Þjóðólfur - 16.11.1888, Síða 2
210
upp. Það var kallað ððs manns æði að hugsa til
pess, er vjer byrjuðum. Nfi stendur það hjer, kost-
ar talsvert á 5. þúsund krðna, og er reist af tóm-
um samskotum mestmegnis frá tómum fátækum
mönnum.
Og ekki þurfum við að setja fyrir okkur, að það
sje ekkert gagn i litlu, af því þörfin sje svo mik-
il. Enginn getur bætt úr öllu böli; en það er
engin ástæða til, að bæta ekki úr þvi litla, sem
maður nær til og er megnngur.
Gætum við skotið saman 500'kr., þá væri vext-
irnir af þvi nógir til að halda eitt barn i skóla á
ári hverju, og svo koll af kolli fyrir hverjar 500
kr., sem sjððurinn stækkaði. — Þótt ekki yrði
nema eitt barn, sem þannig yrði árlega bjargað
frá uppfræðingarleysi, þá er það ánægjulegra að
vita, að um aldur og æfi verða ávalt einhverjar
sálir, sem blessa minning þessa fyrirtækis og þess
dags, sem það er stofnað. Jeg veit með vissu, að h.
hát. konunginum mundi þykja vænna umaðminn-
íng rikisafmælis hans yrði heiðruð á þennan hátt,
heldur en þó að við brendum upp þúsundum punda
af tólg honum til vegsemdar.
En jeg orðlengi ekki um þetta: jeg veit að í
hjarta hvers yðar talar drengskaparins rödd þessu
máli betur en nokkur orðgnótt getur gert.
Þorlákur Ó. Johnson kaupmaður tók
siðan til máls og fór mörgum fögrum
orðum um, live tillaga Jóns Ólafssonar
ætti vel við; hann sagði, að það væru
tveir flokkar í bænum, annar vildi upp-
ljóma bæinn 15. þ. m., en hinn vildi það
ekki; þau ljós, sem þessir umljómunar-
menn ætla að kveikja á fimmtudagskveld-
ið, lifa skamma stund, og ljómi þeirra
gleymist fljótt; en við erum komnir hjer
til að kveikja annað ljós, annað æðra
ljós, sem mun ljóma og útsenda birtu
sína yfir bæinn um aldur og æfi. Að
endingu bað hann að skrifa sig fyrir
20 kr.
Eptir það fóru fundarmenn að skrifa
sig fyrir loforðum til sjóðsins, og feng-
ust á fundinum loforð fyrir rúmum 360 kr.*
Yar síðan kosin nefnd (Eir. Briem, Guð-
laugur Guðmundsson, sjera Hallgrímur
Sveinsson, Jón Ólafsson og Þorleifur
Jónsson) til að semja skipulagsskrá fyr-
ir sjóðinn. I dag verður haldinn annar
fundur meðal gefendanna til að sam-
þykkja skipulagsskrána.
Ríkisstjórnarafmæli konungs. Eptir
tilhlutun bæjarstjórnarinnar var dagur-
inn í gær hátíðlegur haldinn hjer í bæn-
um í minning um, að Kristján níundi
hefði setið að völdum í 25 ár. Á hverri
stöng í bænum blöktu fánar og umhverf-
is Austurvöll voru reistar stengur með
fánum; upp yfir dyrunum á þinghúsinu
og landshöfðingjahúsinu og víðar sást
kóróna, fangamark konungs og ártölin
*) Nú inn komnar fullar 500 kr.
1863 og 1888. Frá kl. 6 í gærkveldi
var miðbærinn uppljómaður með ljósum
og stöku hús annarstaðar. I öllum skól-
um í bænum var nemendunum gefið frí
í gær.
Það er þó eiginlega ekki fyr en í dag,
að 25 ár eru liðin, síðan Kristján níundi
varð konungur. Að vísu dó fyrirrenn-
ari hans, Friðrik sjöundi 15. nóv. 1863,
á áliðnum degi, en Kristján níundi tók
eigi við konungstign fyr en snemma
daginn eptir.
Fyrirlestur um lífið í Reykjavík
hjelt oand. phil. Gestur Pálsson hjer í
bænum 10. þ. m.; talaði hann um menta-
stofnanir, flokkaskipting, embættismenn,
kaupmenn, námsmenn, iðnaðarmenn, sjó-
menn, fjelög, skemmtanir, dansa, greptr-
anir, menntalíf o. fl. og lýsti ýmist bein-
línis eða óbeinlínis einkum skuggahlið-
unum á hverju einu. Fyrirlesturinn var
vel sóttur, víst um 200 manns.
Pelicail, gufuskip frá Liverpool, kom
hingað í fyrra dag og með því G. Thor-
dal, sem hafði fengið vörur í skip þetta
í Liverpool. Skipið lagði út þaðan 25.
f. m., en varð sakir illviðra að snúa
þrisvar sinnum aptur, i síðasta skiptið
til Skotlands og lá þá í 8 daga í Oban
til viðgerðar, því þá var kominn leki í
það, og í þvi veðri hafði orðið að kasta
nokkru af vörunum útbyrðis. Að síðustu
var það eigi nema S1/^ dag frá Oban
hingað. Mikið af vörunum er meira og
minna skemmt og getur verið að nokk-
uð af þeim verði selt við uppboð. Ei>tir
nokkra daga á skipið að fara til Isa-
fjarðar með salt, koma hingað aptur og
fara hjeðan með fje og hesta til Liver-
pool. ________
Útlendar frj ettir
bárust engar sjerlega merkilegar með
gufuskipinu Pelican.
Þýskalandskeisari var lieim kominn
úr ferð sinni til Ítalíu. í almæli er, að
Rússakeisari muni heimsækja liann í Ber-
lín á heimleið frá Kaupmannahöfn, þar sem
hann ætlaði að vera við ríkisstjórnaraf-
mæli Danakonungs.
Á Englandi voru mikil fundarhöld út
aí írska málinu, áður en þingið kom sam-
an snemma í þ. m. og lá Gladstone gamli
þar ekki fremur en endrarnær á liði sínu
til að mæla með sjálfstjórn írlands. Mál-
ið milli blaðsins Times og Parnells stend-
ur nú sem hæst og eigi unnt að sjá,
hvernig því muni lykta.
Rit Mackenzies læknis gegn þýsku
læknunum út af banameini Friðriks keis-
ara hefir verið gert upptækt á Þýska-
landi.
A milli Bandaríkjanna og Kínverja
er komiu upp þykkja mikil út af banni
gegn innflutningi Kínverja til Bandaríkj-
anna, enda er banni þessu beitt með mikl-
um strangleik og fjöldi Kínverja gerðir
apturreka, sem koma vilja til Bandarikj-
anna, jafnvel þó að þeir hafi áður verið
þar búsettir.
Járnbrautarslys varð við Grassano í
Ítalíu seint í f. m. og atvikaðist þannig,
að skriða fjell á járnbrautarlestina; 22
menn biðu bana, en um 150 meiddust
meir og mínna.
Harmagrátur apturhaldsmanna.
Hinir eyfirsku apturhaldsmenn sögðu
í sínu hjarta: „Yor hjörtu angrast og
vjer finnum sting í vorum nýrum, þvi
vor Gr(óði) lí(jargvættur) í útlöndum er
fallinn frá. Sjá! vor nauð er mikil.
Mennirnir vilja upp svelgja oss, óvinirn-
ir þrengja að oss daglega. Og sjá! þeir
eru margir, sem stríða á móti oss. Yort
hjarta skelfur og dauðans angist yfirfell-
ur oss. Yor sál mun verða sundur mar-
in, og hún mun fara eins og veggur,
sem hallast, eins og múr, sem niður brot-
inn verður. Fordjörfun er úthellt yfir
oss. Yjer munum verða upprættir á jörð-
inni“. Og sjá! þeir rifu sín klæði og
sitt hár og stráðu ösku i sin höfuð, og
þeir voru niðurlútir, því þeirra hjörtu
angruðust og þeir fundu sting i sínum
nýrum. Og sjá! þeir út sendu sína spá-
menn og þeir kváðu harmasöngva, því
þeirra G(óði) B(jargvættur) í útlöndum
er fallin frá. Og sjá þeir settu sína
harmasöngva í íslensk blöð.
E-yfiráinqur.
Auglýsingar.
Hvítt gcldillgslaillb hefur mjer verið dreg-
ið í haust með mínu rjetta marki: sýlt
hægra og fjöður framan, og sýlt vinstra og biti
aptan. Með því, að jeg á ekki lamb þetta, er
skorað á eigandann að gefa sig fram og semja við
mig um rnarkið.
p. t. Hafnarfirði, 7. nóv. 1888.
Friðrik Eggertsson,
frá Hvammi í Vatnsdal. 515
Fjármark mitt er sýlt og lögg apt. vinstra,
brennimark: E. J. L. 500
Stóruvatnsleysu í Strandahr., 9. nóv. 1888.
Einar Jónsson. 516