Þjóðólfur - 05.10.1888, Page 2
182
allur almenningur hjer uppi (det store
Flertal her oppe) telur hann vera hið
andlausasta, leiðinlegasta og í heild sinni
illa stjórnaða blað hjer á landi“. I öðru
orðinu segir hann, að blaðið æsi upp
múginn hjer á landi, en í hinu orðinu
segir hann, að blaðið haíi lítil sem eng-
in áhrif. Groinarnar, sem staðið hafa í
í Þjóðólíi um Rasksmálið, kallar hann
„smánandi greinar um hina dönsku þjóð“,
þó að í þeim greinum væri einmitt tal-
að vinsamlegum orðum um hina dönsku
þjóð, sem er allt annað en danska stjórn-
in.
I brjeii i Dagblaðinu 8. ág. þ. á. tal-
ar hann um skoðun hinna frjálslyndari
manna á hinum háu launum sumra em-
bættismanna og segir svo: „Meðan vor
duglegi stjórnmálaforingi Jón Sigurðs-
son lifði, hjelt virðingin fyrir honum
þeim. þó nokkurn veginn í skefjum“
[manni dettur ósjálfrátt í hug: góður er
hver genginn, þegar menn minnast ill-
mælanna um Jón Sigurðsson fyrir æs-
ingar, ódrengskap og ofstæki, sem á sin-
um tíma stóðu i Dagbl. danska]. „Hann
hafði þá skoðun, að embættismennirnir
ættu að hafa sæmileg og hæfileg laun
fyrir stöðu sina“. [Eru þá 4 og 5 þús.
kr. ósæmileg og óhæfileg laun fyrir hina
háu embættismenn hjer í Reykjavík?]
„En eptir dauða hans hafa hinir skamm-
sýnu æsingaseggir, sem svo gjarnan vilja
taka arf eptir hann, á allar lundir reynt
til að smjaðra fyrir múgnum með því,
að vekja hatur móti embættismönnunum,
með þvi, að þeir hafa einkum sett sjer i
fyrir mark og mið að æsa hina ætíð auð- j
vöktu öfund bænda yfir hinum — eins
og þeir kalla — allt of háu launum em-
bættismannanna. Þessar tilraunir hafa
þvi miður heppnast allt of vel. Það er
nú komið svo, að orðið „embættismaður"
næstum er orðið skammarorð hjerálandi
og að menn undantekningarlaust eru van-
ir að kalla embættismennina „hálaunaða
landsómaga““ [Þessi orð þurfa engin
mótmæli. Manni að eins blöskrar, að
það skuli vera íslensbur maður, sem seg-
ir þessi ósannindi um sína eigin landa.
Orðið „hálaunaður landsómagi“ er fund-
ið upp um hina hálaunuðu embættis-
menn í Reykjavík af — einum hinna
konungkjörnu].
I þessu sama brjefi talar hann um
kosningarnar til Þingvallafundarins, og
er einkennilegt að sjá, hvað hann ber á
borð fyrir Dani uin þær: „Þeir, sem
boða til fundarins“, segir hann, „haf’a af
klókindum, til þess, ef unnt væri að kom-
ast hjá því, að fara sneypuför, ráðið til að
velja fulltrúana með tvöföldum kosning-
um, þannig, að í hverjum hreppi skyldi
velja einn(!) kjörmann og kjörmennirnir
frá hreppunum koma siðan saman, til að
| kjósa 1—2 Þingvallafulltrúa. í hverjum
hreppi er það yfir höfuð auðvelt, að fá
einn mann, sem er fús til að mæta, sem
fulltrúi fyrir hrepp sinn til að greiða
atkvæði á hinum almenna kjörmanna-
fundi, annaðhvort kosinn af sjálfum sjer
eða eptir samráði við nokkrakunningja“.
[Þannig skýrir þessi höfðingi frá um
kosningarnar!].
Um kjörfundinn á Akureyri segir hann:
„Á kjörfundinum i Eyjafjarðarsýslu var
alþingismönnunum fýrir þetta kjördæmi,
sýslumanni B. Sveinssyni og bóndanum
Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, er höfðu
boðað til fundarins, veitt mikil mótstaða,
og sem fulltrúi var k.osinn skáldsagna-
höfundurinn Jónas prestur Jónasson, sem
hefur skrifað blóðugt háð um Þjóðliðið,
eins og jeg hef áður getið um, ásamt ó-
merkilegum manni“. [Þetta er bóksali
Frb. Steinsson, sem hinn orðvondi frjetta-
ritari nefnir svo, en hin mikla mótstaða
er amtm. J. Havsteen og Jón Hjalta-
lín].
Almenningur getur sjálfur dæmt um
þessi orð og þau dæma sig sjálf, en
þetta á að vera oss hugvekja um það, að
vjer megum ekki lengur láta þetta af-
skiptalaust. Þegar þingið kemur saman
næst, þurfa þingmenn að gjöra einhverj-
ar ráðstafanir til þess, að halda uppi
sóma þingsins og þjóðarinnar gagnvart
þeim, sem skrifa þannig í útlendum blöð-
um. Sem vott um það, hvernig hugur
manna er út af þessu, skulum vjer taka
upp nokkur orð úr brjefi frá Khöfn, sem
eru þannig:
„Yerst skyldi mjer þykja, ef ekkert
hefði orðið úr því, að fulltrúar yrðu send-
ir hingað til að tala við stjórnina, því
að bæði hún og menn hjer almennt hafa
rammskakkar hugmyndir um ástand og
almenningsálit á íslandi; ráðgjafinn þyk-
ist ekki hafa ástæðu til að leggja trún-
að á annað en það, sem embættis-eyrna-
snakkar hennar gjálfra í eyru honum,
og það, sem frjettaritararnir í „Dagblað-
inu“ og „Avísnum“ bera á borð, en það
er, eins og allir vita, mestmegnis ósann-
indi — en meðan ráðgjafinn hefur ekki
aðrar uppsprettur að ausa úr, en þessi
fúlu lokræsi, er ekki von á góðu. Þess
vegna hefði endilega þurft að senda
menn beinlínis af Þingvallafundi, til að
tala við ráðgjafann og framvegis þyrft-
um vjer . . . að hafa hjer svo sem tvo
officiella erindsreka, sem þingsins og
landsins vegna ættu að vera á verði fyr-
ir málum okkar“.
Reykjavík, 5. olct. 1888.
Brauð veitt. Þykkvabæjarklaustur 26. f. m.
prestaskólakandidat Bjarna Binarssyni, Rip 27. f.
m. prestaskólakandídat Hallgrími Thorlaeius, —
Þönglabakki 28. f. m. prestaskólakandídat Árna
Jóhannessyni, — Skorastaður s. d. prestaskólakand.
Jóni Guðmundssyni, — Helgastaðir 29. f. m. presta-
skólakand. Mattíasi Eggertssyni, — alstaðar eptir
yfirlýstum vilja safnaðanna, sem jafnframt afsalaði
sjer að neyta frekar kosningarrjettar síns.
Prestaskólakand. Bjarni Þorsteinsson var settur
28. f. m. til að þjóna Hvanneyrarbrauði i Siglu-
firði og JSviabekk í Olafsfirði.
Prestvígðir voru síðasta sunnudag ofannefndir
kandidatar og prestaskólakand. Jóbannes L. Jó-
hannsson, sem aðstoðarprestur sjera Jakobs Guð-
mundssonar á Sauðafelli, prestaskólakand. Ólafur
Pinnsson, sem aðstoðarprestur sjera Þorkells Bjarna-
sonar á Reynivöllum, og prestaskólakand. Jósep
Hjörleifsson að Otrardal.
Óveitt brauð eru enn tíu: Gufudalur (metinn
809 kr.), Hof og Miklibær í Óslandshlíð (926 kr.),
Hof á Skagaströnd (1089 kr.), Stóruvellir (1059
kr.), Hvanueyri (1062 kr.), Eyvindarbólar (1018
kr.), Svalbarð í Þistilfirði (970 kr.), Kirkjubær í
Tungu (1609 kr.), Kvíabekkur (980 kr.) og Hvamm-
ur í Laxárdai (9^9 kr.).
Straudferðaskipið Thyra fór lijeðan á ákveðn-
um tíma aðfaranótt 2. þ. m. og með því allmargir
farþegjar.
Gufuskipið MauritÍus, sem getið var í síðasta
blaði, kom liingað 30. f. m. frá Newcastle og fór
vestur 2. þ. m.
Mannalát. Nýlega er dáinn sjera Lárus Jó-
hannesson aðstoðarprestur sjera Vigfúsar Sigurðs-
sonar á Sauðanesi á Langanesi, fæddur 4. nóv. 1858,
útskrifaður úr latínuskólanum 1881, prestvigður
16. sept. 1883, sem aðstoðarpr. sjera V. S. Lætur
eptir sig konu og börn.
í f. m. varð úti Jón Árnason (ekki Árni Jóns-
son) bóndi á Ytri-Görðum i Staðarsveit á heitnleið
frá Búðum; var drukkinn mjög.
Sauðaverð hjá Knudsen hefur misprentast í
síðasta bl.; á að vera 13 kr. fyrir sauði, sem vega
105 pd.; 15 a. fyrir bvert pd. þar yfir.
Skipið Agnes Ann Wiguall, sem nefnt var i
siðasta blaði, var talið strandað og verður því
selt.
Yestmannacyjum, 23. sept. . . . „30 f. m. var
hjer róinn í land hvaiur liðugra 30 álna langur og
reyndist liann góður að spiki og rengi, en þvest-
ið ónýtt.
Jaktin „Jósephine", eign nokkurra bænda hjer á
eyju, fór út hjeðan til hákarlsafia seint í síðast-
liðnum marsmánuði, en síðan hefur ekkert til henn-
ar spurst; má því telja vist, að hún muni týnd,
og hafa drukknað á lienni 8 menn, 7 hjeðan og
einn úr Mýrdal, allir ókvæntir.