Þjóðólfur - 28.12.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.12.1888, Blaðsíða 2
238 skipfci, sem hann er beðinn að borga í bankann. Hann hefur tekið við pen- ingunum á áliðnum degi, og því eigi getað borgað þá í bankann fyr en dag- inn eptir; en í millibilinu gætu pening- arnir farist í eldsvoða eða á annan hátt, og yrði það þá þess skaði, sem sendi, því að af hinum, sem tekið hefur við þeim til að borga þá frá sjer, verður eigi heimtað meira, en að hann geymi þá sem sína eigin peninga. — Auk þess bakar það þeim fyrirhöfn, sem fær þann- ig senda peninga til að borga öðrum; slíkt hefur og óþarfa kostnað í för með sjer fyrir þann, sem sendir, því að hann verður náttúrlega að borga ómakslaun og undir kvittun til baka. Ef aptur á móti eitthvað þarf að gera meira en að borga peningana, t. d. að semja um eitthvað við viðtakanda, eða ef sami maður þarf að borga mörgum mönnum smáupphæðir á sama stað (t. d. í Reykjavík), þá er allt öðru máli að gegna; þá er eðlilegast, að senda pen- ingana einum manni og biðja hann að annast slíkar smáborganir og samninga við hlutaðeigendur. Reykjavík, 28. des. 1888. 1 Fornleifafjelaginu var haldinn árs- fundur 22. þ. m. Forseti (Sigurður Yig- fússon) skýrði frá nokkrum rannsókn- um á sögustöðum á Vesturlandi, er hann hafði kannað á rannsóknarferð sinni síð- astliðið sumar og minntist á, að Forn- gripasafnið ætti fjelaginu mikið að þakka, því að á rannsóknarferðum sínum hefði hann getað útvegað safninu marga gripi o. s. frv. Hann kvaðst hafa í hyggju, að halda 3—4 fyrirlestra í fjelaginu í vetur um fornfræðisleg málefni. — Fje- lagsmenn höfðu fjölgað undir 20 þetta ár, og eru nú um 180. Prófessor Eygh í Kristíaníu, sem gengið hefur í fjel. þ. á., hefur gefið því merkilegt rit með mörgum myndum af forngripum í Nor- egi, og minntist forseti þess með þakk- læti. Hann minntist og sjerstaklega eins látins fjelagsmanns, bókavarðar Jóns Arnasonar, sem var einn af stofnendum fjelagsins og embættismaður þess, síðan það var stofnað. — Reikningar fjelags- ins voru lagðir fram, og átti það í sjóði í byrjun fjelagsársins (1. ág. síðastl.) 325 kr. 72 a., en síðan hefur talsvert komið inn, svo að það á nú um 400 kr. — Frestað var eptir tillögu Á. Thorsteins- sonar til næsta aðalfundar, að kjósa skrif- ara og 2 fuiltrúa. Tíðarfar. Hjett fyrir og um jólin hefur hlaðið niður miklum snjó, svo að nú mun víða vera haglítið, einkum af af því að spilliblota gerði 23. þ. m. Ofsaveður gerði hjer á áliðnum degi 23. þ. m. af útsuðri ; en eigi hefur frjetst, að það hafi gert neinar st<)rskemmdir, enda stóð það eigi nema fáar klukku- stundir. Samsöng hjelt söngfjelagið Svava hjer í bænum 22. þ. m. undir forustu organ- ista Jónasar Helgasonar. Tannlæknir Nickolin söng einnig nokkur lög solo, og þótti þ a ð góð skemmtun. 24 stúlknr, sem tóru frá Svíþjðð til Ameríku í sumar, giptust allar jaínskjótt sem }>ær stigu þar á land, sænskum mönnum, sem þær höfðu aldrei sjeð fyr. Höfðu J>eir gegn um hjúskaparskrifstofu eina i Stokkhólmi komist í makk við allmargar ungar stúlkur i Svíþjóð, sem urðu að senda þeim myndir af sjer og prestsvottorð uin gott siðferði. Þeir höfðu svo valið sína hver, sent þeiin farar- eyri til að komast til Ameríku. hjeldu brúðkaup sín, jafnskjótt sem þær komu, í mesta flýti, allir 24 í einu. Auglýsingar. Búnaöarritiö. Þeir, sem skulda fyrir búnaðarritið, I. og II. árg., eru vinsamlega beðnir, að láta ekki lengur dragast, að borga það annaðhvort til undirskrifaðs eða útgefandans Hermanns Jónassonar á Hólum í Hjaltadal. Reykjavík, 27. des. 1888. Siguiður Kristjánssou. 600 Seldar óskilakindur í Urindavíkurlireppi haustið 1888. 1. Svart gimbrarlamb, m.: heilrifað biti fr. h., fjöður fr. v. 2. Hvíthníflóttur sauður, tvævetur, m.: stúfrifað og biti fr. h., stúfrifað v.; brenniraark: lítt læsilegt L. P. 3. Hvíthyrnd ær, 4—5 vetra, m.: sýlt li., gagn- bitað v., ólæsilegt brennim. Andvirði þessara kinda, geta rjettir eigendur fengið, að frádregnum kostnaði, hjá undirskrifuð- um hreppstjóra, til næstkomandi fardaga 1889. Garðhúsum, 18. des. 1888. ___________Einar Júusson._______601 IPSF'’ á næstu krossmessu (14. mai), getur góð- ur fjárhirðir fengið vist á bæ í Árnessýslu, ein- ungis til að hirða fje. Ef haun hefur góð með- mæli frá áreiðanlegum manni, má hann búast við, að hafa betri kjör, en vinnumenn almennt hafa. Ef nokkur vill sinna þessu, gefi hann sig fram við ritstjóra Þjóðólfs, sem vísar á staðinn. 602 Þakkarávarp. Þegar við undirskrifuð urðum fyrir því í aftakaflóðinu, sem hjer bar að 22. f. m. að missa í sjóinn 5 mannafar og 2 mannafar, sem braut alveg í spón, urðu þessi heiðurshjón til að rjetta okkur fljótt sína hjálparhönd: Hákon Eyj- ólfsson og Guðrún Eyvindsdóttir í Stainesi, með því að gefa okkur 20 kr., Daði Jónsson og -Helga Loptsdóttir á Bala 5 kr., Tómas Fyjólfsson og Sig- ríður Guðmundsdóttir í Gerðakoti 6 kr., þess má og sjerstaklega geta, að Stafneshjónin hafa sýnt staka hjálpsemi og jafnvel gefið stórgjafir mjer og öðrum, sem orðið hafa fyrir atvinnumissi og óhöpp- um. Fleiri hafa einnig sýnt oss ýmsa hjálp, þótt hjer sjeu eigi taldir. Öllum þeim, sem rjett hafa okkur hjálparhönd bæði nú og fyr, biðjum við þann að borga, sem lofað hefur að láta ekki einn svaladrykk ólaunaðan, af góðu hjarta úti látinn. Glaumbæ, 18. des. 1888. Jún Júnsson, Ragnhildur Rúnúlfsdúttir. 603 ALMANAK pjóðvinafjelagsins um árið 1889 er til sölu: 1 Reykjavík hjá bóksala Sigfúsi Eymunds- syni og bóksala Sigurði Kl'istjánssyni; á Akranesi hjá kaupmanni Böðvari Þor- valdssyni; á Rlönduúsi hjá kaupmanni J. G. Möller. Kostar 50 aura. 604 er ekki oltta nema á hverjum pakka standi eptirfylgjandi ein- kenni: MANUMUIUhcU | Ijff-É^J.LICHTIIMCER | EL Copenhagen. ^ 6Q6 Magaveiki, höfuöverkur, magnleysi. Magaveiki, höfuðverkur og m a g n 1 e y s i þjáði mig um langan tima; en er jeg hafði drukkið tvö glös af Brama-lífs-elxíri Mansfeld-Biillners & Las- sens, fjekk jeg aptur fulla heilsu. Kona mín hefur verið veik i tvö ár, og batnaði fyrst er hún fór að taka inn bitter þenna. Leiðuodda við Skien. Hans Jörgensen. Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-elixír eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildin- um á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og nnsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappan- um. Mansjdd- B ídlner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-lifs-elixír. Kaupmannahöfn. Vinnustofa: Rörregade No. 6. 606 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Júnsson, cand. phil. Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Eymundssonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.