Þjóðólfur - 23.03.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.03.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudage- morgna. VerB árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrír íá. jálí. Dppsögn skrifleg. kund- in y iö Aramöt, ögild nema komi til útgefanda fyr- ir "1. október. ;)til XL. árg. Reyhjayík, föstudaginn 23. niars 1888. Með því að myndirnar af Benedikfc Sveinssyni, sem nokkrir nýir kaupep.d.ur Þjóðólfs gátu fengið, eru upp gengnar fyrir löngu, biðjum vjer nýja kaupend- ur að vera þoKnmóða, þangað til vjer getum látið prenta myndina að nýju, og skulu þeir þá fá hana sjerstaka. Nokkur orð um heyásetning. I 7. blaði Fjallkonunnar 7. þ. m. Stóð grein um heyásetning, auðkennd með stjörnu. Telur höfundurinn rjett að ræða þetta mál „einnig utan þings, svo ræki- lega sem föng eru áa, og er þetta rjett, því að þetta mál er eitt hið alvarlegasta 'Velferðarmál hjer á landi. Því er það «kki hörmulegt og sárgrætilegt, að hugsa sjer, að viku eða hálfsmánaðar harðindi að vorinu geta komið góðum mönnum j á vonarvöl og eyðilagt heilar sveitir? j Og er það ekki hryllilegt, að hugsa sjer aumingja saklausar skepnur, sem fæða landsbúa og klæða, deyja kvalafnllum hungurdauða? Jú, það er svo og meira ■en, það. Þetta er landinu til skammar og skaða, og öllum góðum mönnum til skapraunar. Það er að visu satt, að mönn- nm hefur verið vorkun, og þó er þetta ■ekki guði að kenna; það er eingöngu j mönnunnm sjálfum að kenna. Ef menn- irnir væru skynsamir, hyggnir og ráð- deildarsamir, þá þyrfti ekki ein einasta kind á íslandi að deyja fyrir hungur og | hor, og þó að dauska rentukammerið hafi haldið fyrir hundrað árum, að ef hyggi- lega væri sett á heyin, og fjenu ætlað nóg vetrarfóður, „þá mundi sauðfjárfjöld- inn, ásamt með þeim arði, sem. honum fylgir, verða heldur en ekki rýr“, þá er þetta bæði háskaleg og röng kenning, og á móti henni hafa mælt flestir bestu menn íslands frá Páli Yidalin, Jóni‘ Ei- rikssyni, þangað til alþing íslendinga á- lyktar að það sje hegningarvert ekki að eins að láta fjenað falla úr hor, heldur og að láta Ijenaðinn „verða horaðan“. En jeg skal nú ekki fara frekar út í þetta, því að það er nú víst viðurkennt af öllum skynberandi mönnum, að það sje mest um vert í búskapnum að hafa svo mikil hey, að maður verði ekki hey- laus, þótt vetur verði harður. Jeg skal að eins nefna þessi orð úr hinu fróðlega riti Sæm. Eyjólfssonar „Um harðíndi“: „Þú skalt ei'gi setja á vetur méiri penirig en ])ú getur haft foður fyrir, hversu milí- \ il harðindi sem koma. Þettei er jafnv.el hiÚ æðsta og helstá hoðorð í allri' þj<§9- megunarfræði, er síreftir landbúnað ís- j lands“ (bls. 19). Það er einkennilegt, hvernig lmgmynd- in um heyásetning er kömin upþ. Það er ekki á síðari helming 18. aldar, eins og höf. í, Fjallk. minnist á, hfeldur a næstu öld á undan, og það kom ekki upp í neinni nefnd*, heldur hjá ungum manni, sem af einlægri ættjarðarást tók sig til að skrifa rit utai viðröist íslands, en síðan varð sá maður frægur fyrir rit sín og var þetta Páll Yídalin. Á síðari hluta 17. aldar dundu afarmikil harðindi yfir landið. Ejenaðurinn fjell úr hungri og segir Jón Espólín um veturinn 1796: „Átu þá lifandi hestar hina sem dauðir voru .. . en fje ull hvað af öðru“ (Árb., YIII.. 50); bændur fóru á vonarvöl og gengu bónbjörgum um landið, en rán °g þjófnaður keyrði fram úr hófi og dó fjöldi manna úr hungri ár eptir ár. Ár- ið 1699 dó enn fjöldi manna, „dóu 70 undir Jökli", segir Jón Espólín og þá var vetur svo harður, að „þá var riðið úr G-arði yfir Stakksfjörð inn á Vatns- leysuströnd, en álptir og sjófuglar lágu hrönnum við sjóinn, frosnar til bana“ (Arb., VIII., 63). Einmitt þetta ár skrif- aði Páll Yidalin rit sitt um viðreisn Is- lands, sem hann kallaði: „Ueo, regi, patriæ“ (guði, konunginum og föður- landinu). Rit þetta gaf Jón Eiríksson síðar út 1768 og jók miklu við, og er það hið merkilegasta rit í alla staði. *) Það er misgáningur lijá ’höf. í Pjallkonunni, að þeir Páll Vídalin og Árni Magnússon, hafi verið í Lands-Commissioninni 1770, þvi að þá eru þeir báðir fyrir löngu dauðir, þeir voru í nefnd 1702, en í Lands-Commission- inni vom þeir A. Holt, Þorkell Jónsson Pjeldsted, T. Windekilde og skrifari Eyjólf- ur Jónsonius. PáU Vídalín barmar sjer stórum yfir | því og undrast það stórum, að menu vorU’ nærri eins og tilfinningarlausir fyr- ír harðindnnum; þessu tók hann eptir, jjegar hinn stórkostlegi hafls la við land- ið 1695. „Menn heyrðu alla barrr^ sjer yfir þeim mörgu og miklu landplágum, sem dundu yfir menn: en ekki varð vart við. að nokkur hugsaði um nokkur úr- ræði, enginn sagði eitfc einasta orð, hvern- ig m,pnn ættu þá að komast á laggirnar aptur., og hvernig menn ættu að sjá .sjer farborða gegn slíkum áföllum í framtíð- inni. Þegar hin fyrsta angist var farin með ísnum, og sjórinn varö auður og fór að gefa arð af fiskiveiðunum, kom svo stórkostleg gleymska yfir flesta menn, að menn skildu hafa haldið, að eigi hefði hin minnsta hætta áfct sjer stað“ (Deo, regi, patriæ, bls. 13). Þetta telur Páll Yídalín ógæfu fyrir landið og hana mikla. I riti sínu ranu- sakar hanu fyrst orsakirnar til hnignun- ar landsins og síðan rannsakar hann, hver ráð eigi að hafa þvi fcil viðreisnar, og leiðist hann þá eðlilega til þess, að eptirlit með heyásetning manna sje eitt af þeim ráðum, sem þurfi að hafa til að reisa landið við aptur. Þessu hefur Jón Eiriksson vorið alveg samdóma og skoð- að málið enn nákvæmar en Páll Vída- lín; orð þeirra Páls Yídalins og Jóns Eiríkssonar eru ólíkt skynsamlegri en rentukammersbrjefið frá 19. júní 1787*; og hygg jeg því, að almemiingi muni þykja fróðlegt að sjá, hvernig þessir á- gætustu menn sinnar tiðar hafa litið á málið. Orð Páls Vídalíns hljóða svo: „Landbúnaðurinn gæti eflst mikið við það, ef amtmaðnrinn ljeti sýslumennina í hverri sýslu gjöra rannsókn einu sinni á ári um Mikjálsmessu- leytið, á hverjum bæ í sveitinni, og krofja hvern bónda til reikningsskapar fyrir sumarvinnu hans, einkum hversu mikilla heyja liann hefði aflað eða gæti hafa aflað, miðað nákvæmlega við tún og engjar og vinnufólk, og enn fremur, hversu mikinn *) Sú tilgáta í Fjallkonugreininni er fjarri öll- sanni, að eigna Jóni Eiríkssyni þetta brjef, bæði er það beint á móti skoðunum hans og svo var hann dáinn, áður en þetta brjef er skrifað.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.