Þjóðólfur - 25.05.1888, Side 4
100
KVÆÐI og KVIÐLINGARJ
eftir BÓLli-IIJÁLMAR. |
Búin til prentunar eptir Hannes Haf- ^
Agætt kaup
Til sölu á Akranesi hin svo köllutíu Hoff-
mannshús með tilheyrandi tvíloftuðu íbúðar-
húsi, verslunarhúð, pakkhúsi oy kjallara—
állt þakið með járni — einnig pakkhúsi
sjerskildu á s'ómu löð — áðgang til sjávar
og uppsátur jyrir skip — ágœtlega vel lag-
að til verslunar, eða jyrir Bakarí.
Þeir sem vilja sinna þessu, snúi sjer til
mín undirskrifáðs, sem hef urnboð að selja
eignina.
ReykjavíJc, 11. maí 1888.
John Coghill. 189
ísafold öll frá byrjun, eða einstakir árgangar,
verður keypt fyrir sanngjarnt verð. Ritstjðri Djóð-
ólfs visar á kaupanda. 190
Lárus Jóhannsson lieldur fyrirlestur í Glas-
gow á sunnudaginn 27. (i. m. kl. 5V2 e. h. 191 |
£ i n k a s a 1 a fyrir Danmörkn á
p r j 6 n a v j c 1 n m frá Miililhauscn
og spóiunarvjeium f'rá Chemnitz
með nýjasta og besta lagi fyrir verk-
smiðjuverð. Menn geta fengið að sjá
unnið á vjelamar.
Brúkaðar prjónavjelar f'ást með
hálfvlrði.
Simon Olsen & Co. s Tricotagefabrik.
Kjöbmagergade 50, C, 2. Kbhvn K
_______________________________ 192
F rímerki.
íslensk frímerki eru keypt fyrir hátt verð og
peninga út í hönd eða í skiptum fyrir útlend frí-
merki, ef Jtess er óskað. Brjef með tilboðum og
frímerkjum sendist til
F. Seith, Nansensgade 27,
Kjobenhavn K. 193
Leiðarvfsir til lífsábyrgðarfæst ókeypis
hjá ritstjórunum og hjá Dr. med. Jónassen, sem
einnig gefur heim, sem vilja tryggja líf sitt, allar
nauðsynlegar upplýsingar. 194
Hiö nýja, eleganta og þægilega
opna jeg undirskrifaður í húsi frú Jóhönnu
Kr. Bjarnason
í Aðalstræti hjer í bænum
laugardaginn 26. þ. m.
í húsinu er stór og fallegnr veitingasalur,
og mun jeg par hafa á reiðum höndum alls konar
veitingu bæði fyrir bindindismenn og aðra, einnig
kaffi með alls konar kökum. Allar veitingar verða
fljótt og vel af hendi leystar. Á (lessu hoteili verð-
ur hinn ákjósanlegasti gistingastaður fyrir útlenda
og innlenda ferðamenn, með öllum nauðsynlegum
þægindum og hinni skemmtilegu útsjón í fjölförn-
ustu göf.u bæjarins.
Beykjavík, 24. maí 1888.
E. Zoega. 195
Ágæt þorskhöfuð fást keypt með óvanalega
lágu verði. Þeir, sem kunna að vilja sæta
tilboði (lessu, ern beðnir að snúa sjer til Einars
hreppstjóra Jónssonar í Garðhúsum í Orindavík.
196
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorlelfur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: á Bakarastíg.
Prentsmiöja S. Eymundssonar og S. Jónssonar.
86
samt sem áður einn af þessum sjeðu og kænu Hollend-
ingum, sem vel kunna að leggja hlutina niður fyrir sjer.
Einn morgun heimsótti jcg nokkuð fyr en vantvar
vini mína, og brá mjer eigi allítið í brún, er frú Wór-
mann sagði mjer, að Akmet ben Alí hefði farið þaðan
um miðja nótt, en hafði þó eigi komið þangað fyr en
kveldinu áður. Jeg sá heldur ekki betur en að Wór-
mann sjálfur væri órólegur og í vondu skapi, en Marta
ljet alls ekki sjá sig. Eptir morgunverð gengum við frú
Wórmann niður í garðinn; þar sagði hún mjer, að Ak-
met hefði kveldinu áður beðið Mörtu sjer til handa;
hún kvaðst sjálf hafa þegar sett þvert nei fyrir það,
með því að hún vildi aldrei gefa nokkrum Múhameðs-
trúar manni dóttur sína fyrir konu; maður sinn hefði
einnig verið sömu skoðunar, hversu ábatasamur sem
honum annars fannst þessi ráðahagur vera. Akmet
hafði þá lagt svo mjög að manni hennar, og sárbænt
hann svo lengi, að Wórmann fór til Mörtu og sagði
henni frá erindi Akmets. Marta þverneitaði að giptast
innbornum manni, hversu tíginn og auðugur, sem hann
kynni að vera; en þá varð Akmet alveg óður og upp-
vægur og rauk í burt með hótunum.
„Jeg get ekkí að mjer gert, kæri vinur“, sagði
frú Wórmann að lyktum, „að jeg er alls eigi óhrædd
við hefndir þessa Malaja; hann má sín mikils meðal
87
landa sinna og á hægt með að æsa hina viltu og rán-
gjörnu Bettinga gegn oss. Þessi ungi maður var óður
af reiði, og jeg get búist við öllu illu af þessum hefni-
gjarna mannflokki“.
Jeg reyndi svo sem jeg gat að hughreysta frú
Wórmann, og benti henni á, að nálega allar eignir
stjórnandans í Warseh væru í hjeraðinu Tapanúlí, sem
í mörg ár hefði óátalið verið í höndum hollensku stjórn-
arinnar. Akmet mundi því ekki þora, að beita neinu
ofbeldi gegn mikils metnum hollenskum gósseiganda.
Hr. Wórmann, sem nú var kominn til okkar, var al-
veg á sömu skoðun sem jeg, og sagði:
„Til þess samt sem áður að vera við öllu búinn,
sendi jeg þegar í morgun niður til verslunarstaðar míns
í Tapanúlí eptir nokkrum árciðanlegum mönnum, sem
liafa verið í mörg ár í þjónustu minni,- og lagði fyrir
þá að hafa með sjer vopn og skotfæri. Ef Akmet
skyldi vilja ráða á hús mitt með mönnum sínum, til
þess að ná Mörtu með valdi, þá skal hann finna okk-
ur viðbúna að taka á móti honum. En það er nú lík-
lega engin ástæða til að vera áhyggjufullur. Akmet
mun vissulega hugsa sig vel um, áður en hann ræðst
í að ráða með ofbeldi á eign Evrópumanns. Kona mín
vildi, að við flyttum þegar til Tapanúlí eða Padang,
en jeg sje ekki ástæðu til að stytta verutíma okkar