Þjóðólfur - 21.12.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á, fÖBtudags-
morgna. Verð árg. (60
arka) 4 kr. (erlindis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. jflli.
ÞTÓÐÓLFUR
Uppsögn skrifleg, bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XL. árg.
Reyk,]aTÍk föstudaginn 81. des. 1888.
Nr. 59.
Erlendur Pálmason
í Tungunesi.
Mikið þykir Hiinvetningum og Skag-
iirðingum um fráfall Erlendar í Tungu-
nesi, og hafa brjef manna borið vott um
það. Vjer leyfum oss að taka upp nokk-
ur orð úr brjefi frá merkum manni í
Skagafirði um hann og enn fremur helstu
æfiatriði hans.
„Mikill skaði var að fráfalli Erlendar
í Tungunesi og hafa Húnavatns- og Skaga-
fjarðarsýslur misst þar sinn öflugasta for-
vígismann fyrir ýmsum nytsamlegum
fyrirtækjum, því að hann sameinaði svo
aðdáanlega það, sem sjaldan vill sam-
rýmast, fjör og framsókn æskumannsins
við hyggni og varfærni öldungsins, og
þar á ofan naut hann trausts og hylli
allra manna, æðri sem lægri. Sjer í lagi
hefur búnaðarskólamálið hjer nyrðra beð-
ið mikinn hnekki við fráfall hans, því
að það mál bar hann sí og æ fyrir brjóst-
inu og ljet aldrei linna að brýna fyrir
mönnum þau sannindi, og innræta öðr-
um þann hugsunarhátt, að umbætur í
búnaðarháttum væru undirstaða allra
þjoðþrifa. Hann var líka einn af þeim,
mjer liggur við að segja, fáu mönnum,
sem hafði óbifanlegt traust á framtíð
landsins, svo að það var sannarleg upp-
bygging, innan um allt vílið og volæð-
isskapinn, að eiga tal við hann‘l (úr brjefi
úr Skagafirði).
Erlendur er fæddur að Holtastöðum í
Langadal ‘20. nóvember 1820; foreldrar
hans voru Pálmi Jónsson og Ósk Er-
lendsdottir Gruðmundssonar, er bjó á
Holtastöðum og var maður fróður og vel
að sjer, smiður og heppinn læknir;
stundaði hann opt sjó á Skaga, og hrakt-
ist þaðan hinn minnisverða sjóhrakning
í 6 dægur, uns hann náði landi í Flat-
ey á Elateyjardal; iit af hrakningi þess-
um eru til sálmar og rímur, og þess
getið í tíðavisum. Með foreldrum sín-
um fluttist Erlendur 3 ára að Sólheim-
um, þar sem foreldrar hans bjuggu rausn-
arbui til dauðadags á sjálfseign sinni.
Ólst nú Erlendur upp hjá foreldrum sín-
um og vandist suemma við fjárhirðingu og
aðra búvinnu. Þegar hann var 16 ára, kom
faðir hans honum tilsjera Jóh.Pálss.,er þá
var prestur að Auðkúlu til að læra að
skrifa og reikna, sem þá var ekki títt,
og var hann við námið í 3 mánuði; á
þessum tima lærði hann nokkuð í dönsku
og varð með betri skrifurum. Eptir að
Erlendur dvaldi á Auðkúlu, fjekk hann
löngun til sjálfsmenntunar og iðkaði bók-
lestur. Þegar hann var 22 ára eða árið
1843, giptist hann Elísabetu Þorleifsdótt-
ur Þorkelssonar frá Stóradal, og byrjaði
búskap sama ár í Tungunesi og tók þá
jörð svo niðurnídda, að talið var lítt bú-
andi á henni; tók þá Erlendur til að
bæta jörð þessa, að húsum túni og engj-
um, og hjelt því stöðugt áfram til dauða-
dags. Þau hjón áttu saman 5 börn; af
þeim dóu 2 í æsku, en 3 lifa. Árið
1859 dó kona hans og saknaði hann
hennar sárt; bjó þá Erlendur 2 ár ó-
giptur, en árið 1862 giptist hann aptur
Ingibjörgu Cluðmundsdóttur frá Mána-
skál, bróðurdóttur fyrri konu hans;
áttu þau saman 2 dætur, er enn lifa.
Árið 1843 var fyrst hafist máls á að
stofna biinaðarfjelag í Svínavatnshreppi;
varð þá Erlendur fjelagsmaður og hafði
áhuga á, að fjelagið hjeldist við; árið
1855 var hann kosinn forseti þess, og
gengdi þeim starfa upp frá því til dauða-
dags; blómgaðist fjelegið svo undir stjórn
hans, að það þykir fyrirmynd annara
búnaðarfjelaga í amtinu. Sama ár (1855)
var hann kosinn hreppstjóri og gengdi
þeim starfa til 1859, að hann missti konu
sina, þa sagði hann af sjer hreppstjórn-
inni. Eptir að sveitarstjórnarlögin höfðu
fengið gildi, var hann kosinn í hrepps-
nefnd og sýslunefnd; í hreppsnefnd var
hann alls 12 ár, og í sýslunefnd 14 ár;
í sýslunefndinni var hann opt kosinn í
aukanefndir og til að semja ýmsar reglu-
gjörðir, og á Þingvallafund 1876, til að
stuðla að þvi, að kláðinn upprættist í
Borgarfjarðarsýslu, og tók hann þátt í
ýmsum ráðstöfunum til útrýmingar kláð-
anum í þau 20 ár, er hann hjelst við í
landinu.
Þegar búnaðarskólinn á Hólum var
stofnaður 1883, var hann fyrst kosinn
á fulltrúafund frá Húnavatnssýslu til að
ákveða fyrirkomulag hans, og síðan
sama ár i yfirstjórn skólans, varð hann
þá formaður stjórnarinnar og gengdi
þeim starfa síðan; leitaðist hann við að
efla skólann og bæta fyrirkomulag hans
á allar lundir og fá helstu menn lands-
ins til að styðja búnaðarskólann með
tillögum sínum á þingi og annarstaðar;
er alkunnugt, með hvaða áhuga hann
vann að því máli, sem hann áleit undir-
stöðu til framfara í landbúnaði, að bænda
efni yrðu vel menntuð í bókl. og verkl.
greinum, því hann áleit, að landið gæti
ekki tekið verulegum framförum, nema
jörðin yrði betur ræktuð og landbúnaður
yfir höfuð betur stundaður meðjarðrækt
og kvikfjárrækt. Árið 1884 hvatti hann
bæði Húnvetninga og Skagfirðinga tilað
stofna pöntunarfjel. og samdi frumvarp
til laga þess og var kosinn formaður
fjelagsins og hafði þann starfa á hendi
siðan, meðan hann lifði. Þannig var
hann formaður í stjórn búnaðarskólans á
Hólum, pöntunarfjel. og búnaðarfel. í
Svínav. hreppi á sama tíma, 67 ára að
aldri.
Auk þess sem landbúnaðarfjelagið
danska sýndi honum 1863 viðurkenn-
ingu fyrir unnar jarðabætur með því að
gefa honum ýms jarðyrkjuverkfæri, var
honum árið 1880 veitt heiðursgjöf af
styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. fyr-
ir framúrskarandi dugnað við jarðabætur
og búnað. Árið 1884 var honum veitt
heiðursmerki dannibrogsmanna, og 1888
gáfu sveitungar hans honum silfurdósir
sem þakklætisvott fyrir framkomu hans
bæði í búnaðarfjel. og öðrum málum.
Guðmundur Erlendsson.
Ógát og uppeldisfræði,
í síðasta blaði Þjóðólfs hefur Stefán
Stefánsson, kennari á Möðruvöllum, get-
ið þess til, að það mundi vera af ógáti,
að alþingismaður Ólafur Briem hefur bor-
ið það fram á alþingi 1887, að uppeld-
isfræði yrði kennd unglingum hjer á