Þjóðólfur - 20.07.1888, Side 2
130
.... Nú er allt öðru rnáli að gegna".
(Alþ.tíð. 1885, B., 872. d.). Sjera Þ. B.
ætti að hugleiða þessi sin eigin orð, er
hann spyr, „hvaða vonsjeum árangur“,
og um slíkt ætti hvorki að þurfa að
fræða hann sjálfan nje neinn annan, sem
kunnugur er baráttu Islendinga fyrir
landsrjettindum sínum. Hversu opt hef-
ur eigi verið spáð af apturhaldsmönnum
á þingi og utan þings, að eitt og annað
mundi ekki fást, sem þó hefur loks feng-
ist að meiru eða minnu leyti? Hversu
opt hefur stjórnin ekki lýst yfir því, að
hún mundi aldrei veita þetta eða hitt,
sem hún þó hefur veitt eptir langa
mæðu, er landsmenn gugnuðu ekki í
baráttunni fyrir því ? Það þarf ekki
að nefna fleira en undirskript konungs
undir íslenska texta iaganna, svo og i
verslunarmálið og sjerstaklega stjórnar-
baráttuna sjálfa. Hvernig var ekki
stjórniníþvi máli í byrjun um það leyti, j
sem þjóðfundurinn var haldinn? 0g
með hverju höfum vjer fengið þá litlu
stjórnarbót, sem vjer höfum fengið ?
Ekki með því að gugna og leggja árar
í bát og bíða, þangað til stjórnin sjálf j
legði hana upp í hendurnar á oss. Nei, i
vjer höfum fengið hana fyrir baráttu og
fylgi, og sú reynsla ætti þó að hafa
kennt oss eitthvað, kennt oss að sjá, að
það dugir ekki að láta hugfallast eða |
örvænta og segja: „það er engin von
um nokkurn árangur“. Og lítið traust j
hafa þeir menn á sigri sannleika og
rjettlætis, sem svo hugsa.
B ó k m e n n t i r,
Búnaðarrit II. Útgefandi Hermann
Jónasson. Rvík 1888. í þessum árgangi
ritsins er tekið margt þarflegt fyrir um-
talsefni ekki síður en í fyrsta árgangi. I
Hvar sem er í ritinu, kemur fram margs
konar fróðleikur og bendingar um land- j
búnað vorn, sem hverjum manni er nauð-
synlegt að vita, sem nokkuð fæst við bú-
skap eða hugsar um framtíð þessa lands. j
Fyrsta ritgjörðin er „ Hugleiðing um land-
búnað vorn Islendinga að fornu og nýjuu
eptir Einar Asmundsson. Sýnir höf. þar
með sinni alþekktu skarpskygni fram á
það með ómótmælanlegum rökum, að hnign-
un í búnaði hjá oss íslendingum er að
kenna ranglátri, útlendri og óþjóðlegri
stjórn og stjórnarófrelsi, sem landið hefur
orðið að búa undir. „Stjórnarsaga lands-
ins og búnaðarsaga þess haldast þannig
alla tíð í hendur. Meðan landsstjórnin var
í blóma, þá var búskapurinn einnig í blóma.
Þær aldir, sem stjórnin fór versnandi, fór
búskapnum jafnhliða hnignandi“. segir höf.,
og enn fremur: „Allt ófrelsi verkar á fólk-
ið, eins og deyfandi svefnmeðal og enginn
bóndi er svo óvitur, að hann gefi vinnu-
mönnum sínum inn svefndropa að morgni
dags, þegar hann ætlast til, að þeir vaki
og vinni“. Hefðu þeir menn sjerstaklega
gott af að lesa þessa ritgjörð, sem segja
með miklum spekingssvip, að ísland geti
tekið öllum framförum i búnaði án stjórn-
frelsis, og liugleiða þessi orð Einars Ás-
mundssonar: „ Til þess að búa vel, þarf
dugnað oq táp; en til þess að hafa duqnad
og táp, þarf frelsiu. (Niðurl.).
Beykjavik, 20. júlí 1888.
Strandferðaskipið Thyra kom hingað
að morgni þess 17. þ. m.; hafði ekki
komist lengra en á Seyðisfjörð fyrir ís,
sem þar var á reki suður með. Thyra
fór þegar, til að reyna að komast á hafn-
irnar norðanlands vestanmegin.
Verzlunarfrjettir frá Khöfn. Mönn-
um telst svo til, að saltfiskur í Nor-
egi og Finnmörk muni þetta árið verða
alls um 300,000 skpd. eða nær þriðjungi
meira en i fyrra. Frá Noregi er nú búið
að senda um 40,000 skpd. og hefur það
felit saltfisksverðið um 15°/0. Nokkrir
skipsfarmar af saltfiski kvað hafa verið
seldir til Englands, vestfirskur fiskur
tonið á 17 pd. sterl. stór (rúmar 48 kr.
skpd.) og 16 pd. sterl. smár (um 45]/2kr.
skpd.), en sunnlenskur einu pd. sterl. lægra.
Sökum þess að fiskiaflinn hefur verið
mikill bæði við Noreg og á íslandi hafa
kaupendur á Spáni verið tregir t.il boða
og eigi farið fram úr 40 rmk. fyrir fisk,
útfluttan í júlímán, og þau boð hafajafn-
vel ekki fengist nema fyrir smáfarma,
í ágústmánuði búast menn við miklum
aðburði á fiskimarkaðinum og nú nefnir
enginn liærra boð en 36 rmk. (um 32J/2
kr.) fyrir þann fisk, er þá yrði sendur.
Það hefur verið grennslast eptir verði
á smáfiski í Genua, en kaupendur þar j
vilja ekkert verð nefna, heldur biða fýrst
um sinn, af því að þar er eigi farið að
jeta fisk neitt að ráði fyr en í ágúst eða
jafnvel í septemberm. Verðlag þar mun
fara eptir því, hvort mikið berst að frá
Newfoundland. þó herma menn það með
fullri vissu og teija jafnvel óhugsandi, að
smáfiskur komist þar i jafnhátt verð og
í fyrra.
Eitthvað lítilræði af smáfiski og ýsu
hefur komið til Liverpool og selst fiskur-
inn tonið á 15 pd. sterl. (um 422/8 kr.
skd.) og ýsan í 13 pd. sterl. (um 37 kr.
skd.), en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
hefur eigi verið hægt að fá loforð fyrir
því verði framvegis. — Vestfirskur fiskur
hnakkakýldur, er kom með Thyru seldist
á 50—55 kr., vestfirskur og sunnlenzkur
fiskur óhnakkakýldur á 47 kr. stór, en
40—42 kr. smár og 35—38 kr. fjekkst
fyrir ýsuna. Hjer liggja enn þá hjer um
bil 300 skp. óseld.
Hákarlslýsi ljóst seldist á 34 kr., en
pottbrætt á ðVf. Dökkt hákarls- og
þorskalýsi scldist á 26—29 kr. (210 pd.).
Ull er enn sem komið er eigi farið
að selja, en mcnn búast við sama verð-
lagi og í fyrra. I sundmaga er að eius
boðið 50 au. fyrir pundið.
Ný lög. í viðbót við þau 21 lög. sem
staðfest voru frá síðasta þingi (sbr. 6. og
15. bl. þ. á.) voru staðfest 19. f. m.
22; Lög um bátfiski á fjörðum.
23. Lög um síldveiði fjelaga í landhelgi.
Undirbúningsfundir undir kosningar
til Þingvallafundar hafa verið haldnir í
Kjós, Kjalarnesi og í Mosfellssveit. í
Kjósinni vildu allir fundarmenn nema 1
láta framfylgja stjórnarskrárbreytingunni,
og að þingvallafundurinn tæki auk þess
máls einnig til meðferðar launamálið og
kosningarlögin. Þar voru kosnir kjör-
menn, sjera Þorkell Bjarnason, Þórður
Guðmundsson á Hálsi og Einar Jónsson á
Fremra Hálsi til að mæta á Hafnarfjarð-
arfundinum á morgun, þar sem á að kjósa
menn á Þingvallafundinrf fyrir Kjósar- og
Gullbringusýslu. — Á Kjalarnesinu voru
kosnir kjörmenn Þörður Runólfsson í Mó-
um og Kolbeinn Eyjólfsson í Kollafirði.—
í Mosfellssveit var fundurinn haldinn að
Lágafelli 8. þ. m. Voru þar mættir 13
búendur. Þar var samþykkt með öllum
atkv. móti 1., „að krefjast endurbóta á
stjórnarskránni á líkan hátt og farið hef-
ur verið fram á af meiri liluta þingmanna
á undanfarandi þingum“; allir voru á
því, að spara ætti landsfje til launa, eink-
um til eptirlauna, en verja heldur meiru
fje úr landssjóði til vega- og brúagjörða,
og að koma upi» ullarverknaði, að minnsta
kosti einni verksmiðju í landinu; að æski-
legt væri að tolla aðfluttar feitivörur.
Fundarmenn ljetu í ljósi ánægju sína yfir
styrknum til sveitakennara, en voru óá-