Þjóðólfur - 28.09.1888, Side 2
178
allar liafnir, sem til stóð, og auk þess á
Beykjarfjörð.
Til Pöutunarfjel aganna austan lands og
norðan, sem skipta við Zöllner & Co. fyr-
ir milligöngu Jóns Yídalíns, kom gufu-
skipið Sumatra eptir miðjan þennan mán-
uð, íyrst á Seyðisfjörð með vörur til Fljóts-
dælinga, fór síðan til Húsavíkur með vörur
til kaupfjelags Þingeyinga og þaðan til
Eyjafjarðar, sömul. með pantaðar vörur.
Fengu fjelög þessi svo miklar vörubirgðir
með því, að þau þurfa eigi að fá skip fyr
en að sumri. Sumatra átti að fara til
Englands 23. eða 24. þ. m. með um 5000
fjár frá Þingeyingum, 1000 fjár frá Ey-
flrðingum og 1000 fjár frá Tr. Grunnars-
syni eða alls um 7000 fjár, sem er sá
stærsti fjárfarmur, sem nokkru sinni hef-
ur farið hjeðan frá landi, enda er skipið
afarstórt (378 fet, að lengd). Þetta skip
á að koma aptur til Seyðisfjarðar í haust
og taka um 3500 fjár frá Fljótsdæling-
um.
Annað gufuskip (Mauritius) frá Zöllner
& Co. á að koina hingað 2. okt. með vör
ur til pöntunarfjelags Árnesinga, fer síð-
an til ísafjarðar, þaðan til Stykkishólms
með vörur til Dalamanna, tekur þar fje,
kemur aptur liingað og tekur fje frá
Árnesingum.
Yerðlag á fje verður eptir öllu útiiti
betra í Englandi en í fyrra. Fiskur að
stíga í verði, einkum á Ítalíu; matvara
útlend sömuleiðis að hækka í verði.
Yerð á sláturfje. Hingað til bæjar-
hins efur þessa viku komið allmargt af
fje til slátrunar. Verðið er nú sem stend-
ur: kjöt pd. 16 a. (í kroppum undir 30
pd.), 18 a. (30—40 pd. kroppar) 20 au.
(40—50 pd.) og 22 a. (yfir 50 pd.), /jœr-
ur 30 a. pd., mör 30 a. pd.
Af verði á fjármörkuðum hjá Knud-
sen fyrir norðan hefur frjetst, að hann
gæfi 13 kr. fyrir sauði, sem vægju 150
pd., og 15 a. fyrir hvert pd þar yfir,
fyrir geldar ær með jafnri vigt 1 kr.
minna.
Heiðui’sgjafir afstyrktarsjóði Kristjáns
konungs níunda fyrir árið 1888 hafa
verið veittar Pjetri Jbnssyni í Reykja-
hlið við Mývatn fyrir jarðrækt, garð-
yrkju, kirkju- og húsabyggingar, og
Steini Guðmundssyni í Einarshöfn í Ár-
nessýslu fyrir skipasmíðar (138 skip) með
betra lagi en áður tíðkaðist (stj.tíð.).
Tíðarfar og heyskapur. Yætutíðhefir
haldist til þessa, nema 2 daga um helgina
var, í gær og í dag. Líkt tíðarfar aðfrjetta
annarstaðar að og miklir vatnavextir að
undanförnu. Heyskapur hefur orðiðmjög
misjafn, sumstaðar mjög rýr, en sum-
staðar aptur í góðu meðallagi eða jafn-
vel betri; víða er enn nokkuð úti af
heyjum sakir votviðranna.
Fjórir menn drukknuðu af gufu-
skipinu Lady Bertha á Borðeyri mánu-
dagskveldið 17. þ. m.; höfðu komið
6 úr landi seint um kveldið í níðamyrkri
og bátnum hvolft út við skipið; 2 kom-
ust á kjöl og varð bjargað. Voru allir
drukknir nema einn.
Fornmenjarannsóknir. (Nl. frá43. bl.).
Kannsóknarferðir þessar geta þá best
náð tilgangi sínum, er það tvennt er
sameinað: að rannsaka forna sögustaði,
sem merkir eru og sanna vorar góðu
sögur, og safna forngripum, sem þýðing-
armiklir eru fyrir forngripasafnið, enda
safnaði S. V. og keypti handa því alla
þá forngripi, sem hann gat náð í á þess-
ari ferð sinni, og fjekk loforð ýmsra
manna á Vestfjörðum um, að spyrjist ept-
ir forngripum og fá þá, sem fáanlegir
væru, til safnsins. Vestfirðir hafa þann-
ig reynst drjúgir, bæði að því er snert-
ir merka sögustaði og forngripi, því að
1882 fjekk S. V. þar mikið til forngripa- j
i safnsins, enda hafa Vestfirðingar. eins og
ýmsir fleiri víðs vegar um land, sýnt
j forngripasafninu greiðvikni og stakan
i velvilja.
Hvad vi vil (Það sem vjer viljum)
heitir blað eitt, sem nýfarið er að koma
j út í Kaupmannahöfn, gefið útaf „Kvinde-
lig Fremskridtsforening“ (Framfarafje-
: lagi kvenna.) Að útgáfunni starfa kon-
ur eingöngu; ritstjórinn er frú Johanne
j Meyer. Blaðið ætlar sjer að berjast fyrir |
þrem aðalmálum, sem á seinustu tím- '
um hafa komist ofarlega á dagskrá viðs-
vegar í hinum mentaða heimi, kvenn-
\ frelsismálinu (jafnrjetti kvenna við karla),
j friðarmálinu (afnámi stríðs og styrjalda
með gjörðardómum) og verkmannamálinu
(jöfnum rjetti og aðgangi allra til gæða
þjóðfjelagsins og hvers konar umbótum
á hag verkmannastjettarinnar). Tvö
fyrstu blöðin, sem oss hafa verið send,
eru góð byrjun í þá átt, svo að vænta
má, að það fái góðar viðtökur, því frem-
j ur sem það er fáum ofvaxið að kaupa
það, þar eð það kostar eigi nema 60
aura um ársfjórðunginn.
j Skonorta Agnes Ann Wignall, skipstj. Hilde-
| brandt, kom hingað 24. þ. m. löskuð mjög; var á
j leið frá Dýrafirði til Skotlands og rak sig á
! Býjaskerseyri út undan Miðnesi og skemindist,
j svo að hún varð að hleypa hingað. Oafgert enn,
j hvort hægt er að gera við hana eða ekki.
Útlendar frjettir.
Síðan Þjóðólfnr flutti síðast útlendar
frjettir í 42. tbh, sem náðu til 26. f. m.r
liefur lítið merkilegt borið við í útlöndum.
Þetta er hið lielsta :
Crispí ráðaneytisforstjóri Ítalíu, sem þá
hafði nýlega heimsótt Bismarck, heimsótti
í sömu ferðinni Kalnoky, utanríkisráðgjafa
Austurríkis, án þess að kunnugt sje, livað
gerst hefur miili þeirra; en að öllum lík-
indum hefur sá fundur eigi haft annan
tilgang, en að tryggja sambandið milli
Ítalíu og Austurríkis.
1 Hulgaríu gengur enn sem fyr allt á
trjefótum. Ræningjahópar vaða upjii í
landinu og gera mesta óskunda. Bænd-
urnir eru að sögn svo fátækir orðnir af
þungum skattálögum, að þeir liafa ekkert
I að lifa á, svo að þeir liafa tekið sjer
þann atvinnuveg að ræna þá sem rikari
eru.
Óskar Svíakonungur heimsótti Þýska-
landskeisara í Berlín síðast í fyrra mán-
uði.
Ófriður hefur nýlega koinið upp milli
Thibet og Englendinga á Iudlandi, sem
þó getur naumast haft nokkur áhrií' á
máletni lijer í álfunni. Tildrögin til ófrið-
ar þessa kenna menn mishepjmuðum til-
raunum Englendinga til að koma á versl-
unarsambandi milli Indlands og Tliibet,
en Thihetsbúar misskildll á liinn bóginn
tilraunir jiessar og hófu ófriðinn.
Hufuskip brann nýlega í uánd við
Noreg. Það hjet Estonia og var frá Riga.
Menn björguðust af því.
Vatnavextir urðu ákaflega miklir í Hra-
nada á Spáni 11. þ. m., sem gerðu stór-
skemmdir, hús sópuðust burt og margir
menn biðu bana.
Jarðskjálptar komu miklir á Gfrikk-
landi 10. þ. m.; skaðinn, sem af þeim
hlaust. er metinn nál. 2 miljónum drakma.
Hryllilegar inorðsögur frá London
flytja ensk blöð frá 12. þ. m. ; stúlkur
höfðu fumlist myrtar ein eptir aðra, lim-
lestar og sundurliinaðar, en eigi var búið
að hafa upp á morðiugjanum eða morðingj-
unum, þegar seinast frjettist.
Auglýsingar.
í samfeldu ínáli með sniáletri kostai'2 a. (þakkaáv. a.)
hvert orð 15 stal'a frekast; m. öðru letri eða setninK,
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útihönd.
Við verslun mína eru nú miklar
biryðir af mjóg vandaðri matvöru, sem jeg
nú sel með óvanalcga gbðu verði: þrátt
fyrir hina bumftyjanlegu yfirvojandi verð-