafa drukknað. Aðrar áreiðanlegar frjettir segja, að 7 miljónir manna hafi drukknað, eða sem svarar því, að allir Norðurlandabúar hefðu farist.— Rússar ætla að senda margt og mikið á sýninguna lijer. Það á að verja 15,000 krónum tíl að . auglýsa um sýninguna í útlendum blöðum. Það oru hörð frost í Miðevrópu og þok- ur miklar á Englandi.- í Galisiu í Aust- urríki urðu 16 manus úti um nýársleitið. Afríka. Englendingar hafa átt smá- bardaga við Ósman Digma kring um Sua- kim við Rauðahafið. Samkvæmt þeirra eigin frjettum, drápu þeir hann opt í fyrra og nokkrum sinnum í hittifýrra, en hann lifir samt enn. — ítalir hafá nú 20—30,000 manns í Massovali og ætla í herforð móti Abyssiniukonungi, Negus Negesti (= kon- ungi konunganna), sem hann kallast. Hann kvað hafa óvígan her til taks á móti þeim og vera ókvíðinn. — Ekki hefur heyrst frá Stanley síðan í júní, en. búist Við frjettum bráðum. Danir hafa verið að þrefa á þingi í 3 daga um víggirðingaritar kring um Höín, og er hcrmálaráðgjafinn hinn vígmannlegasti. Umræðum er ekki lokið enn, og málið verður líklega svæft í nefnd Björnstjerne Björnson hefur farið um Danmörk og haldið fyrirlestra um hjóna- band, fjölkvæni og einkvæni. Nú heldur hann sömu fyrirlestra í Noregi og æltar að halda þá í Finnlandi. Prins Óskar, sem er annar elsti sonur Svíakonungs, trúlofaðist núna fátækri stúlku af aðalsættum og afsalaði sjer öll- um rjettindum konungborinna manna til þess að geta átt hana. „Fjallkonan" og þurrabúðarmannalögin, í 36. tölublaði „Fjallkonunnar11.1887, er grein um „þurrabúðarinannaltígin11 eða „frumvarp til laga um þurrabúðarmenn“, sem-„Fjallkonan“ kallar „frumvarp Þorláks11. Af því, að málefni þetta er í sjálfu sjer eigi litils virði, þar sem það snertir hin helgustu og nauðsynlegustu rjettindi manna, atvinnufrelsið, vil jeg fara um það nokkruin orð- um, og fyrst minnast á greinina í „Fjallkonunni" og svo á frv. sjálft.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.