Þjóðólfur - 16.11.1888, Síða 1

Þjóðólfur - 16.11.1888, Síða 1
Kemur út á t'östudags- morgna. Yerö árg. (60 arka) 4 kr. (erlindis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bund- in viö áramöt, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg. Reyk,jayík fostndaginn 16. nór. 1888. Nr. 53. Helga- Postilla, lieft 3ki\; í velsku handi g’yltu 4 kr.; í alskinni, g'ylt, 4 kr. 50 au. og- 5 kr. Bókverzl. Sigf. Eymundssonar. 514 Blaðamennska, -VVA/V-4/V-AÍV Engin staða er eins ábyrgðarmikil, eins og ritstjórn blaða, hvar sem er. Blöðin eru eins konar túlkar þjóðarinnar og jafn- framt andlegir leiðtogar hennar, en fyr- ir því er ekkert eins afarnauðsynlegt fyr- ir þjóðina, eins og að hafa blöð, sem eru alveg óháð og geta afdráttarlaust fram- fylgt fastri stefnu með einlægri og ein- beittri sannfæringu. Fyrir því er það, að það er eigi nærri því eins skaðlegt, að hafa hrein og bein apturhaldsblöð, eins og þau blöð, sem einlægt slá úr og í, ýmist fylgja þessari stefnu eða hinni, ýmist halda fram máli þjóðarinnar eða bregðast þjóðinni, eða eins og menn segja, bera kápuna á báðum öxlum. Þetta getur komið af mörgum ástæðum, fyrst og fremst af því, að ritstjórinn er svo innrættur, að hann getur eigi verið stefnufastur, en stundum kemur það af því, að menn kunna eigi að sjá sjer far- borða og steypa sjer í óbotuandi skuld- ir. Það er í þessu, sem svo mörgu öðru: „Lantakan er fyrsta rimin í misgerða- blað, því að þá fær það mikinn kaup- endafjölda. Hjer á landi er það heldur mein, að menn geta eigi haft samtök um að styðja það blað af alefli, sem menn eru sannfærðir um, að er einbeitt og stefnufast. En slíkt kemur með tíman- um. Það er með þetta, eins og margt annað, sem er í barndómi hjá oss; það fer smátt og smátt batnandi. Reykjavík, 16. nóv. 1888. Fræðslusjóður fátækra unglinga í Reykjavík. 13. þ. m. boðaði alþingis- maður Jón Ólafsson til almenns borgara- fundar hjer í bænum, til að ræða um að gera eitthvað annað til nytsemdar og gagns í minningu um 25 ára ríkis- stjórnarafmæli konungsins heldur en að uppljóma bæinn með kertaljósum, eins og bæjarstjórnin hafði samþykkt. Fund- urinn var haldinn í Good-Templarhúsinu og var efalaust hinn fjölsóttasti fundur, sem haldinn hefur verið um langan tíma hjer í bænum, alveg húsfyllir, svo marg- ir, sem staðið gátu inn í húsinu, líklega nálægt 500 manns, mest úr flokki sjó- manna og iðnaðarmanna, bæði karlar og konur, en margir urðu frá að hverfa sakir rúmleysis. Jón Ólafssnn, setti fundinn og mælti á liessa leið: stiganum“. Lánin og skuldirnar gera menn háða, og ef menn eru háðir þeim, sem berjast á móti áhugamálum þjóðar- innar, þá hlýtur slíkt að koma fram í blaðinu í hálfvelgju. Ef blöðin þora eigi að mæla á móti, þá reyna þau að þegja málefnið í hel, koma með uppástungur til að spilla samlyndi og samtökum manna, leiða menn á glapstigu og veita þeim á- rásir, sem þjoðinni fylgja með mestri ein- lægni. Þessi tvöfeldni er lítt þolandi. Slíkt a sjer ekki stað í fitlöndum, þar sem biaðamennska er komin á hátt stig. Fyrst og fremst geta stefnulaus blöð eigi þrifist þar, því að almenningur þolir eigi að blaðið beri kápuna á báðum öxlum, og svo er enn fremur það, að blöðin hljota að hafa miklar tekjur, ef menn finna., að biaðið er stefnufast og einlægt Að jeg hefi kvatt til þessa fundar, er eptir á- skorun ýmsra málsmetandi manna aí ýmsum stjett- um. Tilefnið er öllum kunnugt. Bæjarstjórnin hefur ákveðið, að minnast 25 ára ríkisafmælís h. hát. konungs vors með tólgarkerta-uppljómun í bæn- um. Þetta hefir vakið talsverða óánægju meðal alls þorra bæjarmanna, eins og aðsóknin að þess- um fundi sýnir. Jeg veit, að mínum heiðruðu sam- bæjarfulltrúum gengur gott eitt til með sína ráð- stöfnn, en engu að síður álít jeg hana óheppileg- an hjegóma. Og jeg get ekki aunað enveriðsam- dóma öðrum um það, að ]>að væri æskilegt, að ]>eim sem ekki vilja fylgja áskorun meiri hluta bæjar- stjórnarinnar nm upplýsinguna eða uppljómunina, gæfist kostr á, að sýna í verki, að þeim gengi annað göfugra til en níska eða smásálarskapur. Hefði Reykjavík verið efnaður bær, þá hefði síð- ur verið tiltökumál, þótr hún hefði tekið þetta fyr" ir. ... En Reykjavík er stórskuldug. að minnsta kosti í 60—80 000 kr. sknldasúpu. Reykjavík er svo fátæk, að meiri hluti bæjarstjórnarinnar álítur sig til neyddan, að synja árlega fjölda fátækra barna um uppfræðingu, svo fátækra, að engum dettur í hug, að bera það fyrir, að umsækjendurn- ir sé ekki styrks þurfar fyrir fátæktar sakir. Hjer í bænum gengur ekki þriðjungur þeirra þarna, sem eru á skóla-aldri, í barnaskólann, og frá bæjar- stjórnarinnar liálfu er ekkert eptirlit með fræðslu állra hinna. Hverjura er nú gagn eða einu sinni varanlegt gaman eða ánœgja í því, þótt brennt verði upp nokkur hundruð króna virði í kertum 15. þ. m.? Ekki konunginum. Hann sjer það ekki, og frjett- ir það ef til vill ekki. Og þótt hann frjetti það, þá mundi honum þykja það lítill sómi eða ánægja. Ekki bæjarbúum, engum nema i hæsta lagi stund- argaman fyrir krakka svo litla atund. Jeg skal ekki mála „skrattann á vegginn“ og spá eldsvoða eða öðrum slysum; það er vonandi, að hamingjan forði öllu slíku. En hættulaust er gling- ur þetta ekki. Hjer eru tóm timburhús, einlypt á hæð flest og ef kveikt er i gluggum, verða menn að taka tjöldin frá, svo ekki sje eldsvoðahætt, og sitja svo fyrir berum gluggum. Og hvað kostar þetta? Ef það á ekki að vera hrein ómynd, ef vera skulu tvær, þrjár ljósaraðir í glugga, litbrigði nokkur á o. s. frv., þá er óhætt að segja, þótt reiknað sje eptir ódýrasta kertaverðinu hjer, að með öllum út- búnaði kostar það 1 kr. 25 a. til 1 kr. 50 a. að uppljóma meðal-glugga......... Þjer vitið nú vel, hver um sig, hvað marga glngga þjer hafið, og þjer getið ætlast á, hvað yð- ur mundi kosta að upplýsa þá. Viljið þjer nú ekki verja svo sem svarar þeirri sömu apphæð til ann- arar upplýsingar þarfari og ánœgjulegri. Það er sagt um það fje, sem illa þykir varið, að því sje „kastað í sjóinn“. En er nokkuð betra að brenna fje sittt upp? Hvort þjer brennið upp kertum fyrir 5 krónur eða þjer takið einn 6 kr. seðil og brennið hann upp, það er hið sama........ Ánægjan er úti, þegar ljósið er slokknað. Það er engin ánægjuleg endurminning, sem eptir verð- ur. Það er ekkert lijarta til, sem árnar okkur blessunar síðar meir fyrir þet.ta. En et við nú hver um sig verðum sömu upphæð til þess, að mynda styrktarsjóð til uppfræðingar fá- tækum börnum hjer í Reykjavík. Væri það ekki gagnlegra, ánægjuríkara og sómasamlegra ? Ég býst við menn segi, það sé ekki til neins að tala nm samskot, menn sje svo fátækir. Ef við höfum ráð á að brenna upp nokkrum krónum, þá getum við eins vel sparað brcnnuna, en varið jafnmikln til þessa. Höfðingjarnir vilja ekki verða með, segja menn, og þá dregur svo litið um okkur smælingjana, Jeg veit ekki; jeg er nti viss um, að margir þeirra verða með; annað er engin á- stæða til að fetla; þeir geta það, þótt þeir kveiki. Og þó að þeir yrðu ekki með, þá getum vjer smælingjarnir mikið. „Vjer mörgu, vér smáu vjer vinnum þetta verk" segir skáldið Björnstjerne Björnsson. Má jeg minna yður á þetta hús, sem vjer komum nú hjer saman í. Jeg hef ásamt öðrum átt einna helstan þátt i að fá þvi komið

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.