Þjóðólfur - 07.12.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.12.1888, Blaðsíða 2
226 færður um, eð þeir sjá það sjálfir, þegar þeir gæta betur að. Aðalástæðan var sú, að það væri ókristi- legt og stríddi á móti trúarbrögðunum, að gjöra kunnáttu í veraldlegum fræð- um, að skilyrði íyrir fermingu og þar af leiðandi nautn binnar beilögu kvöld- máltíðar. Af því jeg álít þetta mikil- vægt atriði, þá ætla jeg að fara um það nokkrum orðum. Ef bjer væri um eittbvert trúaratriði að ræða, ef fermingin væri sakramenti, þá væri þessi ástæða eðlileg, en nú er langt frá því, að svo sje. — Fermingin er fyrst lög'eidd hjer á landi með sljettu og rjettu konungsbrjefi 1741. I tilskip- un þeirri, sem þá var lögleidd, er það gjört að skilyrði fyrir því, að börn yrðu fermd eða fengju að staðfesta skírnar- sáttmála sinn, að þau hefðu numið höfuð- atriði hristindómsins og hefðu Ijósan sláln- int) á þýðingu fermingarinnar, og að eins þau börn, sem fermd höfðu verið, gátu verið til altaris. Það virðist eins og þessi tilskipun bafi vakað fyrir þeim, sem mæltu á móti því, að almenn upp- fræðing væri gjörð að fermingarskilyrði, eins og eittbvert beilagt „dogmau, sem ekki yrði frá vikið, en hún hefur verið breytingum undirorpin, eins og öJI mann- anna verk. Með konunglegri tilskipun 1759, var leyft að taka sjúk börn til altaris, þótt þau væru ekki fermd, ef presturinn áleit þau vel uppfrædd í krist- indóminum, og 1790 var með konungs- brjefi svo fyrir skipað, að börnin ættu að vera vel lœs áður en þau væru fermd og svo mikil áhersla var lögð á þetta fermingarshilyrði að sá prestur, er fermdi ólæst barn án leyfis biskups, skyldi fyrst sæta* fjársektum og svo missa embætt- ið, ef hann gerði sig fj órurn sinnum sek- an í þessu. Jeg tel sjálfsagt, að mörg- um prestum bafi þótt þetta óhæfa fyrst í stað, og hafi sumir máske vanrækt skyldu sína í þessu efni, en nú um lang- an tima hafa víst flestir prestar talið þetta sjálfsagt fermingarskilyrði, án þess að álíta, að það að nokkru *leyti van- helgaði eða rýrði hið háleita mið ferm- ingarinnar og hafa ekki hikað við, að vísa þeim börnum frá fermingu, sem ekki voru viðunandi læs. Þetta hefur leitt til þess, að dÚ er nálega hver maður læs hjer á landi, og eru víst allir á einu máli um það, að það er góður árangur *) Lovsamling íor Island, 5. bind., bls. 694 og Jón Pjetursson: Kirkjurjettur bls 97. og mikil framför frá því, sem áður var. Engum dettur þó í hug að segja, að það að kunna að lesa, sje nauðsynlegt til þess að nema höfuðatriði trúarbragð- anna og skilja þýðingu fermingarinnar eða neyta maklega hinnar heilögu kveld- máltíðar. Þar sem nú konungur gat 1790 gert lestur að skilyrði fyrir ferm- ingu, þá get jeg ekki sjeð neitt því til fyrirstöðu, að alþingi Islendinga um 1890 gjöri grundvallarþekkingu í al- mennum fræðum, að skilyrði fyrir ferm- ingu, ef það sjer, að það með því móti geti eflt menntun í landinu, þjóðinni til ómetanlegs gagns í andlegu og líkam- legu t.illiti. Jeg get ekki betur sjeð, en að uppfræðing í almennum fræðum, sem fremur á að miða til þess, að þroska liina andlegu hœfilegleiha barnsins, en til þess, að troða í það vissum frœða skammt, hljóti | að gera barnið móttækilegra fyrir hin guðdómlegu sannindi. Jeg ímynda mjer, að þegar menn íhuga það, sem hjerhef- ur verið sagt, þá munu þeir komast að þeirri niðurstöðu, að ekkert sje á móti því í sjálfu sjer, að þetta sje gjört að fermingarskilyrði, en þar með er ekki sannað, að það yrði til þess, að menn fremur ræktu uppfræðslu skyldu sína en ella, eins og jeg áður kvaðst sannfærður um. (Niðurl. næst). Stefán Stefánsson. Grænlandsför Nansens. Þess var getið í útlendu frjettunum í 55. tbl., að brjef hefði komið frá Nan- sen með gufuskipi, er kom til Noregs 9. f. m. Brjef þetta var til Gaméls í Kaup- mannahöfn, þess er kostaði ferð Nansens. Af því að í því eru hinar einu frjettir, sem menn hafa, enn sem komið er, af þessari merkilegu ferð, tökum vjer það hjer upp, þýtt úr skoska blaðinu „Tlie Scotsmanu 14. f. m. Brjefið er dagsett 4. okt. í Glodthaab á Grrænlandi, og er svohljóðandi: „Jeg hef loks þá ánægju, að láta yð- ur vita, að jeg er kominn yfir Grræn- land frá austri til vesturs. Mjer þykir slæmt, að tíminn leyfir mjer ekki, að segja yður nákvæmlega frá för minni. Jeg skrifa yður að eins þessi fáu orð með „kajakmanni11 (o: grænlenskum báts- manni), sem jeg sendi suður með strönd- inni, til þess að reyna að stöðva gufu- skipið Fox í Ivigtut og reyna að fá það til að taka okkur og flytja okkur heim í haust. Ef samt sem áður sendimaður minn nær skipinu, en það verður að fara án þess að geta sótt okkur, skrifa jeg yður þessar línur, til þess, að láta yður I vita, að við erum enn lifandi og að okk- ur liður vel. Eins og þjer munuð vita, yfirgáfum við Jason 17. júlí með besta útliti fyrir að allt gengi vel, og vonuðum við, að komast í land daginn eptir, en það brást. Hinn þungi sjávarstraumur með ísreki gjörði okkur það ómögulegt. ís, þar sem við hvorki gátum róið bátunum nje dregið þá, stöðvaði okkur. Einn bátur- inn brotnaði, en við gátum gert við hann, svo að hann varð eins góður og áður. Sjávarstraumurinn rak okkur til hafs með 40 milna* hraða á 24 klukkustundum. Yið vorum þannig 12 daga að hrekjast í ísnum og reyndum að komast í land. Þrisvar sinnum höfðum við von um að ná landi, en í hvert skipti var okkur hrundið frá landi með meira afli, en við gátum í móti staðið. Einu sinni á þeim sólarhring, sem við hröktumst mest til hafs, lá nærri, að við færumst í miklum sjógangi með óttaleg- um boðum, sem brotnuðu á ísnnm. Ept- ir tólf daga hrakning lentum við í And- retok fyrir norðan Cap Farwell, 61 gr. | norðl. br. og nokkrar mínútur, — sem jeg man ekki nú í svipinn. — Við rer- um norður með landinu til Univík og I byrjuðum ferðina yfir Grænland 15. ág. Við tókum stefnuna til Christianshaab. Yið lentum í stórhriðum og miklum snjó. Við sáum fram á, að við mundum ekki ná til Christianshaab nógu snemma, til að komast heim í ár. Við gerðum okk- ur betri vonir um það, ef við færum til Godthaab; sömuleiðis var merkilegra, að rannsaka isinn þar, sem enginn hafði komið áður. Við tókum því stefnuna til Godthaab. Þar sem leið okkar lá um, var hæðin allt að 10,000 íet yfir sjávar- armál og 40—50 stiga frost á Celcius. Nokkrar vikur vorum við um 9000 fet yfir sjávarmál; var þá mikill stormur á okkur og fannkoma og þung færð. Loks, undir lok septembers, náðum við landi nálægt Godthaab ; fyrir okkur varð ís mjög óreglulegur og illur yfirferðar, en loks komumst við þó niður í botn- inn á Ameralíkfirði. Við bjuggum til bát úr skipadúk, pokum, botninn úr tjald- gólfi og böndum. Sverdrup og jeg rer- *) Sjálfsagt enskar mílur ; 40 mílur þá = 10 vik- ur sjávar. Ritstj.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.