Þjóðólfur


Þjóðólfur - 28.09.1888, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 28.09.1888, Qupperneq 1
Kemur út ú föstudags- morgna. Verö árg. (t>u arka> 4 kr. (erlindis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÖLFUR. Uppsögn skrifleg, buud- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árj>-. Reyk,javík föstudaginn 28. sept. 1888. Nr. 45. Pj óöólfur er einbeitt og stefnufast blað; það er blað hinna yngri framfaramanna. Siigusafn Þjóðólfs flytur sögur og fræðandi greinir eptir góða höfunda. I þessu tbl. byrjar saga eptir hið fræga rfissnesha skáld Alexander Puschkin. Nýir kaupendur að næsta árgangi fá. ókeypis og kostnaðarlaust sent sögu- safn Þjóðölfs yfirstandandi ár með 8—9 sögum og fræðigreinum, sem verða um 220 bls., og æfisögu Sigurðar málara 48 bls. ; enn fremur fá nýir kaupendur ó- keypis hlaðið frá þessum tíma til næstu ársloka (16 blöð). Það sem þeir fá ó- keypis, verður þamiig hátt upp í það, sem einn árg-angur af blaðinu kostar. Nýir kaupendur gefi sig fram sem allra fyrst. frá, hvernig næringu ungbörnin eiga að fá. en þótt þetta eigi ekki vel heima í ritinu, þá er ritgjörðin þörf, því að um þetta er fólk næsta fáfrótt og jafnvel hirðulítið. Því næst er: „Fyrirlestur um áhrif kennara á uppeldi barna“, eptir Jóhannes Sigfússon. Þessa ritgjörð ættu allir foreldrar að lesa, því að hún gef- ur þeim margar reglur og leiðbeiningar sem eru þeim mjög nauðsynlega. En seinast er ritgjörð eptirJón Þórarinsson um „Löggjöf um barnauppfræðingu á Is- laudi“ og „skýrsla um barnaskóla 1887 —88“, sem natiðsynlegt. var að fá. Vier ítrekum það enn, að almenningur ætti að kaupa þetta rit. Það mun gjöra þeim eins mikla skemmtun og „sitt pundið af hvoru, kaffi og sykri“, og þó er það ó- dýrara. II. Bókaverslun Kr. Ó. Þorgríms- sonar selur Helgapostillu innhefta meö mynd fyrir aö eins 3 kr (áö- nr 6 kr.). 391 TJ elga-postilla, lieft, með mynd ií 3 kr., fæst í Bókverzl. Slgf. Eymundssonar. 392 Bókmentir. Tímarit um uppeldi og mentamál 1. ár. Rvík 1888. I. Ritið sjálft. Útgefendur þessa rits eiga þakkir skilið fyrir að hafa ráðist, i að Játa það koma út. Það er vonandi, að almenn- ingur kaupi það vel, því að það er þess vert, Ritgjörðirnar i því eru bæði fræð- andi og leiðbeinandi. J, Þórarinsson hefur þannig skrifað ritgjörð um „Lestur“, sem aliir þeir hefðu gott, af að lesa,sem eitthvað fást við kensiu barna í þessari grein. Ögm. Sigurðs. hefur skrifað froðlega grein „Um kennara skola a Einnlandifct, sem sýnir oss, hvernig kennaraskóla mætti og ætti að hafa, og hversu það getur gengið prýðisvel, að hafa saman á skólum bæði pilta og stúlkur. Þá er enn ritgjörð eptir dr. Jonassen: „Fáein atriði um meðferð ungbarna", þar sem skýrt er Frelsi Finna í menntamáluni. Ögmundur Sigurðsson segir þannig í ritgjörðinni „Um kennaraskóla á Einn- laudí“: „A Einnlandi stendur að mörgu leyti líkt á og hjá oss, loptslagið er þar fremur kalt, og fólkið á við harðan kost að búa, eins og vjer; það hefur orðið margt að líða og barist hraustlega fyrir þjóðerni sínu. Stjórnin hefur ekki allt j af verið góð, heldur en hjá oss; þar er strjálbyggt víða og gömul heimilisfræðsla j í landinu likt og hjáoss. Um 1860 fóru Eiunar að sjá, að bæta þurfti alþýðu- menntunina, og að hið fyrsta, sem þurfti að gera, var að stofna skóla, þar sem kennurum og kennslukonum yrði veitt æfing og menntun, því þangað til hafði þar alls konar fólk verið notað við kennsl- una. Maður nokkur að nafni Cygnæus, lærður vel og skólaumsjónarmaður, var sendur til annara landa, til þess að kynna sjer alþýðuskóla og kennaraskóla; fór hann til Þýskalands og víðar, en bestir þóttu honum skólar á Svisslandi. Þeg- ar hann kom heim, sagði hann fyrir um, hvernig best mundi að haga kennara- skóla á Finníandi; voru svo eptir hans ráðum stofnaðir skólarnir og hafa þeir nú staðið yfir 20 ár ineð bestu framför- um og árangri“ (Tímar. bls. 37). Það eru eigi nema liðug 20 ár síðan Finnar fóru fyrir alvöru að hugsa um alþýðu- menntunina, og þó standa þeir nú mörg- nm þjóðum framar og kennaraskólar þeirra þykja skara fram úr flestum 'slík- um skólum í heimi. Hvernig getnr þetta átt sjer stað? Oghvernig stendur á því ? Hvernig stendur á því, að þessi Cygnæ- us var sendur úr landi, en ekki einhver mágur eða mágamágur ?! Hvernig stend- ur á því, að ekki var skipuð einhver stjórnarsleikjan. einhver apturhaldsspek- ingur, einhver með „æðri og betri þekkingu", eiiihver „sannur frelsis- maður“ eða eitthvað þess konar fólk til að stýra skólunum og kenna i þeim?! Gretur það átt sjer stað, að Finnar hafi betri stjórn en vjer ? Finnar sem lúta Rússakeisara! Já, það er ein- mitt það. Finnar hafa innlenda stjórn og sjerstaklega hafa þeir mikið frelsi í öllum menntamálum. „Skólastjóri kenn- araskólanna er valinn af þinginn, forstöðukonan og aðrir kennarar og kennslukonur af yfirstjórn alþýðuskól- anna í Finnlandi“, en í þessari yfirstjórn eru innlendir Finnar og eru þeir alveg óháðir rússneskum áhrifum. Það er þetta sem veldur því, það er þetta sem er orsökin til þess, að það fje, sem lagt hefur verið til kennaraskólanna á Finn- landi, hefur komið að betri notum en það, sem lagt hefur verið til skólans á Möðruvöllum? þar sjást ávextir stjórn- arinnar í menntamálunum að ógleymdu því, hvernig Nellemann skemmdi latínu- skólann með reglugjörðinni. Það er vonandi, að alþingi taki i sumar mennta- mál landsins fyrir i heild sinni og reyni að kippa þeim í lag og skipa þeim á frjálslegan hátt. Reylcjavík, 28. sept. 1888. Strandferðaskipið Thyra kom hingað í gær kl. 4 e. h. og með þvi margir far- þegar að norðan og vestan, þar á meðal dr. Björn Ólsen, Jón Vídalín, læknir Davíð Sch. Thorsteinsson, Toríi Halldórsson frá Fiateyri og Ásgeir Sigurðsson frá Skot- landi. Thyra átti að koma 25. þ. m., eu tafðist þetta vegna dimmviðurs, kom á

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.