Þjóðólfur - 11.05.1888, Page 1

Þjóðólfur - 11.05.1888, Page 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verð árg. (60 arka) 4 kr. (erlindis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júli. ÞJOÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg. bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg. Reykjavík fðstudaginn 11. maí 1888. Nr. 23. Heimflutningsmálið. Þetta mál hefur verið aðaláhugamál Rvíkurdeildarinnar hin síðustu ár, og er nú komið á það stig, að hún hefur sam- þykt að höfða mál gegn Hafnardeildinni. par sem málsókn þessi hlýtur að hafa mörg hundruð króna útgjöld í för með sjer fyrir fjelagið, þa virðist það eðli- legt, að blöðin skýri fyrir þeim mönn- um, sem árlega gjalda tdlög sín til fje- lagsins, hvað hjer er um að ræða og hvað vi„nst við Þessi útgjöld, sem tæplega jjoina vel heim við tilgang fjelagsins, sem samkv. 1 gr. fjelagslaganna er, ,,(td stydja og styrkja íslenska tungu og bbkvísi, og menntun og heiður hinnar íslensku þjöðar“. Eins og kemur fram í umræðunum, gem prentaðar eru hjer í blaðinu, þá er 0iál þetta allvafasamt, og að minnsta posti er það víst, að ekki einn einasti lögfræðingur í Khöfn hefur verið sam- dóma Rvíkurdeildinni, svo að það gef- ur grun um, að málið muni eigi vera eins auðunnið, og sumir halda, og jafn- vel fullt eins líklegt, að málið tapist, eins og að það vinnist. En ef Rvíkurdeild- in tapar sínu máli, þá er útgjöldunum við malið varið alveg til ónýtis, og þá má með fullum sanni segja, að málssókn- in sje bæði skömm og skaði fyrir deild- ina og allt fjelagið í heild sinni. En setjum svo, að Rvíkurdeildin vinni málið þá er þó lítið fengið í aðra hönd, því að þá getur H.deildin fellt heimflutnings- málið á fundi, og er þá ver farið en heima setið. Hvemig sem vjer því virðum málið fyrir oss, þá verðum vjer að að telja það óheillarað, sem R.d. befur tekið i máli þessu, og það því fremur sem H.d. bauð ekki óaðgengileg boð í vetur: að láta af hendi við hana 1700 kr. tekjur á ári gegn þvi, að hún fengi aptur 500 kr. af þessu árlega og að R.deildin hlypi undír bagga með henni að borga skuld, sem verður borguð að fullu á næstu 10 árum. R.d. ,getur þannig fengið nokkurn tekjuauka þegar í stað, sem á næstu árum fer upp í 1200 kr., en að þessu vill hún ekki ganga, heldur fara í -kostnaðarsamt, tvi- sýnt og þýðingarlitið mál. Stjórn fjelagsins fjekk þessu framgengt. með 8 atkvæða mun, og þó að hún þann- ig hafi sigri að hrósa, þá er óvíst, að fje- lagsmenn utan Reykjavíkur, bæði hjer á landi og í útlöndum, kunni henni þakk- ir fyrir að verja fjelagstekjunum til mála- ferla i staðinn fyrir að styðja bókmennt- ir landsins, og er óskandi og vonandi, að Rvíkurdeildin ákveði áður en langt um líður, að hætta við þessa málsókn. Nokkur orð um söng og söngskemmtanir.* -A/VA/VAArAlV Það verður ekki sagt, að Reykjavík- urbúar haíi farið varhluta af skemmtun- um í vetur, þar sem nálega í hverri viku hafa verið haldnir fyrirlestrar eða sam- söngvar og opt hvorttveggja. Skemmt- anir þessar hafa allar verið vel sóttar, enda þott hinar bestu. Um fyrirlestr- ana hefur mikið verið rætt og ritað í blöðunum, en minna um sönginn. Söng- flokkarnir „Harpa“ og fjelag hins lærða skóla hafa ávallt að maklegleikum feng- ið lof fyrir söng sinn og eins hinir á- gætu söngmenn Stgr. Johnsen og tann- læknir Nickolin. En það hlýtur hverjum manni, sem veitir þvi eptirtekt, að þykja undarlegt, að aldrei skuli hafa verið sungið nokkurt lag með íslenskum texta á öllum þessum samsöngvum, þar sem þó mjög mörg lög, eptir fræg tónskáld, eru til með íslenskum texta undir, og það hefur stundum kveðið svo rammt að þessu, að útlendur texti hefur verið tek- inn fram yfir ágæta ísl. þýðingu t. d. í fyrravetur í latínuskólanum, þar sem hið fræga lag „Ólafur Tryggvason“, sem er til í ágætri íslenskri þýðingu eptir skáld- ið Stgr. Thorsteinsson, var sungið á dönsku. Úr þessu hefur þó fjelag eitt, sem lítið hefur borið á, bætt að nokkru leyti. Fjelag þetta var stofnað í vetur undir forustu Halldórs bókb. Þórðarson- ar, og eru í því ýmsir iðnaðarmenn og *) Sakir rúmleysis í blaðinu hefur hingað til dregist að láta grein þessa koma. Ritstj. fl. Jónas Helgason hefur kennt í fjel. þessu og hefur þar sýnt hið góða lag, sem hann hefur á því, að kenna söng; því það liggur í augum uppi, að það er erfiðara að kenna mönnum, hvað sem er, þegar þeir eru orðnir fullorðnir, heldur en þegar byrjað er þegar í æsku. Fje- lag þetta söng nú nýl. hér í bænum og þótt kraptarnir ef til vill ekki væru eins miklir eins og í hinum fjelögunum og lögin ekki eins margbrotin, þá þótti söng- urinn fara mjög vel. Lög eptir fræg tónskáld svo sem Bergreen, Yennerberg, Abt o. fl. voru sungin með íslenskum textum. Auðvitað voru útlendir textar undir þeim lögum, sem ekki voru til í íslenskri þýðingu. Enn fremur var þar og sungið hið undurfagra en látlausa lag „Við hafiðu, eptir Jónas Helgason, og væri það mjög æskilegt, að fjelöginsyngju einnig þessi fáu lög, sem til eru eptir íslensk tónskáld, og stuðluðu með því að því, að þau breiddust út og yrðu að þjóðlögum. En það, sem vjer einkum höfum á móti hinum útlendu textum, er, að með lögunum berast þeir i hræðileg- um útgáfum út um landið og af því leiðir, að undir hinum fögru lögum er sunginn sá kveðskapur, sem enginn mað- ur, hverrar þjóðar sem er, skilur nokk- uð í. Yjer viljnrn pví með líniirn pessum skora á hina stærri söngflokka, að þeir fylgi dæmi Jiessa fjelags í |)vi, að þeir ávallt, þegar því verður við komið, sýngi íslenska texta, og að heir jafnvel hlutist til um við skáldin, að peir þýði eða yrki undir jieim lögum, er þeir syngja, einkum ]ió þeim, sem eru fögur en látlaus og einföld, og sem mest líkindi er fyrir, að breiðist flt. Að skáld vor muni fást til þess, drögum vjer ekki í efa, einkum þar sem vjer vitum, að Stgr. Thorsteinsson hefur stundum gert það. Vjer vonum til, að söngfjelög þessi láti optar til sín heyra og einkum flti í vor, þegar veðurleyfir, til þess að einnig þeir, sem sakir efnaleysis ekki hafa getað heyrt söng þennan í vetur, geti fengið að njöta þeirrar skemmtunar, sem fagur söngur veitir. Reykjavík, l mars 1888. ___ Ó. Beykjavík, 11. maí 1888. Iíökmenntafjelagið. Fundvir haldinn í Rvík- deildinni 5. þ. m. til að ræða um samninga við Hafnardeildina. Hfln hefur nfl boðist til að láta af hendi við Rvd. allar tekjur fjelagsins hjeðan af

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.