Þjóðólfur - 27.04.1888, Qupperneq 1
Kemur út á föstudags-
morgua. Yerö árg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. jálí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg. bund-
in viö áramót, ögild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XL. árg.
Reykjayík föstudagiiin 37. apríl 1888.
Nr. 31.
Lagaskólinn og stjórnin,
-Þegar stjórnin neitaði lögum um stofn-
un Lgaskóla, sem alþing samþykkti 1885,
bar hún helst fyrir fjárhagsástandið. Á
þingi í fyrra snmar var slegmn varnagli
þessu með því að ákveða, að lögin
skyldu þá fyrst koma til framkvæmdar,
er alþing hefði í fjárlögunum veitt fje
skólans. Nú hefur stjórnin enn neit-
að lögum þessum. En hverjar eru á-
stæðurnar? Allar hinar gömlu, að ís-
lendingar hafi ekkert skynbragð á vís-
indum o. s. frv., og svo ein ný ástæða.
En hun er sú, að „stofnun lagaskóla sje
eptir eðli smu atriði í skipulagslöggjöf-
mn)“ (den organiske Lovgivning). Ráð-
gjbr. 18. febr. 1888.
Torskilin gerist nú stjórnin. Hvaða
löggjöf ætti það að vera, sem í andstæði
við lagaskólalögin er eptir eðli sínu ó-
skipulags löggjöf, eða den uorganiske
Lovgivning = hin líflausa löggjöf?
Stjórnin segir enn fremur, að lands-
höfðingi sje sjer samdóma. Það var
hann þó ekki á alþingi 1885, og heldur
ekki í sumar, en ef þetta er rjett, þá
sjest enn, að fleiri geta snúist í laga-
skólamálinu en Arnljótur Ólafsson, og
er það leiðinlegt, ef landshöfðingi er
veg snúinn i þvJ rnáli. En svona
gengur þetta; stjórnin fær hina æðstu
embættismenn til að verða sjer sam-
doma, og sjest þá best, hverja þýð-
mgu það hefur, þegar stjórnin er að
rjettlæta sig gegn almenningsálitinu i
útlöndum með því að segja, að hún fylgi
ahti landshöfðingja í öllum innanlands-
malum. Þetta sagði hún 1886, og gat
me því varpað sandi í augu þeirra, sem
) þekktu, að landshöfðingi beygir sig
y’alltl stjórnarinnar.
«nn fremnr, ,..S al-
þ e hat ajalft ,3 l»„dsejó3-
„r nn Sem atendnr sje skfei fer J aS
greiSa kostnað þann, 8tofcun ’M.
ans hetur 1 tor með sier“ u
. , . 1 ■' Þetta eru
hrem og bem osannmdi, og er það leitt
að hafa þá stjórn, sem ekki að eins neit-
ar þarflegustu lögum, og stríðir á móti
framförum landsins, eins og henni er
mögulegt, heldur einnig fer að segja ó-
satt í opinberum skjölum, til þess að
fegra með því framkomu sína. Hvenær
ætli íslendingar losist við þessa leiðu
stjórn?
Nokkur orö um vegabætur,
Eitt af framfarasporum liverrar þjóðar
eru vegabætur og greiðar samgöngur á
sjó og landi; enda kosta hinar framfara-
mestu þjóðir heimsins árlega ærnu fje
til vegabóta og til að gera sem greið-
astar samgöngur í löndum sínum. Flest-
ir munu mjer samdóma um, að þess sje
einnig þörf hjer hjá oss, þar sem óbliða
náttúrunnar og illir vegir hindra opt
vegfarendur frá því, að geta framkvæmt
erindi sín í ákveðinn tíma.
Þótt hjer megi teljast lítill vinnu-
kraptur í samanburði við vegalengd á
landinu, þá mun þó meira hindra fram-
farir í þessa stefnu fjeleysi, heldur en
verkmanna skortur, sjer í lagi hjer í
Kjósar- og Grullbr.sýslu, þegar litið er
til þess mikla tómthúsmannafjölda, sem
er í sjávarhreppunum, er vanalega ganga
iðjulausir utan sláttar og vertíða, af því
að þeir hafa enga atvinnu, sem gefur
þeim noklíuð i aðra hönd; ekki svo mik-
ið, að þeir vinni hampinn í inniveru sinni,
til sinnar litlu netaiitgerðar, og segja,
að það borgi sig ekki, heldur kaupa vinn-
una af öðrum þjóðum, eða rjettara taka
til láns gegn um kaupmenn; venur þessi
staða þeirra þá svo á vaxandi iðjuleysi,
þar til örbirgðin neyðir þá til, að kveina
við sveitarstjórnirnar um lán sjer til
bjargar, sem þeir loksins margir hverjir
aldrei geta borgað, og fátækrastjórarnir
þá ekki hafa önnur ráð en biðja sýslu-
nefndina um hallærislán á lán ofan;
mundi nú ekki vera ráðlegra fyrir hlut-
aðeigandi stjórnarvöld, að útvega slíkum
mönnum eða hreppum atvinnu við þau
fyrirtæki, er gagn væri að, fyrir þann
einstaka og það almenna? Má þar til
telja þær nauðsynlegustu vegabætur; —
væri ekki eins hyggilegt þannig að út-
vega fátækum mönnum atvinnu, en minna
til halJærislána, sem reynslan mun sýna
að hlutaðeigendum verður örðugt að
borga og þeir hafa svo að segja uppjet-
ið með iðjuiausum höndum?
Á þennan hátt virðist mögulegt, að
bæta að nokkru leyti úr atvinnuleysinu
að minnsta kosti hjer í sýslu; ætti eigi
að þurfa að útvega til þessa miklu kaup-
dýrari menn frá öðrum löndum, eins og
gert var 1886, — og er þó veginum, sem
þeir gerðu, stórlega ábótavant, það er
nú reynsian búin að sýna (sjá B.—4. tbl.
þjóðólfs þ. á.) — og það því síður, sem
vjer höfum lærða búfræðinga, sem kunna
að mæla vegi og vegastæði, og yrði þá
fje því, sem lagt er til veganna, varið
að öllu leyti í þarfir iandsmanna, sum-
part til að greiða fyrir samgöngunum og
að hinu leytinu að útvega þeim atvinnu,
er hennar þurfa, og með því spara þær
voðalegu og ómanndómslegu haiiærislán-
beiðslur, sem — því miður — hafa orð-
ið að eiga sjer stað í þessum harðinda-
árum.
Þær vegabætur, sem virðast ættu fyrst
og fremst að ganga fyrir, er brúun vatns-
failanna, einkutu hinna smærri, sem vjer
erum færir um að standast kostnað af,
en opt verða mönnum og skepnum að
farartálma, einkum á vetrum, þegar
vatnavextir eru; því að til lítils er að
kosta miklu fje til vegagjörða yfir sJjetta
mela, holt og hæðir, og svo koma ár og
lækir, sem ómögulegt er yfir að komast
svo dögum skiptir og geta orðið bæði
að Jífs- og eignatjóni; það sannar reynsl-
an opt og einatt og síðast í vetur, er
póstfarangurinn glataðist hjá vestanpósti.
Sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu
hefur nú um næst undanfarandi ár Ját-
ið briia: 1. Hamarskotslæk í Hafnarfirði,
2. Hraunsholtslæk, 3. Arnarneslæk, 4.
Kópavogslæk, 5. og 6. Elliðaárnar, 7.
Yarmá í Mosfellssveit, 8. Fossá í Kjós,
að mestu leyti af sýslusjóði, og hefur
það að engu leyti orðið tilfinnanlegt hlut-
aðeigandi gjaldendum, nema hvað það
auðvitað hefur orðið að draga nokkuð
frá öðrum vegagjörðum sýslunnar; enda
hafa vegafarendur lýst ánægju sinni yfir