Þjóðólfur - 04.05.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.05.1888, Blaðsíða 2
86 var laus allra mála við það eptir sögn hans sjálfs. En í mars fór að kvisast, að Boulanger hefði sjest í París í dul- arbúningi með blá gleraugu og gengið haltur. Enginn hermaður má yfirgefa sína stöð í óleyíi hermálaráðgjafans, og foringjavöld voru tekin af Boulanger, en hann var ekki rekinn úr hernum. Nú tóku 12 þingmenn, sem eru Boulangist- ar (fylgismenn Boulangers), sig saman um að láta kjósa hann við aukakosning- ar 25. mars, þó hann væri enn ekki kjör- gengur. Hann fjekk flest atkvæði á öðr- um staðnum, en á hinum var kosinn maður, Eelix Pyat, sem hafði tekið þátt í uppreisn jafnaðarmanna í París 1871. Nú þótti stjórninni nóg um, og var skipuð dómnefnd af herforingjum, sem dæmdi Boulanger rækan úr hemum 27. mars. Nú þakkaði Boulanger fyrir kosn- inguna, en kvaðst mundu taka við kosn- ingu í einu afnorðurfylkjum Prakklands; þeir skyldu taka þann, sem hefði flest atkvæði næst sjer. Hinn 30. mars var ráðaneyti Tirards steypt, er það vildi ekki ganga að endurskoðun á stjórnar- skránni, en sama dag sendi Boulanger kjósendum sínum norður frá brjef, og kvaðst vilja endurskoðun ástjórnarskránni og nýjar kosningar til þings. Þingið og stjómin væri máttlaus og ónýt. Floquet, forseti neðri deildar, sem síðast var getið, skipaði ráðaneyti. Ný blöð risu upp í París, sem hjeldu fram Bou- langer. Út um allt land var útbýtt almanökum, sem voru mestmegnis um hann, og spáð, að hann mundi sigra Þýska- land í maí 1890. Kosningin átti að fara fram 15. apríl. Þjóðveldismenn sáu, að hjer var farið að grána gamanið, eink- um þegar sást, að allir Napoleonssinnar og margir konungssinnar greiddu at- kvæði með Boulanger. Þeir sögðu kjós- endum, að hann mundi leggja út í stríð og eyðileggja Frakkland. Boulanger var kyr í París og gaf sig ekki að því, þó þeir segðu, að hann væri harðstjóraefni, ætlaði sjer að myrða frelsið og þjóðveld- ið o. s. frv. Hann var valinn og fjekk 100,000 atkvæðum meir en sá, sem flest íjekk næst honum. Þetta var stórkost- legur sigur. Ferry, foringi hins stærsta þjóðveldisflokks á þinginu, sagði í ræðu, að ættjörðinni væri hætta búin af þess- um Catilínu (níðing); það væri svívirða fyrir Frakkland, ef það ljeti nú aptur mann á borð við Napoleon 3. múlbinda sig. Þjóðveldismenn yrðu að vera sam- taka og samlyndir. Þing Frakka kem- ur saman eptir páskafríið á morgun. I París eru seldar myndir, sem sýna Bou- langer krossfestan, ráðaneytið fyrir neð- an krossinn, og Bismarck í Júdasarlíki nokkuð fjær. Á Englandi er verið að ræða á þingi um frumvarp til sveita- og hjeraðastjórn- ar (local government bill). Það þykir vera frjálslegt og vel úr garði gjört, þó það sje mesta vandaverk, og Œadsíones flokkur er ánægður með það. A Irlandi hefur nokkrum fundum verið tvístrað af lögregluliði og voru harðar umræður um það á þingi. ítalir eru að draga lið sitt heim frá Afríku. Þeir hafa verið 3 mánuði rúma á þessari herferð, en aldrei þorað að fara út fyrir sínar víggirðingar. Abyssiníu- menn hafa heldur ekki þorað að ráðast á víggirðingarnar. Þeir hafa látið sjer nægja með, að senda hvor öðrum tón- inn. Hvorttveggi kvað nú vera á heim- leið. Danmörk. Þingmenn voru sendir heim hjer 1. apríl og var leitað um sætt- ir með stjórninni þann dag, en gekk ekki saman. En margir af vinstrimönn- um vildu ganga að viðunanlegum kost- um af stjórnarinnar hálfu á þessu há- tíðisári, en hún setti of harða kosti. — Konungur varð sjötugur að aldri 8. apr., og var þann dag mikið veisluhald og brossaregn. tJm sama leyti hjelt Gieorg Œikkjakonungur 25 ára stjórnarafmæli sitt, en faðir hans heldur sitt ekki fyr en í haust. Nú er búið að verja rúmum 1,800,000 kr. í sýninguna. Þjóðverjar og Englending- ar taka þátt í henni. Listaverk frá Frakklandi eru farin að koma til Jacob- sens, sem hefur tekið að sjer að hýsa þau. Túborgar ölbruggarar eru að láta reisa afarmikla flösku á sýningarstaðnum; hún á að fyllast ölflöskum, og er mörg rið að ganga upp á stútinn. Ymsir mun- ir eru farnir að koma, en flestum þykir sýningin vera opnuð of snemma (18. maí). Noregur. Þar fóru í vetur fjórir úr ráðaneyti Sverdrúps. Eptir mikið þref og málalengingar á þinginu komu loks í þeirra stað 4 vinstri menn; helstur þeirra er hjeraðsdómari "Walter Scott Dahl. Yetrarhðrkurnar í mars hafa verið miklar og ís er enn í Eystrasalti, og öll- um sundum milli eyjanna. Samgöngur eru þvi enn óreglulegar. í Bandafylkj- unum var svo harður snjóbylur í mars, að fólk varð úti á götunum í New York, frjettaþræðir slitnuðu; matlaust varð á ýmsum stöðum og út um landið varð fjöldi manns úti. Hjer í Höfn voru hlaðn- ir npp ótal snjókarlar og snjókerlingar, til að safna samskotum handa fátækum í kassa; komu á þennan hátt inn margar þúsundir króna. Brú ylir Frakklandssund. Frakkar og Englendingar hafa mælt, hvað djúpt sundið milli Frakklands og Englands er alla leið yfir um, þar semmjóster. Það er í orði að leggja brú yfir sundið, og verður bún allt að 5 mílur danskar á lengd, og er áætlað, að hún muni kosta um 1000 miljónir franka. 19. aprll. Friðrik keisara hefur versnað aptur. Ný silfurpípa hefur verið sett i barkann á honum, en læknarnir eru hræddir um, að meinsemdin sje komin neðan til í barkann og jafnvel í lungun. Reylcjavík, 4. maí 1888. Póstskipið Laura kom hingað 1. þ. m. Með því komu kaupmennirnir W. 0. Breiðfjörð, Þorlákur Ó. Johnson, John Coghill, Jón Jónsson í Borgarnesi, N. Chr. Grram, ingeniör Bloom og D. Thorn- sen, Petersen og S. E. Sæmundssen versl- unarmenn, enn fremur 4 íslendingar frá Ameríku og frá Vestmannaeyjum skips- höfn af frakknesku fiskiskipi, sem strand- að hafði. Laura fór í gær morgun til Akraness og Hafnarfjarðar og ætlar það- an til Vesturlands. Yersiunarskipin til íslands komust eigi út frá Khöfn fyrir ís fyr en 22. f. mán. Verslunarfrjettir frá Höfn 17. f. m.: Saltfislcur seldist nú síðast, sunnlenskur J stór hnakkakýldur 55 -59 kr., vestíirskur óhnakkakýidur 60— 65 kr. Vegna sam- gönguleysis, sakir vetrarríkisins og þar af leiðandi þurð á matvælum, komst fiskurinn í svona hátt verð, en annars ekki glæsi- legt útlit með verð á honum í sumar, sak- ir mjög mikils afla í Noregi og samkeppni við Frakka. -— Harðfiskur er því nær hættur að seljast. — Ull gengur illa út á Englandi og útlit fyrir heldur lágt verð á henni. — Rúgur rússneskur, 100 pd. á 4 kr.; rúgmjöl 4 kr. 45 a.; bankabygg 7 kr. til 7 kr. 50 a.; kaffi 56—60 a.; kandís 22 a.; hvítasykur 19 a.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.