Þjóðólfur - 05.10.1888, Síða 1

Þjóðólfur - 05.10.1888, Síða 1
Kemur út ú föstudags- morgua. Verð árg. (6U arkat 4 kr (erlindis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Qppsögn skrifleg, bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg, ReykjaYÍk föstudaginn 5. okt. 1888. Xr. 46. Eptir næsta nýárverður þeirn kaup- endum í Ameríku, seni þá hafa ekki Iborgað þennan árgang eða fyrri árg., ekki sent hlaðið, fyr en þeir horga skuld sína. Bókaverslun Kr. Ó. Þorgríms- sonar selur Helgapostillu innhefta meö mynd fyrir aö eins 3 kr (áö- ur 6 kr.). :28 Helga-postilla, licft. með mynd á 3 kr.. f:csf, í heft, með mynd á 3 kr., fæst í Bókverzl. Sigf. Eymundssonar. 429 Um aga á þilskipum. Hermann Jónasson, skólastjóri á Hól- um, hefur skrifað ritgjörð í Búnaðarrit- inu um heimilisstjórn, vinnumennsku og lausamennsku; talar hann þar um her- agann, og segir hann, að ef yjer hefð- um haft hann, þá kynnum vjer að standa | mikið framar, þótt heraginn hefði haft kostnað í för með sjer, svo að numið hefði tugum þúsunda króna; því næst j minnist hann á þilskipaagann og segir: „Næst heraganum gengur þilskipaaginn. Enda er eðlilegt, að hann þuríi að vera góður, því að opt getur lítilfjörlegt stjórn- leysi eða ohlyðni haft á svipstundu margra manna dauðaíför með sjer. Þeg- ar þilshipin fóru að fjölga hjer við land, mun margur að líkindum hafa vænst eptir, að vjer fengjum með þeim skóla, er vjer gætum lært stjórnsemi í; þær vonir hafa þó sorglega brugðist, enda er það eðliiegt, þegar betur er aðgætt; því að flestir þeir, sem eru fyrir þilskipum vorum, hafa ekki verið á erlendum skip- um, og því aldrei lært góða stjórn, sem vanalega er á þeim. Það er því ekki hægt, að heimta meira af þilskipaeigend- um vorum í þessu efni, en bændum til sveita“ (Búnaðarrit, 1888, bls. 63 64). Þetta er að mörgu leyti rjett, það er að eins ekki rjett, að kenna þilskipafor- mönnum sjálfum um, að ekki hefur kom- ist á neinn þilskipaagi hjer við land, heldur er þetta að miklu leyti að kenna vöntun á góðum lögum, eða með öðrum orðum, ónýtri stjórn, sem ekkert hirðir um, að efla hag landsins með góðum lögum. Því að hvað er fyrsta skilyrðið fyrir góðum aga? Það eru lög, sem láta refsingu liggja við óhlýðni og hirðu- leysi. Ef menn hlaupa úr her í öðrum löndum, varðar slíkt líftjóni, ef menn hlaupa af þilskipi, varðar það fangelsi, eða betrunarhúsi, ef menn hlaupa úr vist, varðar það lítilfjörlegum sektum. Af þessu má ráða, að aginn verður mismun- andi eptir lögunum; ef það að eins varð- aði sektum, að hlaupa úr her, þá væri allur heragi ómögulegur, og sama er um þilskipaagann, að ef lögin væru eigi ströng, þá hverfur þilskipaaginn, og því er ekki hægt að búast við neinum þil- skipaaga hjer á landi, þar sem öll lög um aga vantar. Vegna lausamennskulaganna veitir opt erfitt, að fá menn ráðna á skip og eru það þannig bæði þessi lög og vöntun á lögum um aga, sem ef til vill standa þil- skipaútveg vornm mest fyrir þrifum. í útlöndum er þannig varið, að þegar menn hafa ráðið sig á skip og koma ekki á ákveðnum tíma, þá liggur venjulega fangelsishegning við, og sá, sem hleyp- ur af skipi eptir að hafa tekið við kaupi, fær hegningu eptir dönskum lögum, eins og þjófur (Lög 23. febr. 1866, 15. gr.), en hvað liggur við hjer á landi, þó að ein- hver hafi tekið á móti kaupi sínu og hlaupi svo burt af þilskipi? Ekki meira en svo, að skipstjóra getur ekki þótt ó- maksins vert, að sækja slíkt fyrir dóm- stólunum og hinn getur hælst um á ept- ir. En hvernig er mögulegt að hafa nokkurn aga með þessu lagi? Það má nærri því furðu gegna, að þil- skipaeigendur skuli hafa unað þessu laga- leysi, og er það þó ekki undarlegb, því að þeir hafa ekki af betra að segja og menn fljóta sofandi að feigðarósi. En alþingi.á að hugsa um þetta og á það þó við margt erfitt að stríða, það kemur ekki saman nema annaðhvort ár, og það árið, sem það ekki kemur saman er eins og allt sofni; það væri því mjög mikils varðandi, að alþing yrði haldið árlega, og það er óvíst, hvort það mundi ekki bráðlega borga sig fyrir rnílifandi landsmenn, hvað þá heldur fyrir eptir- komendurna, en það er ekki hægt um það að tala, því að stjórnarskráin leyíir slikt ekki, en hins vegar er þinginu það í sjálfsvald sett, að láta rannsaka iaga- málefni milli þinga. Að undanförnu hef- ur þingið skorað á stjórnina að skipa nefndir til að rannsaka mikilsvarðandi lagaatriði, og stjórnin hefur svo borgað þessum nefndum, en þótt þingið hafi ekki vald til að setja nefndir, getur það þó vel veitt einstökum mönnum fje til þess, að rannsaka lög og búa til iaga- frumvörp til næsta alþingis, og sýnist þetta geta haft sömu þýðingu og þótt þingið skipaði nefndir, til þess að rann- saka málin. Það er þekking á lögum og ótalmörgu, sem vantar, en þekking- in fæst með fje og það verður þingið að leggja fram og sýna jafnframt ein- drægni, kjark og óbilandi staðfestu í öllu því, sem miðar til að efla hag og veifarnan landsmanna. a. Frjettarítari Dagblaðsins. Eins og öllum er kunnugt, er frjetta- ritari Dagblaðsins danska einn eða tveir af embættismönnunum hjer í Reykjavík. Yjer höfum gert oss að venju í blaði voru, að ræða málefnin og varast að dæma mótstöðumenn vora persónulega. Þar á meðal höfum vjer því nær ekkert skipt oss af frjettaritara Dagblaðsins í von um, að hann þá mundi kunna hóf sitt og koma nokkurn veginn kurteislega fram í brjefum sínum, sem eiga að vera leið- beining fyrir hina dönsku þjóð, og sjer- staklega fyrir stjórnina og hina ráðandi menu í Danmörku. En það hefur verið öðru nær. Nálega í hverju brjefi eru einhver smánarorð um blað vort, um þann flokk, er heimtar innlenda stjórn hjer á landi og einstaka menn. I einu brjefinu, sem stendur í Dagblaðinu 29. júlí þ. á. endar hann þannig orð sín til Þjóðólfs: „Eigi að eins jeg, heldur og

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.