Þjóðólfur - 05.10.1888, Side 4

Þjóðólfur - 05.10.1888, Side 4
184 Prentsmiðja Þar eð hr. Sigfús Eymundsson í Reykjavík hef- ur í dag borgað mjer út að fullu með viðtekinni upphæð minn hluta at afrakstri prentsmiðjunnar, sem við höfuin átt saman, lýsi jeg yfir því, að all- ar útistandandi skuldir prentsmiðjunnar írá okkar sameignartíma eru hans full og lögleg eign, og eiga því allir, sem prentsmiðjunni skulda íyrir þetta tímabil, að greiða skuldir sínar til lians. Reykjavlk, 29. sept. 1888. Sigurður Jónsson. * * * Eptir að jeg hefi keypt af hr. Sigurði Jónssyni þann hlut, er hann átti i prentsiniðju þeirri er við j áttum saman, leyfi jeg mjer að tilkynna almenn- ingi, að prentsmiðjan er prýðilega útbúin fjöl- I breyttum og fallegum leturtegundum, og verða öll prentstörf greiðlega af hendi leyst, svo ðdýrt og vandað, sem framast er unnt að fá hjer á landi. — Bækur, eyðublöð, grafletur (einkar-skrautleg), reikniugar og hvað eina annað tekið til prentun- ar. Prentpappír eins vandaður og ðskað er, og ódýrri en nokkur annar hjer eða í Danmörk selur ^ann- Siyj-úo Symundooon. 421 Ljósgrár hestur dökkur í fax og tagl, al- j járnaður, með miklum hðfgöllum, einkum á fram- fótum; mark að mig minnir: blaðstýft fr. hægra, hefur tapast úr Reykjavík. — Finnandi er beðinn að koma honum til undirskrifaðs að Kolsholti í Flóa. Sigurður Jðnsson. 422 1 Nýútkomið er: Um menningarskóla eða um „lærða skólann“ í Reykjavík Og samhand hinna lægri sko'la við hann. Eptir Boga Th. Melsteð. Verð 65 au. EFNI: I. Vísindin hafa opnað augun á mönnum. Efni ritgjörðarinnar. II. Yfirlit yfir almennu skólana hjá oss. III. Tilgangur skólanna. IV. Hvernig fá skólarnir náð tilgangi sínum ? Uppeldi líkamans. Uppeldi sálarinnar. V. Tillaga um fyrirkomulag menningarskóla 0. fl. Fæst til kaups á Seyðisfirði, Akureyri, ísa- firði og í Reykjavík hjá undirskrifuðum. Sigurður Kristjánsson. 423 F rímerki. íslensk frímerki eru keypt fyrir hátt verð og peninga út í hönd eða i skiptum fyrir útlend frí- merki, ef þess er óskað. Brjef með tilboðum og frímerkjum sendist til F. Seith, Nansensgade 27, Kjebenhavn K. Ensk hljóöfræöi °g nokkur framburðar-sýnishorn eptir Geir T. Zoega. Fæst hjá höfundinum og öllum bðksölum í bænum. Verð: 40 aurar. 425 Sparisjóður Árnessýslu tekur á moti peningum og greiðir af þeim háa vexti; sparisjöðurinn lánar út pen- inga með vœgum kjörum. Sjóðurinn er fyrst um sinn opinn á hverjum sunnudegi frá kl. 2—4 í húsi Guðmundar bókhald- ara Guðmundssonar á Eyrarbakka. Bjiirn Bjarnarson. 426 Grár liestur tapaðist af Ánanaustatúni við Reykjavík, dökkgrár i fax og tagl, en ljðs grárri á skrokkínn, aljárnaður með fjórboruðum skeifum undir öllum fótum; mark: fjöður fr. liægra. Finnandi er beðinn að halda honum til skila að Ráðagerði í Leiru. Staddur í Reykjavík, 30. sept. 1888. t-ísli Halldórsson. 427 Eigandi og ábyrgðarmaður: JÞorleifur Jónsson, cand. phil Slcrifstofa: í liankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Eymundssonar. 162 á hvorki að vera lof nje last, en athugasemd vor stend- ur nú skrifuð, eins og einn af fræðimönnum fornaldar- innar hefur sagt. E»að er hægt að ímynda sjer, hver áhrif Alexis hlaut að hafa á liinar ungu meyjar. Hann var hinn fyrsti maður, sem þær hittu, alvörugefinn og dapran í anda, hinn fyrsti, sem talaði við þær um horfnar gleði- stundir og horfna æsku; auk þess var hatín með sorg- arhring með mynd af dauðs manns höfði. Þetta allt var alveg nýtt í hjeraðinu. Hinar ungu meyjar töluðu varla eða hugsuðu um annað en liann. En Lísa, dóttir Gregors Ivanóvitsch, eða Betsy — eins og f'aðir hennar var vanur að kalla hana — var sjerstaklega gagntckin af Alexis; þó hafði hún enn ekki sjeð hann, því að feður þeirra heimsóttu ekki hvor ann- an, en þó var hann orðinn umtalsefni allra annara ungra meyja í nágrenninu. Lísa var 17 ára gömul; hún var dökkeygð og var undur lagleg í andliti. Hún var einka- barn Gregors Ivanóvítsch’s og því alin upp í helst til miklu eptirlæti. Hún var kát og gáskafull og stöðugt í góðu skapi; faðir hennar liafði því fjarskalegt dálæti á henni, en kennslukona hennar varð mjög svo örvænt- ingarfull yfir henni. Þessi kennslukona var hjegóma- gjörn jómfrú ein, 40 ára gömul, jómfrú Jackson að nafni, 166 sem málaði andlit sitt og augabrúnir, las „Pamelu“* tvisvar sinnum á ári, fjekk 2000 rúblurílaun og dauð- leiddist í hinu skrælingjalega Rússlandi. Lísa hafði þjónustumey eina sem lijet Nastja. Þó að hún væri nokkuð eldri, var hún allt eíns kát eins og Lísa, sem hafði mjög miklar mætnr á lienni. „Má jeg vera að heiman í dag“, spurði Nastja einu sinni, þegar hún var að klæða Lísu. „Já, hvert ætlarðu?“ „Til Túgilóvó, á heimili Bercstoffs. Kona matreiðslu- mannsins heldur í dag hátíðlegan nafnadag sinn og í gær bauð hún okkur hjeðan til miðdegisverðar í dag“. „Það er skrítið!“ sagði Lísa, „húsbændurnir eru óvinir, en hjú þeirra eru vinir“. „Hvað koma húshændnrnir okkur við?“ sagði Nastja, „auk þess er jeg í yðar þjónustu, en ekki föður yðar, og þjer og hinn ungi Alexis hafið enn eigi átt í illdeil- um. Það færi betur, að feður ykkar einir eltu grátt silfur sín á miili, ef þeim þykir svo mikið gaman að því“. „Fyrir alla muni, reyndu, Nastja, að sjá Alexis og segðu mjer svo, hvernig liann lítur út og hvernig liann muni vora“. Nastja lofaði því og Lísa beið með óþolinmæði apt- *) Skáldsaga eptir Richardson, enskan skáldsagnaböfund.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.