Þjóðólfur - 07.12.1888, Síða 3

Þjóðólfur - 07.12.1888, Síða 3
227 um síðan af stað í bát þessum og náð- um hingað 3. okt. eptir 4 daga harða útivist. Hina fjóra fjelaga okkar ætlum við að sækja svo fljótt, sem unnt er. Þeir verða að vera þar við rýran kost þang- að til. Þjer hafið nú fengið stuttlega skrifaða sögu okkar. Eptir allt og allt líður okkur öllum vel, og allt er eins og við óskum. Okkur þykir að eins slæmt, að við náuin ekki i gufuskip þetta, og að þjer getið ekki sjeð okkar veðurteknu andlit i staðinn fyrir brjef þetta". Krossasótt. Krossasótt er einhver hinn versti sjúk- dómur, scm menn geta fengið. Hún kem- ur mest fram á sinni sjúklingsins. Hann sinnir eigi reikningum eða neinum reikn- ingsskilum og verður önugur og illur í geði; sjerstaklega verður sóttin skæð í kring um alla konunglega liátíðisdaga og fylgir þá stundum með, að sjúklingurinn getur eigi greint satt frá ósönnu og eys auri alsýkna menn. Þessa sótt getur eng- inn læknað nema stjórnin. Ritstjóri ísafoldar er þungt haldinn af sótt þessari um þessar nnmdir. Greip sóttin hann hastarlega á ríkisstjórnaraf- mæli konungs, og byrjaði með því, að hann gat eigi greint satt frá ósönnu. Út- synningshryðjuveður sýndist. honum „blítt og fagurt“. Strjáliugur af mönnum varð „líklega liinn mesti mannfjöldi, sem hjer hefur sjest“, og dálítill ljósagangur varð „einhver hin besta skemmtun, sem lijer hefur nokkurn tíma verið til stofnað“. Síðan hljóp sóttin í geðprýðina. Rjcðst hann ofsalega á Jón Olafsson, á alla þá, sem styrktu Fræðslusjóðinn, á ritsjóra Þjóðólfs, ritstjóra Fjallkonunnar, presta- skólastúdenta, skólapilta o. s. frv. Enginn hefur ínátt minnast á ríkisstjórnarafmælið, svo hann yrði eigi trylltur. Hefur hann hlaupið kring um ríkisstjórnarafmælið, eins og grimmur varðhundur, sem urrar og geltir að þeim, sem koma nálægt. Sjerstaklega liefur liann orðið óróiegur út af lítilsháttar orðuin í Þjóðólfi, um að Kristján níundi hefði eigi tekið við kon- ungstign fyr en 16. nóv. 1863. Þessi sak- lausu og sönnu orð hafa gjört honum illt í sinni, og liefur hann nú hvað eptir ann- að (þrisvar!) látið í Ijósi megna óánægju sína yfir þessu með töluvert gallblönduð- um orðum um Þjóðólf. Þjóðólfur getur ekki læknað þessa veiki en hann hyggur, að þessi gallspýtingur verði læknaður með því að gefa inn nokkra dropa úr leiðandi grein í einu dönsJat stjörnarblaði; greinin er fremst á blaði í kveldblaðinu af Nationaltíð. 24. okt. og heitir „25. ára ríkisstjórnarafmæli Hans Hát. konungsins“; hún byrjar þannig: „Þótt undarlegt megi þykja, er eigi enn þá ákveðið, hvern dag ríkisstjórnarafmælið á að haldast opinberlega. Eins og kunn- ugt er, dó Friðrik sjöundi á Glúcksborg sunnudaginn 15. nóv. 1863 kl. 2—3 e. h. Nú er það gömul regla, að „konungurinn deyr, konungurinn lifir“ og að svo miklu leyti er málið fulljóst. En sumpart má hugsa sjer einhverja tilfinningu móti að lmlda hátíðlegan dauðadag hins „sálaða konungs“, sem þá var sannlega kvíðvæn- legur sorgardagur; sumpart var því frest- að, að gefa hinum nýja konungi konungs- nafn af ástæðum, er þegar skulu nefndar, til næsta dags, mánudagsins 16. nóv., og bæði þessi atriði geta því verið með þess- um degi“. Ritstjóri ísafoldar getur sjeð af þessu, að hið danska stjórnarblað talar um hið sama sem Þjóðólfur, og ef hann les stjórn- arblaðsgrein þessa til enda*, vonumst vjer til, að hann tali dálítið kurteislegar í næsta skipti. Þegar fróðleikurinn er lítill fyrir, er aldrei vert, að setja sig upp á „hinn háa hest“. Reykjavík, 7. des. 1888. Póstskipið Laura fór hjeðan til Khafn- ar 1. þ. m. og með því allmargir farþegj- ar, hjeðan: kaupm. Eyþór Felixson með konu sinni, J. 0. V. Jónsson, W. Ó. Breið- fjörð með konu sinni; Björn Sigurðsson | frá Flatey, Guðm. ísleifsson frá Eyrar- bakka, Olavsen frá Keflavik, Snæbjörn | Þorvaldsson frá Akranesi, Thorsteiusen frá Bíldudal, Tryggvi Gunnarsson, strandmenn I af Gránufjelagsskipunum, er strönduðu fyr- ir norðan, o. fl. Gufuskipið Peliean fór vestur á ísa- ! fjörð 24. f. m., kom þaðau aptur 3. þ. m.; fór hjeðan í gær með um 900 fjár og 100 hesta; með því tóku sjer far til út- landa kanpm. M. Jochumsson og Símon Alexíusson, sem komu með því frá ísafirði, og skipsstjóri Edílon Grímsson lijeðan úr bænum. *) Blaðið skýrir frá, að Kristján IX. hafi haldið ríkisráð h. 15. um kveldið, og hafi því í rauninni tekið við stjórninni h. 15., þótt hann hefði eigi verið formlega tekinn til konungs, fyr en daginn eptir. Bl. heldur því að h. 15. verði ákveðinn sem aímælisdagur, án þess þó að telja það fullvíst. Tíðarfar. Aptur komin hláka og besta veður, því nær alauð jörð í lágsveitum. Allabrögð. Fiskilítið er nú orðið á Innnesjum, en afli nokkur í hinum syðri veiðistöðum við Faxaflóa. Bestur skurður í Árncssýslu, sem frjetst hefur í haust, var á Hlíðarenda í Ölvesi, 3 sauðir, einn með 76 pd. kjöts og 23 pd. mörs, en hinir með 75 pd. kjöts og 20 pd. mörs livor. Æ Skýrslur um frálag og vænleika fjenað- ar á haustin ættu menn sem víðast að senda útgefanda búnaðarritsins, Hermanni Jónassyni búnaðarskólastjóra á Hólum, sem mundi taka þær eða útdrátt úr þeim í búnaðarritið. Fyrirspurnir. 1. Getur prestur krafist af manni þeim, sem flutti sig i kallið að vorinu, að hann vinni sjer dagsverk strags samsumars, þó hann vitanlega nái ekki í skiptitíund það ár? 2. Hvað langt má teygja niður eptir — eða í marga liði þýðingu orðsins „lifserfingar11, þegar um einhvern samning eður söluskilmála er aðræða? Svör. 1. Dagsverk eiga að borga bændur (o: þeir er húa að minnsta kosti á */2 hdr.), sem eigi tiunda 5 hdr. húsmenn, kaupstaðarborgarar og þurrabúðarmenn, sem eiga heimili forstöðu að i veita, og lausamenn, sjeu þeir ekki i skiptitíund, og eius þó að þeir tíundi ekkert; loks einhleypir húsmenn og vinnulijú, ef þau tíunda 60 álnir, og j hlýtur presurinn að eiga heiiuting á því „sam- sumars“. 2. Fyrir því eru engin takmörk; það virðist mega teygja það svo langt niður sem vera skal. Auglýsingar. Hentug iólagjöf. Hannyrðabókill fæst enn til kaups fyrir sama verð hjá undirskrifuðum. Þóra Thoroddsen, Jarðþrúður Jónsdóttir, Þóra Jöiisdóttir. 669 Nýkomiö í verslun Eyþórs Felixsonar. Bestu Syltctöi í bænum. Raspberry Jam (Hindbær). Strawberry Jam (Jordbær). Goodsberry Jain (Stikkelshær). Raspberry Jelly (Hindbær-Gelée). Ennfremur mikið af góöum vínföngum. Lemonade og Sodavatn. Margar tegundir af góðuiu vindlum. 0. fl., o. fl. 568 ALMANAK Þjóðvinafjelagsius um árið 1889 er til sölu: í Reykjavík lijá bóksala Sigfúsi Eymunds- syni og bðksala Sigurði Kristjáussyni; á Aki'iinesi hjá kaupmanni Böðvari Þor- valdssyni; á Blönduósi hjá kaupmanni J. G. Möller. Kostar 50 aura. 567

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.