Þjóðólfur - 07.09.1888, Blaðsíða 3
167
konungi til heiðurs. Keisarinn og kon-
ungur ásamt um 200 liðsforingjum voru
ríðandi við heræíinguna, sem stóð í nokkra
klukkutíma, og nokkur hundruð þúsund
áhorfendur voru viðstaddir. Síðar um
daginn hjelt keisari konungi veislu.
Boulanger var kosinn til þings í 3
kjördæmum norðan til á Frakklandi sunnu-
daginn 19. f. m. með miklum atkvæða-
fjölda; á einum staðnum fjekk hann 130,152
atkv.; af mótstöðumönnum hans fjekk sá
126,556 atkv., er flest fjekk. Á öllum kjör-
stöðunum urðu áflog og mesti gauragangur
við kosningarnar.
Crispi ráðaneytisforseti ítala hefur ný-
lega farið svo hörðum orðum um Frakka-
stjórn út af deilum milli Frakklands og í-
talíu um iönd við Rauðahaíið, að þýskt blað
eitt segir, að það væri varla liægt, að
svara þvi með öðru en stríði á liendur I-
tölum, en það er þó ekki liætt við slíku.
Ítalía er í sambandi við Þýskaland og i
því skjóli þorir stjórn Itala, að tala þann-
ig til Frakklands. — Crispi hefur nýlega
heimsótt Bismarck; er mönnum tíðrætt
um, livað á þeirra fundi hafi gerst, en
það vita menn eigi, nema hvað þýsk blöð
segja, að Bismarck sje mjög ánægður yfir
þeirri heimsókn, og allir telja víst, að þeir
hafl tryggt enn betur sambandið milli ít-
alíu og Þýskalands.
Parnell og klerkarnir á írlandi.
Kaþólski erkibiskupinn í Dublin, dr. Walsch,
liefur gefið 50 pd. sterling (900 kr.) upp í
kostnaðinn á máli Parnells við blaðið Times
og jafnframt lýst yflr ánægju sinni yfir því,
hve mikinn dugnað og stillingu Parnell
hefur sýnt í forustu sinni fyrir hinum
írska þjóðernisflokki. Það lítur því ekki
út fyrir, að áminningar og aðvaranir páf-
ans til klerkalýðsins á Irlandi um að taka
ekki þátt í flokksmálum íra muni liafa mik-
il áhrif hjeðan af.
Ameríkumenn og Kínverjar. Á
þinginu í Wasington hafa verið samþykkt
lög, sem banna Kínverjum, að flytjast til |
Bandaríkjanna. Aðalatriðin í þeim eru, að j
einungis kínverskir embættismenn, kenn-
arar, stúdentar og ferðamenn mega koma
á land í Bandaríkjunum, efþeir hafaform- i
lega útbúið leiðarbrjef. Kínverskir verka-
menn mega aptur á móti ekki koma þar
nokkurstaðar í land. Lögin ná eigi til !
sendiherra eða konsúla.
Meö Lauru fóru í nótt auk þeirra,
sem þegar er getið, frú Sigríður Einars-
dóttir fra Cambridge og frú Soffía systir
hennar, frú Halberg, frú Zimsen, Peter-
sen verslunarmaður með konu, Thordal,
Björn Guðmundsson múrari til Noregs og
Danmerkur, Helgi Helgason snikkari, Þor-
steinn Tómasson járnsmiður. próf. Smith
frá New York með konu sinni. sem dval-
ið hefur hjer á landi i sumar og ferðast
víða hjer um, t. d. til Akureyrar, og kynnt
sjer tungu vora og landssiði.
Auglýsingar.
í samfeldu máli meö smáletri kostar2 a. (þakkaáv. 3 a.)
hvert orö 15 stafa frekast; m. Öðru letri eöa setnim/,
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Horgun útthönd.
Jarpur foli, 2 eða 3 vetra gamall, mark : 2
bitar apt. hægra, standfjöður apt. vinstra, er i ó-
skilum í Gufunesi. Eigandi vitji hans þangað og
borgi kostnað á bonum. 365
Ungur hestur hleikur hefur nýlega fundist
við Leirvogsvatn á Mosfellsheiði og getur rjettur
eigandi vitjað hans gegn borgun fyrir hirðingu
og annan kostnað. Ritstjóri Djóðólfs vísar á finn-
anda. 366
Undirskrifaðir geta ekki selt beitu hjeðan af
fyrir það fyrsta.
Viðey og Gufunesi, 6 sept. 1888.
Magnús Stepliensen, Filippus Filippusson. 367
152
mynd af fjöður og 8000 með mynd af peningapoka.
Það er heldur ekki hægt, að færa nokkur rök fyrir því,
að tölustafirnir sjeu fram komnir við skammstöfun á
töluorðunum eða nokkra liraðritun á hljóði tölu-orðanna.
Það er þannig ómögulegt nð færa nokkur rök fyr-
ir því, hvernig tölustafirnir eru til orðnir í sinni nú-
verandi mynd; en hvers vegna svo sje, verður að eins
gjört skiljaniegt með því að hugleiða, hve miklum breyt-
ingum tölustafirnir hafa tekið að myndinni til, eptir því,
sem aldirnar liðu fram. Þetta á sjer stað bæði um
hina indversku, arabisku og rómversku tölustafi og um
tölustafi þá, sem vjer nú við höfum.
Fyrst eptir að prentlistin var upp fundin, komst
festa á mynd tölustafanna, en fyrir þann tíma tóku
þeir svo miklum breytingum, að mönnum, sem uppi
voru á 14. öld, var ómögulegt, að lesa tölustafina frá
13. öldinni. Vjer skulum því ekki fara út i það, að
skýra lögun tölustafanna, en skulum hugleiða þær aðal-
reglur, sem ráðið hafa við tölustafina. .
Ef menn vildu tákna hverja nýja tölu með nýjum
litlum tölustaf, þá gætu menn auðvitað táknað í stuttu
máli jafnvel mjög stórar tölur, en jafnframt mundu menn
ofbjóða minninu. Það var þess vegna eðlilegt, að tákna
stórar tölur með þvi, að endurtaka tölustafina, og við
liafa þá svo mikið, sem unnt væri, þá tölu, sem lá til
149
Astekarnir höfðu 19 náttúrlcgar talnatáknanir, því
að þeir táknuðu tölurnar frá 1 til 19 á þann liátt, að
þeir settu eins marga hringa, hvern við hliðina á öðr-
um, eins og talan var há, sem tákna skyldi (t. d. 4
hringi fyrir töluna 4). Töluna 20, sem var grundvall-
artala í talnakerfi þeirra, táknuðu þeir mcð einum fána,
40 með tveim fánum o. s. frv. Það cr auðsætt, að með
þessu varð það langt mál, er háar tölur voru skrifaðar.
Við töluna 365 þurfti t. d. ekki minna en 18 fána og
5 hringa. - Lærðir menn í Babylon liinni fornu kunnu
einnig fullkomna talnaritun. Það er ómótmælanlega
sannað af munum, sem liafa fundist við gröft í jörðu
niður í Senkereh við Evfrat. Jarðfræðingurinn Loftus
fann þar 1854 tvær litlar töflur með fleigaskript á.
Rawlinson (enskur fornfræðingur) fann það með skarp-
skyggni sinni, að á töflum þessum voru kvaðrattölurn-
ar 1, 4, 9, 16, 25, o. s. frv., að tölunni 3600, og færði
sönnur á, að Forn-Babylonsmenn hafa haft tölustafi með
grundvallartölunni 60. Þeir höfðu þannig 59 ólíkar
talnatáknanir eða tölustafi fyrir tölurnar 1 til 59, og
með því, að þeir liöfðu ekki núll, táknuðu þeir töluna
60 eins og töluna 1, 120 eins og 2, þannig, að menn
hafa orðið að sjá það af sambandinu, hvort meint var
1 eða 60 o. s. frv. í 8. röð á töflunni stóð þannig: 8
æ