Þjóðólfur - 21.09.1888, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.09.1888, Blaðsíða 3
175 hef sjálfur sagt, en ekki einhverjir aðrir. Eeykjavík. 15. sept. 1888. Páll Briem. * * * Ath. Það er ýmislegl fleira, sem er mjög athugavert við brjefin hjeðan í Dag- hlaðinu, sem Þjóðólfur ætlar að taka til meðferðar við fyrstu hentugleika. Ritstj. Heykjavík, 21. sept. 1888. Fensmarksmálið. Eins og menn muna, fal síðasta alþingi forseta neðri deildar, Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, að útvega málfærslumann til að sækja málið út af vanskilum Fensmarks á hendur ráðgjafan- um og veita honum umboð til þess, og voru veittar 5000 kr. í fjárlögunum til máls- höfðunarinnar. Þegar Jón Sigurðsson kom hingað suður í sumar, fór hann í brjefi 18. ág. þess á leit við landshöfðingja, að Iiann ávísaði yfirrjettarmálfærslum. Páli Briem 2000 kr. úr landssjöði til málshöfðun- arinnar, en landshöfðingi hefur neitað því, af því að eigi væri kunnugt, að málið væri höfðað, enda mundi slikur málskostnaður eigi verða greiddur úr landssjóði, „nema eptir sundurliðuðum úrskurðuðum reikn.“ (Stj.tíð.), þvert ofan í svolátandi yfirlýsingu landshöfðingja á síðasta alþingi: „Það er ástæðulaus tortryggni við stjórnina, að ætla, að hún sje mótfatlin þessari málssókn. Henni er alveg sama, þó þingið höfði mát út af skuld Fensmarks . . . Jeg ímynda mjer, að stjórnin lia.fi alls ekkert á móti því, að ávísa sjálf málskostnaðinum, hvort sem höfða skyldi mál gegn ráðgjafanum, dánarbúum hinna fyrverandi landhöfðingja eða mjer“ (Alþt. 1877, B, 1168,—69. d.) og „Það er yfirsjón hjá flutningsmönnun- um, að skora eigi á landsstjórnina, að borga út það fje, sem málssóknin útheimtir, því það ímynda jeg mjer, að hún mundi gjöra, ef hún fengi áskorun um það, en það er eigi von, að hún gjöri það, þegar þingið gefur lienni ekkert undir fótinn með það“ (Alþt. 1887, A, 743. d.). En þingið gcrði meir en gefa henni undir fótinn með það, þar sem það veitti fje til þess i fjárlög- unum. Lady Bcrtlia, gufuskip til Knudsens kaupmauns, sem kom hingað 30. f. m. (sjá 42. tbl.) og fórtil Borðeyrar, rak sig 5. þ. m. á sker á Húnaflóa á móts við Yatnsnes- tá á leiðinni frá Boröeyri til Sauðárskróks, braut stýrið, varð að snúa aptur inn á Borðeyii og komst þangað s. d. með því að stýra með seglum. Þar situr það enn og verð- ur líklega að bíða þar þess, að skip komi frá Englanditil að sækja það. Sýslumaðurinn í Suðurmúlasýslu hefur nýiega verið kærður fyrir landshöfðingja og þungar sakir born- ar á hann. Að svo stöddu skulum vjer þó eigi fara frek- ar út í það, fyr en vjer sjáum, hvernig landshöfðingi tek- ur í máliö. » Maiuislát. 12. þ. m. andaðist að Elliöavatni Sæmund- ur Sœmundsson, sem bjó þar síðustu búskaparár sín til vorsins 1887, og nú var þar búlaus, rúmlega sextugur, vand- aðnr maður og merkisbóndi. Auglýsingar. í aamfeldu máli meD smáletri kostar 2 a. (þakkaáv. 3 a.) hvert orð 15 stafa freltast; m. öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út ( hönd. Ómerkt apturmastur með segli og reiða, kútur merktur: „Stapalcot K. L.“, íramsprit, hlunnar og austurtrog hefur rekið af sjó i Presthúsum á Kjal- arnesi. Eigandi vitji þess þangað til undirskrif- aðs gegn borgun fyrir þessa auglýsingu og annan áfallinn kostnað. Þorsteinn Helgason. 393 Tlie Icelandic Trading Company (Lim.). Með þvi, að mjer er af rjettum hlutað- eigendum falið á hendur urnboð það, er þeir herrar Franz Siemsen syslumaður og Ounnlaugur E. Briem verzlunarstjbri hafa áður liajt til að ganga eptir skuldum hjer á landi fyrir nefnt verslunarfjelag, er rak verslun hjer í bænum (í Glasgow) fyrir nokkrum árum undir forstöðu Eggerts Ounnarssonar, þá er hjer með skorað á alla þá, er slíkar skuldir eiga að lúka, að greiða þœr hið bráðasta annaðhvort til mín sjálfs eða lierra cand. jur. Haimesar Haf- steins, sem jeg hefi beðið fyrir að Vóqsækja tafarlaust livern þann, er ekki sinnirþess- ari áskorun. Reykjavík. 8. sept. 1888. John Coghill. 394 Ilið kouunglega oktroj er a ða ábyrgðarfj e 1 a g tekur í ábyrgð hús, alls konar vörur og innanhúss muni fyrir lægsta endurgjald. Afgreiðsla í J. P. T. Brydes versluu í Keykjavík. 395 156 of afskekkt jijóð, til þess sjálfír að geta útbreitt liina nýju list sína. Til þess þurfti þjóð, sem gat sótt dýr- gripinn til Indlands og flutt hann til vestlægari landa. Og þessi þjóð voru Arabar. Um lok 8. aldar, eptir að hið múhamedanska ríki var komið á fastan fót, fóru Arabar að stunda stærð- fræði og stjörnufræði; arabiskir stjörnufræðingar ferðuð- ust þá um Indland, lærðu talnaletur Indverja og fluttu með sjer þekkingu á því fyrst til Bagdað. Sá, sem mest gekkst fyrir útbreiðslu þessarar nýju listar meðal Araba, var arabiskur maður og lijet Múhammeð ben Musa Alchevarismi; á latínu var liann nefndur Algorit- mus. Af því nafni var dregið orðið Algoritme, sem hin indverska tölvísi var síðan nefnd í Evrópu, og Algorit- nnkar, sem þeir voru kallaðir, er hana stunduðu. Með Aröbum komst reikningslist Indverja til Spánar og það- an út um önnur lönd Evrópu, þó eigi fyr en eptir harða baráttu, sem Algoritmikarnir urðu að heyja við þá, sem vildu ekki hætta við rómversku reikningsaðferðina og skoðuðu núllið verk djófulsins, af því að þeir gátu ekki skilið í því, að mögulegt væri að reikna nokkuð, sem' í raun og veru væri rjett, með staf, sem í sjálfum sjer táknaði ekkert. En fýrir elju og ástundun lærðra gáfu- manna, þar á meðal einkum Leónardos frá Pisa um ár- ið 1200, heppnaðist þó smá saman að koma núllinu í 153 grundvallar fyrir töluorðamyndaninni. Út frá þessu sjón- armiði hefur samlagningarreglan myndast. Hið mest þekkta dæmi um hana eru rómversku tölurnar, þarsem tölustafirinr fyrir einn, tíu og hundrað eru endurteknir til að tákna hærri tölur, (þannig I, II. III; X, XX, XXX ; C, CC, CCC). í’’yrir stuttleika sakir voru einn- ig tölurnar fyrir 5, 50 og 500 notaðar með frádragn- jngu til að tákna 4, 40 og 400 (þannig IV, XL, CD)- Hinn verulegasti munur á rómverskum tölum og vorum tölum er því, að t. d. tölustafurinri 5 getur, allt eptir því i hverju sæti hann er, táknað 5, 50, 500 o. s. frv., þar sem aptur á móti rómverska talan V jafnan tákn- ar 5, hvar sem hún stendur í uppskrifuðum tölum. Samlagningarregluna við höfðu auk Eómverja einn- ig Grikkir fyrir daga Periklesar, Fönisíumenn og Gyð- ingar. Hjá Grikkjum kemur eptir samlagningarregluna stafrofsreglan, sem er apturför að því leyti, að þótt talna- táknanirnar með henni sjeu stuttar, þá verður allur reikn- ingur erfiðari með þeim. Mikla framför frá þessum tveim nefndu reglum, má telja margföldunarregluna, þar sem talan var skrifuð, eins og hún var töluð. Til þess að skrifa 1888 þurfti þá 7 tölustafi, hvern við hliðina á öðrum, einn fyrir töluna 1, einn fyrir þúsund, einn fyrir 8, einn fyrir hundrað, einn fyrir 8, einn fyrir tíu og loks aptur einn fyrir 8. Þessari reglu var þó hvergi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.