Þjóðólfur - 25.05.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.05.1888, Blaðsíða 1
Kerriur út 4 föstudags- morgna. VerB ftrg. (60 arka) 4 kr. (erlindis 5 kr.). Borgiet fyrir 15. jftli. ÞJÓÐÓLFUR. Oppsögn skrifleg, bund- in viB áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg. Iíeykjavík fSstiidaginn 25. maí 1888. Nr. 25. Grænlandsför Nansens. Ems og getið var um í síðasta blaði, ^etlar norskur vísindamaður Nansens, sá er kom hingað með Thyru um daginn, a< ^ara þvert yfir Grænland í sumar, til að rannsaka hinn mikla is eðajökla, sem þar eru uppi í landinu. Það hafa opt venð gjörðar tilraunir til að komast þvert y r Grrænland, sem allar hafa misheppn- ast að meiru eða minnu leyti. Sá, sem lengst hefur komist inn á jöklana, var Nordenskiöld 1883 og 2 Lappar með honum, sem komust um 44 mílur frá vesturhrúninni austur eptir. Árið sem leið var síðast gjörð tilraun i þá átt af amenkskum verkvjelafræðingi (ingeniör) að nafni Pearys og dönskum manni Maigaards. Allir þeir, sem gjört hafa þessar tilraunir, hafa farið af' stað írá vesturströnd Grænlands, þar sem byggt er; og ef þeir hefðu komist þvert yfir landið að austurströndinni, þar sem ó- byggt er og allt fullt af is, hefðu þeir orðið að fara aptur til baka vestur yfir, td þess að komast aptur til mannabyggða, og þannig orðið að fara tvisvar sinnum þessa hættufullu ferð yfirjöklana, Þetta e ur Nansen mjög ísjárvert, og því ætl- ar hann að lenda við austurströndina og fara þaðan vestur yfir til byggðarinnar á vesturströndinni. Nansen heitir fullu nafni ErithiofNan- sen, fæddur 1861 í Kristianíu, er um- sjónarmaður við safn í Bergen (Bergens musæum), varð dr. í heimspeki 28. f. m. við háskóiann í Kristjaníu fyrir náttúru- fræðislega ritgjörð. Þeir, sem með hon- ™ eru r förinni, eru lautenant 0. Chr. Dietnchson 32 ára, stýrimaður 0. N. Sverdrup 33 óra, bóndi Kr. Kristiansen 23 “-a> °g 2 Lappar, S. J. Balto, 27 ára °.g ,0-. ,Ravna 46 á™. Allir eru þeir roskvir skiðamenn, djarfir, sterkir og hugaðir menn“, segir norskt bkg eitt um þá. Þeir fóru til ísafjarðar með Thyru, þar tekur selveiðaskipið Jason þá og flytur til austurstrandarinnar á Græn- |andi. En þar er ís mikill, svo að skip- getur ekki sett þá á iand. Þeir hafa þvi með sjer bát, ijettan og mjög vel gjörðan, sem þolir mikinn þrýsting af ísnum. Ætla þeir að draga bátinn yfir isinn; en eptir því sem Nansen tók ept- ir á selveiðaskipi þar 1882 heldur hann, að innst við ströndina sje auður sjór, svo að þar þurfi þeir bátinn til að komast í land. Að því búnu ætla þeir að fara einhverstaðar þar sem hentast þykir upp á jökulinn og vestur yfir. Það gefur að skilja, að för þessi er mjög hættufull, þar sem fara verður um 90 milur yfir jökia og ísauðnir. Það er þvi áriðandi, að allur útbúnaður og nesti sje svo ijett, en jafnffamt svo hagan- legt, sem unnt er. í nesti hafa þeir svo kallað Pemmikan (þurkaðkjöt blandað með feiti) og lifrarposteikur, þurrkað brauð °g kjötkex (meat biscuits), sem hefur ver- ið fengið beinlinis til fararinnar frá ensku verslunarhúsi einu, og sjokólade. Allt er þetta geymt í pjáturdósum. Til drykkjar verða þeir að hafa mestmegnis snjó, sem þeir bræða í dálítilli suðuvjel, sem er skipt í 2 hólf, og er þannig út- búin, að um leið og snjór er bræddur í efra hólfinu, er soðin ertusúpa eðasjo- kólade í neðra hólfinu. Til eldsneytis hafa þeir vínanda, og á eigi að láta á lampann í hvert skipti meira en með þarf, tii að hleypa suðu í það, sem er í neðra hólfinu. Af vínanda hafa þeir með sjer 20 litra (rúma 20 potta), sem gert er ráð fyrir að endist í 60 daga. En hvernig á að flytja allt þetta? Á skíðasleðum, sem eru þannig útbúnir, að maður kemst áfram með þá, hvernig sem færðin er, hvort heldur hláka eða frost. — Það er heldur ekki óhugsandi, að þeir geti siglt á sleðunum eptir jöklun- um; mundi það gera ferðina stórum greið- ari. Á Grænlandi er venjulega austan- átt, svo að allar líkur eru til, að þeir fái byr. Þeir hafa tjald með sjer, sem má taka sundur í 5 hluta, og má hafa sem segl sinn partinn á hvern sleða. Tvo hvílupoka hafa þeir með sjer til að sofa í, og ætla að sofa 3 í hvorum. Hvílupokarnir eru búnir til úr olíusmurð- um hreindýraskinnum. Á fótunum hafa þeir náttúrlega sokka og svo eins konar skó, sjerstaklega vel fallna til fararinnar. Skíði þeirra eru klædd stáli að neðan, til þess að þau renni sem best í krömum snjó, og að neðan eru þau á kafla um miðjuna klædd elgskinni, og vita hárin aptur, til þess að skíðin renni ekki aptur á bak, er upp á móti er farið. Ef skíðum yrði ekki við komið, hafa þeir með sjer indíanska snjóskó, sem fengnir hafa verið frá Kan- ada. Auk þess hafa þeir þrúgur, sem algengar eru í Noregi. Enn fremur eins konar ílát, sem má fylla með snjó og stiuga inn á sig, svo að snjórinn bráðn- ar. Þannig geta þeir og fengið sjer drykkjarvatn, án þess að eyða eldsneyt- inu til að bræða snjóinn. Loks hafa þeir með sjer snjógleraugu til að brrika á leiðinni yfir jöklana. Jafnvel i sólskins- lausu veðri er birtan svo mikil frá þess- um endalausa ísfláka, að þeir gætu jafn- vel orðið blindir, ef þeir hefðu ekkert til að hlífa augunum. (Niðurl.). Utanþjóökirkjusöfnuöurinn í Reyðarfírði. AnrAArAðrW (Niðurl.). ísafold segir, að þetta sje frá skilríkum manni, sem ekki muni vilja gjöra fríkirkjumönnum rangt til af ásettu ráði. Getur verið; en þó þykir mjer hjer kenna einhvers þess anda, að þetta muni ekki skrifað af neinum frí- kirkjuvini. „En iátum nú þetta vera“ segir brjefritarinnu, ef þessi fríkirkju- stofnun gæti borið einhverja góða and- lega ávexti, þá væri það góðra gjaida vertu. Höf. steypir hjer yfir sig skrúða miskunseminnar; hann vill ekki áfella, ef hann að eins fær sjeð eða gjört sjer von um einhverja góða andlega ávexti. En því tilfinnanlegri er hinn þungi dómur, þegar hann kemur frá svona miskunar- fúsu hjarta. „Það hlýtur að vera orðið ljóta ástandið11 hugsar eflaust margur, og ljóta uppátækið þessi fríkirkjustofh- un, þegar ekki hefst annað upp úr henni en „minnkandi megun og vaxandi á- greiningur, óánægja og jafnvel ófriður og fjandskapur“. En bótin er, að þessi harði dómur brjefritarans um fríkirkju-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.