Þjóðólfur - 04.05.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.05.1888, Blaðsíða 1
Kemur út & föstudags- morgna. Verð 4rg. (60 arka) 4 kr. (erlindis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Oppsögn skrifieg. liund- in yið áramðt, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. oktðber. XL. ár>í. Reykjarík föstudaginn 4. maí 1888. Nr. 22. Þjóðólfur berst einbeitt fyrir þjóðrjettind- um íslendinga. Hann er blað hinna yngri framfaramanna. Sögusafn Þjóðólfs. dytur sögur og fræðandi greinir eptir bestu höfunda. í þessu tbl. byrjar saga, sem gerist aust- ur á Súmatra á Indlandseyjum. Nýlr kaupendur geta fengið Þjóðólf frá júlíbyrj- un þ. á. til ársloka fyrir 2 kr. og fá þeir ókeypis og kostnaðarlaust sent þaS, sem þá verður komið út af Sögusafni Þjóðólfs: Faiigann í Kíiluisus, Vesturfarann osr Indíanana, Helenu aðra og byrjun á fjórðu sögu og æfi- sögu Sigurðar málara alls 150 bls. Þeir, sem útvega 10 nýja kaup- endur fá auk sölulauna ókeypis 1 expl. af 38.—40. árg. Þjóðólfs (árin 1886, 87 og 88). Útlendar frjettir. Höfn 18. aprll. 1888. Dauði Yilhjálms keisara og Þýska- land. Keisarinn lagðist 7. mars. Um kvöldið 8. mars, frjettist, að hann væri dáinn. En hann lifnaði við aptur og var ekki aldauða fyr en kl. 8V2 föstu- dagsmorgun 9. mars. Hinn 91. fæðing- ardagur hans var 22. mars. Síðustu nóttina, sem hanr. lifði, vöktu Bismarck. Yilhjalmur, elsti sonur krónpriusins, og dotitir keisai a, kona stórhertogans af Baden, við banasæng hans. Hann talaði orð á stangli við prinsinn t. d.: „Komdu þjer vel við Rússakeisara; það er best fyrir oss alla“. Hann talaði um herauka Þjóðverja, um sambandið við Austurríki, um Frakka o. s. frv. Bismarck tilkynnti þinginu lát keisara og viknaði svo. að menn þóttust heyra gráthljóð í rödd hans sýndist hann tárfella. Nú er að segja frá krónprinsinum í San Eemo. Honum hafði legið við köfn- un, svo skorið var op framan á barkann 9. febr., og sett silfurpípa í, til þess að hann næði andanum. Hann fjekk að vita lát föður síns þannig, að honum var fært brjef með utanáskript „Friðrik keis- ari“. Hann sá þegar, hvernig stóð á þessu og baðst fyrir í einrúmi. Laug- ardaginn 10. mars lögðu þau hjónin af stað til Þýskalands. Úmbertó Ítalíu- konungur kom og hitti hann, áður en hann fór úr landi hans, á járnbrautar- stöð; þeir föðmuðust, en keisari má ekki tala, en verður að rita á miða allt, sem hann segir 1 tali við menn. Bismarck tók á móti honum í Leipzig og kysst- ust þeir keisari, er þeir hittust. Bis- marck var í vagni hans alla leið þaðan til Charlottenburg. Það er höll utan til við Berlín, sem nú er aðsetur keisara. Aðfaranótt mánudags var lík Vilhjálms keisara flutt til dómkirkjunnar í grenj- andi kafaldsbyl og sett á pall fyrir alt- ari. Þar stóð það uppi þangað til á föstudag og var fólki leyft að sjá það. Þrengslin í kring um dómkirkjuna voru svo mikil, að lá við meiðingum og lög- regluliðið átti fullt í fangi. Nú komu mörg konungmenni til Berlínar, þar á meðal krónprins Dana. Hinn 16. mars var líkið flutt í stórkostlegri hátíðagöngu til kapellunnar í Charlottenburg, þar sem Hohenzollernættin er grafin. Blys brunnu á báða vegu alla leið og ótelj- andi manngrúi fylgdi. Því næst komu út 2 opin brjef frá keisara, sem kallast, Friedrich III. Ann- að var til þjóðarinnar, og talar hann í því mikið um föður sinn og segir, að Þýska- land sje nú sannarlegt bjarg friðarins. Hitt er til Bismarcks, og er um stefnu og stjórnarhorf. Það er langt og segir keisari meðal annars, að hann vilji bæta kjör fátækra, spara og ljetta sköttum af mönnum, fækka embættismönnum, haga menntun og uppfræðingu þannig, að mönnum lærist að lifa eptir efnum sín- um, en ekki freista annara með sællífi og munaði o. s. frv. Þingin í Höfn og Stokkhólmi höfðu minnst dauða Yilhjálms keisara. Bismark þakkaði a þingi fyrir allar þær sorgarkveðjur, sem höfðu kom- ið til Berlínar frá öllum heimum og geimum. Sjerstaklega þakkaði hann Danaþingi, sem hefði sýnt Þýskalandi velvild þrátt fyrir sárar endurminning- ar. í marslok kom ágreiningur milli keis- aradrottningar og Bismarcks. Alexand- er af Battenberg, hinn alkunni Búlgariu- fursti, og Viktoría, dóttir Friðriks keis- ara, höfðu lengi verið að draga sig sam- an, en Vilhjálmur keisari vildi ekki lofa þeim að eigast vegna Rússakeisara. Nú ætlaði keisaradrottning að kalla Alex- ander til sín og lofa þeim að eigast, en Bismarck kvaðst mnndu víkja úr völdum, ef slíku yrði framgengt og fjekk keis- ara skjal, 30 blaðsíður, með röksemdir móti þessu hjónabandi. Um tíma vissu menn ekki, hvort mundi verða hlut- skarpast, drottning eða Bismarck. En einn dag sátu þau á tali 2 tíma, og er sagt, að drottning hafi þá loks látið und- an með þeim skilmála, að dóttir sín mætti eiga manninn seinna, þegar vænna áhorfðist. Ýms blöð höfðu nefnt til menn, sem áttu að taka við embætti Bismarcks, en þeim varð ekki að því í þetta sinn. Á Norðurþýskalandi hafa mörg fljót flóð yfir bakka sina. Viða er landið eins og sjór, sem kirkjuturnar standa upp úr og há hús. Skaðinn er talinn 70 —80 miljónir og er verið að safna samskot- um. Herlið hefur verið sent til að hjálpa til að stemmastigu fyrir flóðinu. Drottn- ing er nýfarin þangað, til að bæta úr neyðinni sem mest má. lioulanger og þjúðveldið franska. Ilinn 24. febrúar voru nokkrar auka- kosniugar til þings á Frakklandi. Við þær fjekk Boulanger 54,000 atkvæði, og er þó enginn hermaður kjörgengur sam- kvæmt liinum frönsku lögum. Þetta varð honum ekki gefið að sök, því hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.