Þjóðólfur


Þjóðólfur - 20.07.1888, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 20.07.1888, Qupperneq 4
132 götu sem afi lians, til þess að ávinna sjer hylli hinuar þýsku þjóðar og traust ann- ara ríkja, sem eru í sambandi við Þýska- land. Stórkostlegir eldsvoðar. í Svíþjóð hrunnu þrír bæir, Sundsvall, Umeá og Lilla Edet, allir sama daginn, 25. f. m., því nær upp til kaldra kola. — í Sundsvall voru 11,000 íbúar; af þeim urðu um 9000 húsviltir og allslausir; hús- eignir allar þar vírtar á 14 milj. króna.— Umeá var lítill bær með um 3000 íb., og Lilla Edet enn minni. Sömuleiðis geysuðu um þetta leyti skógarbrunar í Dölunum j og víðar í Svíþjóð. Ákafiegt hvassviðri var, svo eigi varð neitt við eldinn ráðið. j í Danmörku er varla um annað talað en sýninguna og hátíðahöld í sambandi við hana. Aðsóknin að sýningunni er mik- il: suma daga yfir 20,000 manns. 17. f. m. komu þar t. d. 25,369 manns, sem borguðu í aðgöngugjald rúmar 17,000 kr. Það virðist ætla að rætast, sem Danir hafa verið að segja: „Senn kemur mill- jónin“, annaðhvort af mönnum eða krón- um eða hvorutveggja, því að 24. f. m. var komin yfir hálf miljón eða tæpar 507000 kr. — Ákaflega miklir hitar hafa verið í Danmörku og víðar í útlöndum. Um Stanley, sem ekkert hafði frjetst um svo lengi, hafa nú borist ýmsar sagn- ir, sumar segja, að hann sje særður hjá villimönnum í Afríku, aðrar að hann sje kominn til Súdan og sje með fullu fjöri og enn aðrar segja hann jafnvel dauðan, svo að eigi er liægt að vita, hvað satt er í þessu. Auglýsingar. í sarafeldu máli raeð smáletri kostar 2 a. (þakkaáv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; m. ööru letri eöa setninp;, 1 kr. fyrir þumlung dálks-len^dar. Borgun útihönd. Þjóðólfur fæst f'rá júlíbyrjun til ársloka fyrir 2 kr., og fá þeir, sem því sæta ókeypis og kostnaðarlaust sent það, sem þá var komið út af „sögu- safni Þjóðólfs" : „Fangann í Kákasus 51 bls., Vesturfarann og Indíanana 26 bls., Helenu aðra 26 bls., byrjun á Sögu stýrimannsins, 6 bls., og æfisögu Sigurðar málara 48 bls., eða alls ókeypis yfir 150 bls. Menn gefi sig fram sem allra fyrst. ísafold, (1. árg.) verður keypt á afgreiðslustoíu Þjóðólfs. 280 Hið konungleg'a oktrojeraða ábyrgðarfjeiag tekur í ábyrgð hós, alls konar vörur og innanhúss muni fyrir lægsta endurgjald. Afgreiðsla í J. P. T. Urydes verslun í Reyk,javík. 281 Myndir af Bjarna Thorarensen fást til kaups hjá bóksala Sigurði Kristjáns- syni. Ágóðinn af þessari myndasölu á að ganga til brjóstlíkneskisins af'Bjarna Thorarensen. Með því að kaupa mynd- irnar fá menn góðar myndir af þessu þjóð- skáldi Islendinga og styðja að því, að honum sje reistur minnisvarði. 282 Karlmaður, helst frá 15 til 20 ára, getur feng- ið atvinnu nú þegar, annaðhvort sem bak- ara lærisveinn eða sem vinnumaður, hjá bakara A. Frcdriksen í Reykjavík. 283 Herbergi til leigu fyrir einhleypan mann á hentugum stað í hænum og með góðum kjör- um. Ritstj. Þjóðólfs vísar á. 284 Ljómandi falleg hárfesti, gullbúin fæst keypt. Menn snúi sjer til ritstjóra Þjóðólfs. 285 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónssou, cand. phil. Shrifstofa: á Bakarastíg. Prentsm. S. Eyraundssonar og S. Jónssonar. 118 jeg hef gjört. Það lítur út fyrir, að jeg sje kominn á óhentugum tíma. Er frænka þín sjúk?“ „Nei“. „Hefur hún á móti því, að við giptumstu. „Hún er allt of góð kona og rjettlát, til að setja nokkuð út á mann, sem hún hefur aldrei sjeð“. Það ljek þó enginn efi á því, að hjer var ekki allt með felldu, og að jeg mátti ekki vita um það. Jeg tók um hönd Míru, færði hana að sófanum og ljet hana setja sig við hlið mjer. Svo tók jeg aptur til máls: „Hefur þjer snúist hugur?“ spurði jeg. „Iðrastu eptir að hafa lofast mjer?“ En við það kom allt í einu fram hennar innri mað- ur. Hún lagði hendurnar um hálsinn á mjer, hallaði höfð- inu á öxl mjer og fór að hágráta. Jeg veit ekki, hvern- ig öðrum hefði orðið við þetta svar hennar, en jeg tók á móti því með hjartslætti og svaraði því með kossum og aptur kossum og reyndi að hugga elskuna mína. „Jeg sje það vel, að jeg hefði ekki átt að koma hingað, án þess að hafa fyrst beðið um leyfi til þess. Mjer er nú orðið hughægra, af því að jeg fínn, að þú ert hin sama. Jeg fer bráðum burt aptur, og við sjá- amst ekki fyr en þú leyfir það“. Hún leit til mín, hissa á því, að jeg skyldi vera svona viðráðanlegur. 119 „Elskan mín“, hjelt jeg áíram, jeg vil gera allt þjer til geðs. Hvort sem þú vilt segja mjer, livað hjer býr undir, eða ekki, þá er mjer sama um það, þvi jeg ber fullkomið traust til þín. Hún þrýsti sjer fastar upp að mjer og lagði liend- urnar um hálsinn á mjer. Ó, hvað þær titruðu, hend- urnar hennar litlu! „Setjum svo, að þú sjáir og heyrir nokkuð, sem þú getur ekki skilið í, læturðu þjer þá nægja traust þitt á mjer, án þess að þú heimtir nokkra frekari skýringu ?“ „Já“. Einhverstaðar hef jeg lesið eitthvað um blómamál. Mira stóð upp, tyllti sjer á tá og þakkaði mjer á öðru máli, kossanna máli. Jeg tók hatt minn og ætlaði að fara. En hún tók af mjer hattinn, lagði hann frá sjer og sagði: „Vertu kyrr hjá mjer. Jeg vil láta frænku mina sjá þig“. Voru þossi þægilegu umskipti laun mín? Já, og meir en það, því að það sýndi sig, að þetta var ein af þeim mörgu þrautum, sem lagðar voru fyrir mig til að reyna hreinskilni hjarta míns. Slíkt datt mjer þó ekki í hug. Jeg var allt of hamingjusamur til þess. Dyrnar á stofunni voru opnaðar og innkomgrann- vaxinn og snotur kvennmaður. Hún var hvorki ung

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.