Þjóðólfur - 20.04.1888, Qupperneq 1
Kemur út á föstudags-
morgua. Verft árg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg. kund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XL. árg. ______________Reykjarík, föstudaglnn 20. apríl 1888. Nr. 20.
Sigurður Guðmundsson málari.
IV.
Starfi Sigurðar í Rcykjavík og dauði.
Þegar Sigurður var 24 ára, ljet hann,
eins og áður er sagt, prenta ritgjörð sína
í Nýjum fjelagsntum, en 25 Ara settist
hann að hjer í Reykjavík. En fjórum ár-
um seinna skriíaði liann „Hugvekju til
íslendinga", og þegar Sigurður var rjett
þrítugur, var Forngripasafnið stofnað. E»að
kemur ekkcrt af sjálfu sjer, og síst hjer
á fslandi undir iliri og óþjóðlegri stjórn.
Við jarðarför Sigurðar orkti skáldið
Steingrímur Thorsteinsson kvæði um hann
og líkti honum þar við reynirunn, er hann
kveöur svo um:
„Á bjargi reynirunn eg sá
Rauðgræna limið liefja;
Ur klungururð hann óx í þrá
Við allt, sem vildi kefja,
Og síst þó fengi sólu mót
í sannri hæð að skarta,
í sannri dýpt hann seigði rót
Við sinnar móður hjarta“.
Það var margt, sem viidi kcfja á þeim
tímum, en Sigurður óx í þrá. Sigurður
varð ekki frægur sögumálari, sem allt
benti á að liann mundi verða. Ættjarðarást
lians og lífið hjer í Rcykjavik beindu huga
hans í aðra stefnu. Starfi hans varð þýð-
ingarmeiri fyrir ísland en sagnamálvcrk.
Forngripasafnið, tilvera þess, vöxtur og
viðgangur, var honum að þakka, og ef
hann hefði ekki verið á meðal vor, hefð-
um vjer nú ekki haldið 25 ára afmæli
þess hátíðlegt. Þá var eigi þýðingarlaus
slarfi hans til að endurhæta íslenskan
kvennbúning. Áður en Sigurður málari
endurbætti liann, var hann orðinn herfi-
legur, sem hver getur sannfærst um við
að lesa ritgjörð hans um kvennbúninga á
Islandi. „Það er illt og broslegt, að sjá‘-‘,
sagði hann, „þegar menn koma í sveita-
kirkju á íslandi og mikið erhaftvið; það
er eins og þar sje saman komnar alls’kon-
ar þjóðir, og sje sín skepnan af hverri
þjóð, er þó þetta einkanlega kvennfólkið;
í sömu kirkjunni er kvennfólk með alls
konar höfuðbúninga og alls konar fata-
snið, svo manni gæti dottið í hug, að mað-
ur væri kominn í grímudans. Sumar
bera „kappa“, sem þær hafa þreytt hug-
vit sitt á að skreyta með alls konar borð-
um, beiglum og útklipptum sepum, svo
þetta lítur út sem merkilegasta þöngulhöf-
uð. Aörar hafa „gjörð“ upp á grænlensku,
en aðrar hafa „dyllu“ eða tyllu, með löngu
horni aptur af hnakkanum, öldungis upp
á tyrknesku. Aðrar hafa liatt á höfði með
stóru skygni, sem stendur fram og upp af
höfðinu, miklu meira en nokkur hjálm-
j gríma með tveimur klóm á kollinum, sem
ógna tveim himinsáttum“.
Á þessu er nú orðinn hinn mesti mun-
ur, og er það ólíkt nú, að koma í sveita-
kirkju og áður. En hvílíkt erflði þurfti
eigi til að endurbæta búninginn? „Fáir
vissu betur en jeg“, segir H. E. Helge-
sen í æflágripi Sigurðar, „hve miklum
tíma hann varði til þess ár eptir ár, að
aðstoða islenskar konur í því, að sauma
kvennbúninginn“. Hann var vakinn og
sofinn í því, að leiðbeina þeim með upp-
dráttum, sniðum og hjálpa gullsmiðunum
til að setja „stýl“ á kvennsilfrið.
Það er hægt að skoða veru Sigurðar í
Khöfn sem undirbúning undir lífsstarf lians.
En aðalverk hans var Forngripasafnið og
ísl. kvennbúningurinn. En auk þess hafði
hann ýmislegt annað fyrir stafni. Áður
en Sigurður málari settist að lijer í Reykja-
vík, höfðu menn ofurlítið átt við að leilca
leikrit hjer í Reykjavík, en þegar Sigurð-
ur kom, fjekk þetta nýtt líf. Hann bjó
út „lifandi eptirmyndir“ (Tableau) af Hjálm-
ari og Örvar-Oddi eptir bardagann við
Sámsey. af Helga Hundingsbana og Sig-
rúnu, er hún var hjá honum í hauguum,
og þótti mönnum mikils um vert. „Voru
hvorartveggja myndirnar svo ágætlega ein-
kennilegar. að herklæðum og öðrum forn-
aldarbúningi, að vart verður nær komist“,
segir Jón G-uðmundsson í Þjóðólfi 2. febr.
1860. Um veturinn áður en Sigurður
skrifaði „Hugvekju til íslendinga“, voru
leiknir bjer í Reykjavík „Útilegumennirn-
ir“ eptir sjera Matthías Jochumsson, sem
þá var í skóla. Efnið i þeim er, eins og
kunnugt er, frá öndverðri 17. öld, og var
því ekki á allra færi, að búa allt svo út,
að rjett væri bæði að búningum og öðru.
En það eru svo margir, sem hafa sjeð,
liversu Sigurður bjó leiksviðið snilldarlega
út, og málaði tjöldin fagurlega, að vjer
skulum ekki tala neitt um það. Sigurð-
ur málari var lífið og sálin í ýmsum leikj-
um, sem fóru fram hjer í Reykjavík næstu
ár. Og það er alkunnugt, hvað hann
gjörði sjer mikið far um, að setja „Hellis-
mennina“ vel í „scenu“, og það var þeg-
ar hann var að mála tjöldin til þeirra, að
að hann kenndi þess sjúkleika, sem dró
hann til dauða. Sigurður vann miklu
meira; hann hjelt áfram til dauðadags að
safna til „kultursögu“ íslands úr fornrit-
um vorum, og svo segir H. E. Helgesen
í „Æfiágripi" hans, að Sigurðurhafi varið
til þess miklum tíma hinna síðustu ára
sinna. Hann ritaði um húsakynni frá upp-
hafi, listaverk, hirslur og tjöld og einnig
um vopn fornmanna, hestbúnað og verk-
færi til 1400. Enn fremur ritaði hann
um búning karlmanna til 1400. Enn frem-
ur hafði hann búið fil hannyrða uppdrætti
til hins íslenska skautbúnings og undir-
búið nokkra til prentunar. Hann orkti
skáldleikinn „Smalastúlkuna“ og kvæðið
„Aldarhroll“, sem allt, er óprentað, nema
nokkuð af uppdráttunum til hins íslenska
skautbúnings; enn fremur bjó hann til
ýms kort og myndir og ritaði um Þing-
völl „Alþingisstað liinn forna“ með mynd-
um og korti, og kom sú ritgjörð á prent
fjórum árum eptir að hann var dáinn. í
niðurlaginu á formálanum segir hann svo:
„Jeg liefi ekki ráðist í það. af því að jeg
hafi treyst mjer til þess, heldur af liinu,
að jeg sá, að það þurfti að gjöra sem
fyrst, áður en allt gleymdist, en jeg vissi
ekki til, að neinn ætlaði að reyna það í
bráð, og er það stór undur og mikill skaði,
að það skuli hafa dregist, svo lengi, því
allar þessar rannsóknir verða því örðugri
og ófullkomnari, sem menn draga þær
lengur; en fyrst að hjer er nú ekki orð-
ið um auðugri garð að gresja, sem menn
þó einungis geta kennt um sínu eigin kæru-
leysi og forfeðra sinna, þá verða menn
að taka á móti þessari fátæku byrjun, held-
ur en engu“.
Eru þetta ekki falleg orð af fræðimanni ?