Þjóðólfur - 02.03.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.03.1888, Blaðsíða 1
Kemur flt & föstudags- morgna. Verft árg. (60 arlia) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. jflli. ÞJÓÐÓLFUR. Oppsögn sJirífleg. bund- in við áramöt, ögild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg. Reykjavík, föstudagiim 2. mars 1888. Nr. 12. MINNI F0 RNGRIPASAFNSINS. SUNGID í SAMSÆTI Á 25 ÁRA AFMÆLI ÞESS 24. FEBR. 1888. Miimingu helgað Menjsrsafn dýrast Fóstraði lifnandi Framfara öld; Þj óðræktar afsprin gs, Þroska sem náði, Hálfþrítugs afmæli Höldum í kvöld. Minnst skal með lieiðri, Hversu vor lýður Alls þurfa stofnun Ástfóstri tók; Fremd hennar fann hann Fremd vera sína, Munum og meiðmum Mest hana jók. Ei mátti saka Hglur þótt vældu: „Hrak er þitt eigið, hrind því fyr> öorð“; Hátt gall í móti: „Heiðra þitt eigið“, Djarflega kveðið Drengskapar orð. Nem þú hið nýja, Níð ei hið gamla, Virð það sem vert er Veit því ei grand; Nútíð við fortíð Nornirnar tengja Heilögum síma, Högg ei það band! Lýsing hins liðna, Lifandi myndir Horíinna alda Hlutirnir tjá; Skipið á skriði, skálinn með tjöldum, Sjón mörg í anda Sjest gegn um þá. Hvarflandi hugur Hverfur að leiði Manns, er að þjóðsafni Mest allra vann; Stofnun hann reisti, Studdi og leiddi, Lítil sem engin Launin þó fann. Hrímlands á stalla Hans hefur logað Lífsfórnar eldur Litinn af fám; Nú skín hans mæra Minningarstj arna Hátt á þess himni Heiðum og blám. Meðan enn stendur Minningar hofið, Geymandi þjóðkært Gripanna safn, Gullstöfum letrað, Ljómi þar jafnan Sæmdar á skildi Sigurðar nafn. Vaxi vort þjóðsafn, Vegur þess hækki, Ein er það þjóðmeiðs Áðalgrein sönn, Aldurs það njóti, Öflugt það standist Níðhöggs og tiðar Nagandi tönn. Shp&. SÁ. Alþing og landsmálin. í Fjallkonunni liefur cand. juris Hann- es Hafstein skrifaði grein um þjóðerni, þjóðvilja og pólitík, þar sem hann með- al annars segir, að íslendingar haíi síð- an 1874 „ekki barist fyrir neinn öðru en því, að draga störf stjórnarráðsins inn í landið“. Þessi orð miða til að rýra á- lit alþingis og koma inn röngum skoð- unum hjá almenningi. Þótt Arnljótur eða Tryggvi hefðu komið með þau, hefð- um vjer ekki svarað þeim, því að það er alkunnugt, að almenningur hendir eng- ar reiður á orðum þeirra. En af því að þessi orð eru komin fram af munni lög- fræðings, sem nýkominn er frá háskól- anum í Kaupmannahöfn, þá þykir Þjóð- ólfi þess vert, að athuga þau. Og verða þau þá jafnfráleit, hvernig, sem þau eru skoðuð. Sjera Þórarinn, Grímur Thomsen og hinir konungkjörnu börðust eins og ljón fyrir launum embættismanna á fyrsta löggefandi alþingi 1875, og barátta þess- ara manna mun verða Islandi því ó- gleymanlegri, sem þeir unnu algjörðan sigur í baráttu sinni, og því eptirminni- legri er hún, sem þeir berjast enn í dag fyrir ýmsum launabitlingum, og hafa jafnan sigur. Margir hafa bari'st gegn þessu, og sumir allrösklega. — Sama er að segja um flest alþjóðleg mál, sem til eru. Auk stjórnarskrármálsins hafa íslend- inga-r barist fyrir menntunarmálum al- mennings, skólamálum, kirkjulegum mál- um, lækna- og heilbrigðismálum, kvenn- frelsismálum, búnaðarmálum, sveitamál- um, fiskiveiðamálum, verslunarmálum, bankamálum, toll- og skattamálum o. fl. Það má með sanni segja, að það eru fá mál á dagskrá annara löggefandi þinga i heimi, sem eigi hafa verið á dagskrá á alþingi íslendinga, og þar verið bar- ist um þau. Það hefur heyrst áður, að alþingi hefur verið ámælt fyrir, að það hefði allt of mörg mál með höndum, en hitt hefur aldrei heyrst, að það hefði gefið sig við of fáum málum. En þótt menn skoði það eitt baráttu, sem er andvígt stjórninni, þá er skoðun hr. H. Hafsteins eins fráleit. Meiri hluti alþingismanna hefur barist gegn stjórn- inni í mörgum fleiri málum, en stjórn- arskrármálinu, og í stjórnarskrármálinu hefur lengi vel ekkert verið barist við stjórnina. I fyrstu 10 árin eptir 1874 var engin barátta gegn' stjórninni í því máli, heldur í allt öðrum málum. Hjer skal nefna að eins þau lög, sem stjórn- in hefur sjmjað staðfestingar, og skal nefna af atvinnumálum: lög um fjár- kláðann, um fiskiveiðar, sem enn eru á prjónunum, lög um einkarjett, um brú-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.