Þjóðólfur - 28.12.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.12.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á. föstudage- morgna. Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlindis 5 ltr.). Borgist fyrir 15. júll. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg. Reyk,javík föstudaginn 28. des. 1888. Nr. 60. Bókaverslun Kr. Ó. Þorgríms- sonar selur Helgapostillu innhefta meö mynd fyrir aö eins 3 kr. (áð- ur 6 kr.). 598 Helga-PostilSa, MiúM heft 3kr.; í velsku bandi gjrltu 4 kr.; 1 alskinni, gylt, 4 kr. 50 au. og 5 kr. Sigf. Eymundssonar Bókverslun. 599 Þingvallafundurinn Og frjettaritari Dagblaðsins. Mönnum er minnisstætt, hvernig tek- ið var í Þingvallafundarboðið í sumar alstaðar um land. Menn risu upp, eins og einn maður og sendu fulltrúa á fund- inn, þar sem samþykkt var meðal ann- ars áskorun til þingsins, að halda áfram breytingunni á stjórnarskránni. Ekkert gat fremur en þetia verið óræk sönnun fyrir viija landsmanna í þessu máli. Engum lifandi manni gat dottið í hug, að nokkur væri svo einfaldur, að halda að menn hefðu alstaðar um land af ein- tómri hræsni kosið fulltrúa til fundarins til að framfylgja breytingu á stjórnarskránni, að íúlltrúarnir hefðu um liásláttinn — aðalbjargrgeðistímann — tekist jafnlanga ferð á hendur rjett að gamni sínu, til þess að tala fyrir og greiða atkvæði með stjórnarskrárfcreytingu, án þess að hug- ur fylgdi máli. Öllum var ljóst, að Þingvallafundurinn dauðrotaði þá við- báru, sem hinir fáu mótstöðumenn máls- ms hafa jafuan barið fram, að stjórnar- skrárbreytingin væri ekki vilji lands- manna. Hjer á landi hefur enginn þor- að að koma fram með aðra skoðun um fundinn. Erjettaritari Dagblaðsins, sem er einn af sauðahúsi stjórnarinnar, eins og kunn- ugt er, hefur þó reynt, að telja hinum raðandi mönnum í Danmörku trú um, að Þingvallafundurinu væri engin sönn- un fyrir vilja landsmanna og segir í Dagblaðinu 2. okt. meðal annars: „Ef spurt er um, hvort allar áskoranir þær, sem samþykktar voru á Þingvallafund- inum, sýni þjóðviljann hjer á landi, verð- ur, ef satt skal segja, að svara þessu neit- andi. Stjórnarskrárbreyting sri, sem meiri hlutinn hefur stungið upp á, er engan veginn einlæg ósk hinnar íslensku þjóð- ar. Það gagnar ekki, að stjórnbreyt- ingamennirnir segja það. Sannleikurinn er, að þjóðin yfir höfuð finnur engan veginn, að hin núgildandi stjórnarskrá leggi á hana nokkurt ok, nokkra minnstu hindrun, sem sje þvi til fyrirstöðu, að allir og sjerhver geti óhindrað starfað að framförum landsins“. [Einfalda má frjettaritarinn telja hina ráðandi menn í Danmörku, ef hann ætlast til að þeir trúi þessu, í sama augnabliki, sem þeim er sagt frá, að fulltrúar úr því nær öll- um kjördæmum landsins hafi safnast saman á Þingvelli, til að herða á þing- inu að halda fram breytingu á stjórnar- skránni]. „Islendingar eru mjög gefnir fyrir bóka- og blaðalestur“, heldur frjetta- ritarinn áfram, „og þegar nálega í öll- um blöðum vorum, einkum Þjóðólfi og Þjóðviljanum, nálega í hverju númeri, er brýnt fyrir mönnum, hversu óhafandi hin núgildandi stjórnarskrá sje, og stjórn- inni við hvert tækifæri gefið olnboga- skot, þá er það ekki undarlegt, þótt þjóðin leiðist í villu, einkum þar eð vjer höfum ekkert blað, sem stendur á móti þessum æsingum“. En hvers vegna hafa þeir ekkert blað ? Það hefur þó opt verið reynt að halda hjer úti stjórnarblaði. En hvernig hef- ur það farið? Þau hafa öll oltið út af eins og horgemlingar á vordegi, af því að enginn hefur viljað sjá þau, sem er aptur einhver hin besta sönnun fyrir skoðun landsmanna í stjórnarskrármál- inu. P e n i n g a s e n d i n g a r. Aldrei skyldi nokkur maður senda pen- inga öðru vísi en með pósti, ef það er mögulegt. Þetta gera þó ekki nærri allir. Ef ferð fellur samhliða pósti, kjósa margir að senda peningana með þeirri ferð utan pósts, ýmist af fávíslegri sparn- aðarímyndun, er þeir sjá í að borga burð- ar- og ábyrgðargjaldið ineð póstinum, eða af því, að sumir halda jafnvel, að það sje vissara að senda peninga með einhverjum áreiðanlegum manni, en með pósti. En þetta er háskalegur misskiln- ingur. Hvað getur ekki komið fyrir þennan „áreiðanlega“ mann? Hann get- ur farist í ár og vötn, peningarnir týnst o. s. frv. Og það vitum vjer nokkur dæmi til, að maðurinn hefur eytt pen- ingunum og eigi skilað þeim, svo að miklir vafningar og rekistefna hefur orðið úr á eptir. En hvað sem sent er með pósti, bæði peningar og annað, sem ábyrgð er fengin á, er í ábyrgð póst- stjórnarinnar frá þvi það er afhent póst- afgreiðslumanni eða brjefhirðingamanni, þangað til því er skilað til viðtakanda; ef sendingin ferst á þeirri leið, fær sá, er hana sendi, verð hennar endurborgað úr landssjóði. En vissast er fyrir alla, að fá kvittun fyrir að þvílikar sending- ar sjeu afhentar til póstflutnings. Þá er annað, sem menn gjalda eigi varhuga við sem skyldi, að peningar eru sendir öðrum, en þeim, sem þá á að fá, og hann beðinn að borga þá hinum eiginlega viðtakanda, þegar t. d. manni hjer í bænum eru sendir peningar, sem hann er beðinn að borga í bankann, landssjóð eða öðrum. Þetta hefur á síð- ari timum, einkum síðan bankinn var stofnaður, farið svo í vöxt, að það er orðin sönn þörf, að gefa mönnum bend- ingar um þetta. Menn skyldu jafnan senda peningana hinum rjetta viðtakanda, t. d. landsbank- anum sjálfum, ef hann á að fá þá, lands- sjóði (landfógeta), ef hann á að fá þá, o. s. frv. Það er hinn langtryggasti vegur að koma peningum, því þeir eru í ábyrgð póststjórnarinnar, þangað til þeir eru komnir til þess, sem á að fá þá. Aptur á móti er það alls ekki hættu- laust, að senda öðrum peninga og biðja hann að borga þá aptur frá sjer, þvi að peningarnir geta farist á einn eða ann- an hátt, meðan þeir eru í hans vörslum. Það hefur t. d. opt komið fyrir, að mað- ,ur hjer í bænum hefur fengið með sama pósti frá ýmsum svo þúsundum króna

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.