Þjóðólfur - 24.02.1888, Page 1

Þjóðólfur - 24.02.1888, Page 1
Kemur út á föstudags- morgua. Verð árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg. bund- in við áramót, ógild neraa komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg. Reykjayík, fostudaglnn 24. febrúar 1888. Nr. 11. Kvæðið um Rask. m. (Seinasta grein). , yjer ætlurn t*.ier að minnast lítið eitt a fjandskap dönsku stjórnarinnar við hremlyndið og líta á, kvern skaða Dan- ir og Islendingar hafa haft af þessu. Danir hafa haft stórkostlegt tjón af þessu, og er slikt auðsjáanlegt, þegar menn líta yfir sögu þeirra, og hvernig Danastjórn og danskir höfðingjar hafa farið með sína mestu og bestu menn. Það má taka þetta í stórum stil og Hta yfir aldirnar. Tycho Brahe var einhver hmn mesti stjörnuspekingur, sem uppi hefur verið, en hann gátu höfðingiar Dana ekki þolað, .afþví að hann vildi ekki beygja sig 0g skríða eins og seppi og fyrir það varð hann á gamals aldri’ að fara í útlegð til Austurríkis og enda þar æfi sína. Ágætis- og valkvendið Kristínu Eleónóru, setti Danastjórní hina „verstu dýflissu, Bláturn, og þar fjekk htm eigi að hafa svo mikið sem hníf, heldur bein til að matast með, og er hún vildi stytta sjer stundir með hann- yrðum, þá voru öll áhöld tekin af henni. Þar sat Eleonóra, systir hins einvalda konungs (o: Friðriks III.), og að allra domi saklaus í 22 ár“, segir Páll Mel- steð (Nýja sagan bls. 91), og var orsök- in su, að hun vildi eigi smjaðra fyrir Sofiu Amaliu drottningu. En þá er ekki fallegri meðferð danskra höfðingja á Pjetri Grriffenfeld, einhverjum hinum mesta stjórnvitring, sem uppi hefir ver- ið- Griffenfeld sleikti ekkert utan af því, að hann vildi ekki hafa einhverja prins- essu af Ágústenborg fyrir konu. Hann gáði ekki að þvi, að hræsna dálítið. Svo yeittust Danahöfðingjar að honum og aru a ann lognar sakargiptir og dæmdu hann fra lífi, æril ® i. , ■„ ' u °g gossi. Siðan var hann I«dd„r■ . k»ggp»,lian ST0 v„ gnmmdin mikil, að b»8nffiín var 14tínn reiSa til Mggs, aðnr lia„Q v„ nMaJ. ur, en náðm var svo fójgin { ^yí að hann skyldi sitja í dýflissu alla æfi. ’svo varð þessi ágætismaður að sitja þar i 22 ár, og látinn sæta hinni verstu og harð- ýðgisfyllstu meðferð, og fjekk jafnvel eigi að hafa bækur og skrifföng, til þess að stytta sjer stundirnar í sinni ógurlegu og skelfilegu einveru. Á dögum Krist- jáns VI. var hræsnin beinlínis hinn á- gætasti mannkostur íijá Danastjórn. Það má taka hjer irpp orð Páls Melsteðs í Nýju Sögunni, bls. 155, þar sem hann segir: „Það þótti vottur sannrar guð- hræðslu, að vera niðurlútur, tárast opt og kvarta sáran um þessa heims hje- góma, og hafa það jafnan á vörum, að þetta líf væri ekki annað en tára- og eymdadalur, o. s. frv. Þessi misskilda trúarvandlæting, hafði í för með sjer hræsni og uppgerðar guðhræðslu, því að óhlutvandir menn sáu brátt, að þeim var flestum framinn vis, er ljetust vera guð- hræddir; þessir menn komust til upp- hefðar og embætta, en hinir voru settir hjá, er eigi gátu fengið af sjer, að bera guðhræðsluna utan á sjer og sem til sýn- is með ýmsu undarlegu og óeðlilegu at- hæfi og háttalagi". Nokkru eptir þetta var Struensee uppi, sem komst til æðstu valda í Danmörku og gjörði stórmikið gott og gagnlegt, en hann fór hreint og beint að, og innleiddi þetta, hvað sem hver sagði. En þetta líkaði ekki höfð- ingjum Dana, heldur gjörðu samsæri móti Struensee, ljetu dæma hann til dauða og hálshöggva, en síðan setja á steglur og hjól. Um aldamótin var P. A. Heiberg uppi og sagði höfðingjum Dana til syndanna, en þetta hreinlyndi gátu þeir eigi þol- að, heldur lögleiddu þá hjá sjer hin o- frjálslyndustu prentlög og ráku hann síðan úr landi, og misstu með því af- bragðsmann, sem elskaði þjóð sína meir en nokkur landa hans um það leyti. Moltke var í æsku hjá Dönum, en hon- um leiddist hræsnin og tepruskapurinn við dönsku hirðina og fór sjálfkrafa af landi burt; hjá Þjóðverjum fjekk haun að nota sina krafta, og er nú meiri hers- : höfðingi en nokkur annar í fieimi. Þegar vjer nú lítum á þetta og sjá- um, hvernig höfðingjar Dana hafa farið með sína mestu og bestu menn, þá get- ur hver maður gjört sjer í hugarlund, hverjar afleiðingarnar hafa orðið. Enda er það sannast að segja, að Dönum hef- ur jafnt og þjett farið hnignandi í marg- ar aldir og það stórkostlega. Það get- ur engin þjóð þolað það, að höfðingjar hennar ofsæki bestu og hreinlyndustu syi\i hennar á allar lundir, setji þá í dýflissu, hálshöggvi þá eða reki úr landi. Það eru ekki svo margir ágætismenn, sem fámennar þjóðir framleiða, að þær geti látið slikt viðgangast, án þess að líða af því stórkostlegt og voðalegt tjón. ímyndum oss, að Danir hefðu haft gæfu til að halda Griffenfeld við stjórn sína, eða farið að ráðum Heibergs, eða getað haft Moltke sem sinn mann. Mundi þá ekki margt vera öðru vísi nú, en orðið er ? En höfðingjar Dana hafa ekki þolað hreinlyndið og því hefur farið svo, að nú lítur nærri því fit fyrir að danská ríkið muni líða undir lok. Eriðrik VI. Danakonungur var mjög heimskur maður, og undir einvaldsstjórn hans fór Dönum ákaflega hnignandi, og þó er það nærri óguðlegt, hvað höfðingj- ar Dana gátu hræsnað fyrir honum og smjaðrað hann. Árið 1807 missti hann flotann fyrir glópsku sína, 1814 missti Friðrik Noreg og skömmu siðar varð ríkið gjaldþrota, en þó hafa menn ein- mitt frá þessum tíma óhæfilegt oflof um hann frá helstu vísindamönnum Dana. Það má gefa smekk af slíku lofi í for- mála fyrir út.gáfu af Gulaþingslögum Magnfisar lagabætis 1817. Fyrst skrökva þeir upp á konung öllum mögulegum og ómögulegum dyggðum og afreksverkum, en bæta svo við: „Þessum ódauðlegu velgjörningum Yðar Hátignar við ríkið, eigum vjer að þakka vora sælu, vor ölt- uru, vora arna, vort föðurland, svo að Þjer verðskuldið af öllum að nefnast fað- ir fósturjarðarinnar. Þetta nafn ber Yð- ar Hátign með þeirri gæsku og náð,- að Þjer veitið jafnvel hinum lítilmótlegastá þegni aðgang til Yðar Hátignar og ekki látið neinn harmandi útganga frá Yðar milda og rósemdarfulla augliti, með því, að Þjer með ráðum og dáð bænheyrið óskir allra og lifið með þegnunum eins og faðir með börnum sínum, jafn öll-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.