Þjóðólfur - 13.07.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.07.1888, Blaðsíða 2
126 að hinir ráðandi menn í Danmörku los- ist við sina fúllyndu tengdamóður, sem þeir svo kalla, á þann hátt, sem þeir síst myndu óska. Reykjavík, 13. júlí 1888. Bökmeimtafjelagið. Síðari ársfundur var haldinn í Reykjavíkurdeildinni 9. þ. m. — Forseti skýrði frá, að nú væri ný- komið út í þessari deild byrjunin á tíma- ritinu og framhald af Sýslumannaæfun- um og Frjettir frá Islandi, og frá Hafn- ard. væri væntanlegt 1 hepti í viðbót við Gátnas. og framhald af Fornbijefas. Hann minntist og á, að stjórn deildarinnar hefði gefið út áskorun um samskot til minnis- varða yfir Rask. Lesið var upp álit nefndar þeirrar (Stgr. Th., Eiríkur Br. og J. ól.), sem sett var í fyrra, til að segja álit sitt um þýðing sjera Mattíasar Jochumssonar á Brand eptir Ibsen, og lagði nefndin til, að fje- lagið tæki ekki þessa þýðingu eins og hún lægi fyrir, en þýðandanum gefinn kostur á að yfirfara hana aptur. — Enn fremur var lesið upp álit frá nefnd þeirri (B. Óls., P. Melst. og Þórh. B.), sem sett hafði verið til að yfirfara fornaldar- sögukafla eptir Hallgr. Melsteð, og taldi nefndin kafla þennan benda á, að verkið mundi verða góð kennslubók og alþýð- leg fræðibók. Þá var tekin til umræðu fundarálykt- un frá Hafnardeildinni. Hún hafði eigi gengið að síðustu boðum Rvíkurdeildar- innar (sbr. 23. tbl. þ. á.) alveg óbreytt- um, heldur gert svo felda fundarályktun um það efni. „Fundurinn veitir fyrir sitt leyti sam- þykki til, að deildir hins íslenska bók- menntafjelags skipti svo með sjer árs- tekjum fjelagsins, að deildin á Islandi hafi til umráða allar fjelagstekjur það- an, en beri jafnframt upp frá því allan kostnað af útgáfu ársritanna Skírnis og Skýrslna og reikninga og borgi Hd. 500 kr. á ári, sem auk þess skal hafa allar tekjur af fjelagssjóðnum og fjelags- tekjur erlendis. Þessi skipti skulu fram fara, eptir að reikriingar eru gjörðir og samþykktir á fundum fyrir árið 1889“. Forseta þótti orðin „beri allan kostn- að“ í þessari ályktun tortryggileg, og gæti verið, að Hd. ætlaði sjer eins eptir sem áður, að sjá um útgáfuSkírnis ogSkýrslna og reikninga, þótt Rvd. bæri kostnaðinn við útgáfuna, lagði því til, að fresta þessu máli, þangað til nákvæmari skýr- ingar fengjust um þetta frá Hd. og sömu- leiðis skuldbinding frá stjórn hennar um, að bera upp lagabreytingar, sem af þessu leiddi (um að eigi þyrfti að skrifa Skírni í Höfn). Páll Briem mælti á móti þess- ari frestun og lagði til að samþykkja boð Hd., en J. ól. andmælti Páli. Yar síðan samþykkt með nokkrum atkvæða- mun svohljóðandi rökstudd dagskrá frá Þórh. Bjarnarsyni, án þess að mönnum væri gefið tækifæri til að ræða um hana : „I þvi trausti, að stjórnin framfylgi af- dráttarlaust ályktun deildarinnar á fundi 9. maí þ. á. um lögsókn á hendur Hd., svo framarlega sem hún fær eigi við fyrsta tækifæri viðunandi skýringu frá stjórn þeirrar deildar, að þvi er snertir síðustu ályktun hennar á fundi 16. f. m., — tekur fundnrinn fyrir næsta mál á dagskránni. Landsliöfðingi var gjörður að heiðurs- fjelaga eptir tillögu fjelagsstjórnarinnar. I stjórnina voru kosnir: forseti Björn Jónsson, fjehirðir E. Th. Jónassen, skrif- ari Þórh. Bjarnason, bókavörður Morten Hansen. Varamenn: B. Ólsen, E. Briein, Indr. Einarsson og Sig. Kristjánsson. Endurskoðendur: B. Jensson og Halld. Jónsson. I tímaritsnefnd: B. Ólsen. E. Briem, Þórh. Bjarnarson og Stgr. Th. Prestvígsla. Síðasta sunnudag var prestaskólakandídat Jón Arason vígður að Þóroddstað í Kinn. Tíðarfar. Síðari hluta f. m. og fyrri hluta þ. m. hafa verið stöðugir þurkar og stundum hitar allmiklir, eptir því, sem hjer gerist, þangað til siðustu tvo daga, að rignt hefur nokkuð. Grasvöxtlir er rnjög rýr, sakir þurviðr- anna. alstaðar sem til hefur frjetst; mað- ur, sem kom núna i vikunni úr Húna- vatnssýslu, sagði þaðan útlit fyrir gras- brest. En mikið getur sprottið enn, ef hagstætt grasveður yrði. _ Aukalæknir. 30. f. m. var læknaskóla- kandídat Guðmundur B. Scheving skip- aður aukalæknir á Seyðisfirði, ásamt Mjóafirði, Loðmundarfirði og Borgarfirði, og fór þangað með frakkneska herskip- inu 9. þ. m. Orðrómur um tollsvik. í 1. tbl. Þjóðólfs, XL. án?.. er „Fyrirspurn“ nokkur um tollgæslu hjer á landi, með undirskript- inni „Jón“, og hafið Jtjer, herra ritstjóri, svarað þar fyrirspurninni almennt, en nieð því jeg verð að álíta, að fyrirspurnin snerti mig persónulega, leyfi jeg mjer að biðja yður um, að ljá eptirfylgj- andi frekari skýringum rúm í blaði yðar. Jeg hefi orðið fyrir þvi á síðastliðnum vetri, að verða grunaður um tollsvik, og var rannsókn sú, sem fram fór. byggð einkum á sjón og sögu- sögn Eggerts verslunarstjóra Laxdals, og ef til vill á veitingahúsbjali, og framkvæmd fyrir áskor- un nefnds Eggerts Laxdals. Með þriðju ferð „Thyru“ á síðastliðnu hausti, komu bæði tollskyldar vörur og tollskrá. Og segir verslunarstjóri Eggert Lax- dal svo trá við próf út af þessu máli 24. nóv. f. á. : „að hinn setti hœjarfógeti hafi á sínum tíma sýnt sjer tollslcrá skipsins „Thyra“ frá síðustu ferð þess í sept. f. á., til þess, að biðja sig að lesa ó- greinilega tölu, og ha.fi hann þá sjeð, aö tilgreind voru sem flutt, hingað 2 fn't af spiritusu, hvort 533 pottar. Nú voru þessi föt álitin auðkenud á tollskránni með merki þess manns, er jeg við og við fæ vínföng frá. Þá byrjaði veitingahúshjal ogannað hjal um það, hve mikið mjer hefði áttað flytjast af tollskyldum vörum með „Thyra'- i nefndri ferð skipsins, en á meðan þesau fór fram, galtjeg bæjarfógeta S. Thorarensen, er þá var kominn heim úr utanför sinni, toll af' þeim vörum, semjeghafði fengið með „Thyra“, og sýndi honum til frekari fnllvissu hleðsluskjal (manifest) skipsins og brjef þess manns, sem föt fyrnefnds Eggerts Laxdal.s áttu að hafa verið merkt undir. Þegar þetta var um garð gengið, kom út á Oddeyri til min snemma morguns 12. nóvhr. í. á. bæjarfógeti S. Tliorarensen og með honum versl- unarstjóri Eggert Laxdal. Koin bæjarfógetinn til þess að rannsaka hús eitt, er undir minni nmsjón var. þar er þessi stóru „föt“ áttu að vera geymd. Ekki kvað bæjarfógeti upp neinn úrskurð um liús- leitina, svo sem 4ú. gr. stjórnarskrárinnar virðist kveða á um, og ekki var bókað hið minnsta um leitina, fyr en þrem dögum síðar, þá var i'yrst haldið reglulegt próf út af þessum grun, bæði ept- ir kröfu minni og skipun amtinannsins yfir Norð- ur- og Austuramtinu, og við þetta próf kom það í Ijós, að grunuriun um tollsvik var algjörlega á- stæðulaus, svo sem vottorð bæjarfógetans, er lijer fer á eptir, sýnir. Með því að jeg þóttist eigi þurfa neinum blöð- um um ]iað að fletta, að verslunarstjóri Eggert Laxdal hefði kær; mig fyrir tollsvik, eða að minnsta kosti vitað um slíkt, þá kallaði jeg hann fyrir sáttanefnd út af þessu, og fór síðan fram vitna- leiðsla í inálinu. Við vitnaleiðsluna játaði liann, að þá er hann skoraði á bæjarfógetann að rann- saka meint tollsvik þau, er um er að ræða, hafi liann (Eggert Laxdal) sagt, að hann hafi skrifað grein i blöðin um það, hvort eigi væri skylda bæj- arfógeta að taka próf, þegar svo stæði á sem hjer, og játaði hanu enn fremur, að liann við sama tæki- færi hefði sagt, að ef þessi grein (en greinin mun vera fyrirspurn sú, sem nefnd er að framan) kæmi út, þá gæti það orðið óþægilegt fyrir bæjar- fógetann eða mig; samt stóð hann fast á því, að hann hefði eigi kærl mig. Af því, að mjer þótti þessi þvættingur injög leiður, og vildi reyna að komast fyrir upptök hans, rjeðst jeg í það. að útvega mjer frumritaða toll- skrá „Thyru“ fyrir umgetna ferð liennar; sá jeg þá, að allur þessi orðrómur um tollsvik, er byggð- ur á hjegóma einum eða. einhverri óskiljanlegri tvi- sýni eða rangsýni Eggerts Laxdals. Að því leyti, er snertir þau 2 föt, sem Laxdal segir fyrir rjetti 24. nóv. f. á.. að liann hafi sjeð að tilgreind voru

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.