Þjóðólfur - 08.02.1889, Page 1

Þjóðólfur - 08.02.1889, Page 1
Kemur út á föstudags- morgna. Yerö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júll. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XLI. árg. Reyk,jaTÍk fostudaginn 8. febr. 1889. Nr. 7. Bókaverslun Kr. Ó. Þorgríms- sonar selur Helgapostillu innhefta meö mynd fyrir aö eins 3 kr. (áð- ur 6 kr.). 598 Helga-Postilla. lieft 3kr.; í velsltu handi gyltu4kr.; í alskinni, ifylt, 4 kr. 50 au. og- 5 kr. Sigf. Eymundssomy Bókverslun. 40 Horfurnar í stjórnarskrármálinu. Frj ettar i tararnir til hægri blaðanna í Danmörku skrifuðu, að það hefði ein- göngu verið endurskoðunarmenn stjórn- arskrárinnar, sem hefðu haldið fund með sjer á Þingvöllum í sumar. Vjer getum eigi sagt annað um þetta, en spurt: „Hvers vegna er verið að bera fram ó- sannindi við Dani og blekkja þá?“ Frj ettaritararnir vita þó, að allir lands- menn tóku þátt í kosningum til Þing- vallafundarins. Einum mótstöðumannin- um heppnaðist að ná kosningu. Svo ekki sje farið lengra, en til kosningarfundar- ins hjer í Reykjavik, þá boðaði alþing- ismaður bæjarins til funda,rins og setti hann. Nei, það voru allir landsmenn, sem sendu fulltrim sína til Þingvalla- fundarins, og þeir tóku meiri þátt í kosn- ingunum, en þeír hafa nokkru sinni áð- ur gjört í kosningum til alþingis. Yfirgnæfandi hluti landsmanna vill fá breytingu á stjórnarskránni í líka stefnu og haldið hefur verið fram á síðustu al- þingum. En nokkrir eru á móti. Og hverjir eru þeir? Tryggvi Gunnarsson segir: „Embættismennirnir!“ En þetta er einnig blekking. Það þarf eigi lengra að fara en til Þingvallafundarins. Þar mæta sem fulltrúar 11 embættismenn og þeir eru allir með stjórnarskrármálinu. Vjer höfum viljað taka þetta skýrt og ljóst fram til þess, að menn skyldu eigi láta blekkingar þessar leiða sig á glap- stigu, eins og lýsir sjer i því, ef menn ætla sjer að bera saman stjórnarbarátt- una við deilurnar milli hægri manna og vinstri manna í Danmörkn. Þar var að ræða um flokksmál. En í stjórnarskrár- málinu er allt öðru vísi ástatt, því að það getur aldrei myndast neinn flokkur hjer á landi, sem skrifar á merki sitt: „Aldrei innlend stjórn á íslandi“. Til þess, að sanna þetta, þarf ekki nema að minna menn á, að allir mót- stöðumennirnir i stjórnarskrármálinu segj- ast sjálfir vilja hafa innlenda stjórn. Blað- ið „Lýður“, sem talið er að flytji skoð- anir mótstöðumannanna., hefur skýlaust lýst því yfir, að það vildi fylgja fram hinum þremur aðalkröfum Islendinga, sem talað er um í fyrirlestri Páls Briems um stjórnarskrármálið. Dr. Jón- assen sagði á alþingi 1887: „Mín per- sónulega skoðun er sú, að oss beri eptir fremsta megni, að fá stjórnina sem mest inn i landið í ollum þeim málum, er Is- land sjerstaldega varða“ (Alþ.tíð. 1887, B, 528). j Þeger vjer því virðum fyrir oss vilja landsmanna og persónulegar skoðanir mótstöðumanna vorra, þá er það mjög ólíklegt, að innanlandsbarátta geti kom- ið upp eptir þetta. Það er fenginn dóm- ur i málinu, sem menn vonandi sætta sig við, og því er eðlilegast að skoða horfurnar í stjórnarskrármálinu þannig, að menn hjer eptir vinni í bróðerni að málinu og ræði það á næstu þingum með sátt og samkomulagi. Hinar þýðingarmestu afleiðingar stjórn- arskrárbaráttunnar eru þær, að alþing verður haldið á hverju ári. En það er einmitt afarnauðsynlegt, hvort sem er. Það er svo margt, sem þarf að bæta í löggjöf landsins. og margt, sem þarf að gjöra til þess, að efla framfarir þess, að það getur aldrei átt betur við en nú, að taka undir með Jóni Sigurðssyni, er hann sagði: „á liinu þykir oss engu minna ríða, að þing verði lialdið á hverju ári. Vissulega yrði þetta mikill kostnaður, en það yrði tilvinnandi og mundi bera marq- faldan ávöxt“ (Andvari 1874, bls. 122— 23). ---o>-«=>00-<o- England og Queensland. Það var minnst á deilu milli Eng- lands og nýlendunnar Queensland í Ástr- alíu út af skipun landsstjóra í útlendum frjettum í Þjóðólfi. Vjer hyggjum að ýmsum muni forvitni á að fá nánara að vita um þetta mál og viljum því segja sögu þess, eptir því sem skýrt er frá í einu blaði hægri manna í Danmörku, „Nationaltidende11 29. nóv. 1888. Nýlendur Englands í Ástralíu eru 7 og heita: Nýja Suður-Wales, Viktoría, Suður-Ástralía, Vestur-Ástralía, Queens- land, Tasmanía og Nýja Sjáland. Þær fengu sjálfstjórn 1851, sama árið sem þjóðfundurinn var hjer. Stjórnarskipun nýlendanna er sniðin eptir stjórnarskip- un Englands. Enska stjórnin skipar landsstjóra, er tekur sjer ráðgjafa sam- kvæmt þingræðisreglum. Löggjafarvald og fjáiforræði er hjá þingi í tveimur málstofum (efri og neðri málstofu), og hafa nýlendurnar umboðsmenn fyrir sig í Lundúnum. í haust átti að skipa nýjan landstjóra í Queensland, og skipaði Knutsford lá- varður, sem er nýlenduráðgjafi í Eng- lands stjórn, mann að nafni Henry Blake í það embætti. Hann hafði verið í lög- reglustjórn á Irlandi og komið fram með hörku mikilli við Ira, en í Queensland er fjöldi írskra manna, og þegar þetta frjettist þangað, urðu menn æfir við. Ný- lendustjórinn ljet umboðsmann sinn í Lundúnum, Archer að nafni, tala við Knutsford lávarð og biðja hann að taka skipun sína aptur, en hann neitaði. Nú litur út fyrir að Archer umboðsmaður hafi farið að tala máli nýlendunnar og reynt að fá Englendinga í lið með sjer. Menn fóru að ræða og rita um málið á Englandi. í enska þinginu var gjörð fyrirspurn til stjórnarinnar, en hún vildi ekki slaka til. Þegar þetta frjettist til Ástralíu, kom hreifing á menn einnig í hinum nýlendunum. Æðsti ráðgjafinn í nýlend- unni Viktoríu, Duncan Gilliers, sagði á þingi, að hann viðurkenndi, að enska stjórnin hefði fullan rjett til að skipa

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.