Þjóðólfur - 29.06.1888, Side 2

Þjóðólfur - 29.06.1888, Side 2
118 úr Skuld, sem varla sást í fyrir ryki. Þau höfðu lengi verið upp undir sperr- unum yfir rúminu mínu, því að þar verð- um við búkariar í okkar moldarkofum, að geyma það lítið, sem við getum eign- ast af blöðum ; annars staðar fer allt í fúa. Þar hitti jeg þá Skuld, sem út kom í Reykjavík 12. jan. 1883, nr. 171; varð þá fyrir mjer grein út af hallæri (og uppgerðar-hallæri). Sjerstaklega lýsir grein þessi ástandinu í Rangárvallasýslu. Undir hana er skrifaður Sighvatur Arna- son. Þar segir svo: „En þess hef jeg orð- ið var, að sumir launamenn, sem ekki fást við búskap, koma því miður stund- um ofókunnuglega að ástandi alþýðu, staða þeirra villir sjónir fyrir þeim, þó að þeir hafi allir nægta nóg, hvað sem ábjátar; það er sitthvað að geta leikið sjer að launum sínum innan fjögra veggja og þurfa ekki annað en fara í vasann til að uppfylla þarfir sínar, sem almanna- fje streymir jafnóðum í aptur um hver mánaðamót, eða hitt að vera að berjast við óblíðu náttúrunnar vetur, sumar, vor og haust, til þess eptir mætti að reyna að halda atvinnuvegum sínum í horfinu, og verða þar á ofan að sjá og reyna stórkostlegan brest á þeim í öllum grein- um. En hinum, sem ekki starfa að nein- um atvinnuveg, en hafa nóg handa sjer og sínum, hættir við að hugsa annað en er um hagi alþýðu og bjargræði henn- ar. Þeir að vísu heyra talað um bág- indi í hörðu árunum, en það er utan við þá og liggur þeim í ijettu rúmi, og á- líta of mikið úr því gjört, af því að það snertir þá ekki persónulega“. Þegar jeg nú ber saman við þennan kafla úr Skuldar greininni, sem jeg hef hjer upptekið, orð og sjerstaklega atkvæði 1. þingmanns Rangæinga, Sighvatar Arnasonar, á alþingi 1885 og 1887, þá finnst mjer koma fram meiningamunur hjá þeim nöfnum. Á þingi 1885 greið- ir þingmaðurinn atkvæði með launavið- bót Tómasar; þá er hann ekki með Schier- beck, og álítur 4000 kr. nægileg laun, en segist vilja launa embættismönnum sóma- samlega. Þetta orð hefur áður veiið brúkað á þingi, en þótti þá of teygju- mikið og ekki heppilega valið. Það væri nú fróðlegt að fá að vita: hvar eru nú landamerkin, hvar eru takmörkin ? Einn kallar það sómasamleg laun, sem annar kallar sultarlaun, eða þá sá sparsami og sanngjarni í kröfum sínum við þjóðina of mikið. Einn embættismaður tekur sjer þá lífsstefnu, að láta reisa sjer dýr- an og veglegan bústað, sem ber af flestu eða öllu því, sem áður hefur verið til hjá fyrirrennara hans, og allt húshaldið svo dýrt, að laun hans ekki hrökkva, þótt há sjeu. Annar þar á móti þræðir spar- semdargötu og lifir þó, að því er mörg- um alþýðumönnum sýnist, allsómasam- lega, þó að hann hafi a/8 minni laun en hinn, og getur verið eins ánægður með sín kjör og engu síður skyldurækinn. (iViðurl.).. Gestur á Grafarbakka. Kvennaskólinn á Ttriey. Samkvæmt ráðstöíun skólanefndarinnar hafa náms- meyjar á kvennaskólanum á Ytriey næstliðna 3 vetur að eins tekið þátt í þeim | námsgreinum, er þær sjálfar hafa óskað sjer. Eptirfylgjandi skýrsla sýnir, hvaða námsgreinir hafa verið kenndar næstlið- | inn vetur, og hve margar námsmeyjar hafa tekið þátt í hverri grein. Bóklegar náms- greinir. Annar bekkur. Pyrsti bekkur. Alls. Verklegar námsgreinir. Annar bekkur. Pyrsti bekkur. Handa- vinnu- bekkur. Alls. Skript . . . 4 15 19 Fatasaumur 4 11 8 23 íslenska (skrifl. Lj ereptssaumur 4 11 3 18 og munnl.) 4 10 14 Hekl .... 1 5 11 6 íteikningur T) 7 7 Prjón .... 1 1 11 2 Landafræði. . 1 4 5 Skattering . . n 3 2 5 Islandssaga. 11 5 5 Blómsaumur . 4 4 2 10 Veraldarsaga . 4 11 4 Flossaumur. . 11 2 n 2 Grasafræði . . 4 4 Krosssaumur . 11 4 i 5 Teikning . . 3 V 3 Knýting. 3 4 ii 7 Söngur . . . 1 5 6 Brodenng . li 2 ii 2 Organspil . 1 )« 1 Stenkteikning. 1 3 i 5 Danska . . . 4 8 12 Húsleg störf 4 11 6 21 Enska . . . •í 1 1 Eptirfylgjandi skýrsla sýnir, hvaðan og hve margar námsmeyjar hafa verið á skólanum næstl. vetur. Þess skal geta, að flestar voru þær 20 í einu, en eins og sjest á skýrslunni, fæstar 14. Sýslur. Annar bekkur. Fyrsti bekkur. Handv. bekkur. Tala 2 tíma-jl tíma- bil. bil. Skem- ur. 2 tíma- bil. 1 tima- bil. Skem- ur. 12 tima-jl tíma- | bil. 1 bil. i nains- Skem-1 ur |; mey.ja. Húnavatnssýsla. . 2 „ 11 5 1 2 n 2 8 ! 20 Skagafj ar ðarsýsla. 1 ' „ 11 4 n 2 ii ;; » 7 Skaptafellssýsla . 1 1 ” 11 11 ;; n ii ;; ” 1 Grullbringusýsla . ii n 11 1 ii ii n •11 « I Tala námsmeyja . 4 ! „ 11 10 i 4 n 2 8 29 Næstliðinn vetur hjeldum vjer mánaðarblað til að rita þar í fyrirsagnir um j ýmsa verklega vinnu, enn fremur var ritaður í það fyrirlestur haldinn af forstöðu- konu skólans um heilbrigði og hollan klæðnað. Þetta blað, sem nefnt er „Vetr- arbraut", verður síðan eign bókasafnsins. Ef einhverjar konur vildu næsta vetur senda í blað þetta fyrirsagnir um eitt eða annað, er þær álitu gagnlegt og gott, yrði það þakksamlega meðtekið. Þær stúlkur, sem ætla að vera á skólanum næsta vetur (1. okt. til 8. maí). ættu sem fyrst að sækja um það til undirritaðrar forstöðukonu skólans. Þar það i hefur á hverju ári reynst svo, að eigi hefur verið nægur tími til að koma nógu fljótt svari til stúlkna, er sótt hafa um skólann langt að, gefst þeim til leyfis að koma á skólann, þó þær eigi yrðu búnar að fá svar. Hver stúlka borgar um dag- inn 70 aura. Þær, sem eigi vilja taka þátt i sláturstörfum, komi til skólans 7. okt. Þær stúlkur, sem verða allan skólatímann (2 tímabil), geta búist við styrk af opinberu fje. Næsta vetur kenna við skólann auk forstöðukonunnar: Dýrfinna Jónasdóttir og Martha Stephensen. Reykjavík, í júní 1888. Elín Briem.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.