Þjóðólfur - 08.02.1889, Blaðsíða 2
26
landsstjóra í nýlendunni, en hann kvaðst
vona, að Englandsdrottning mundi aldr-
ei skipa þann landsstjóra í Yiktoríu, sem
landsmönnnm geðjaðist eigi að. Lík yíir-
lýsing kom fram í Nýja Suður-AVales.
Æðsti ráðgjafinn í nýlendunni, Henry
Parker, lagði fram á þingi ávarp til Eng-
landsdrottningar, þar sem var skorað á
drotninguna að gjöra að eins framúrskar-
andi stjórnvitringa að landstj. í nýlend-
unni og leita jafnan álits nýlendumanna,
áður en þeim væri skipaður landsstjóri.
Þegar fregnin um þetta kom til Eng-
lands, ásetti enska stjórnin sjer, að koma á
sátt og samkomulagi. Knutsford lávarð-
ur skoraði á Queenslandsstjórn, að færa
ástæður fyrir mótmælum sínum gegn
Henry Blake. Þetta gjörði nýlendustjórn-
in. Fyrst og fremst sagði hún, að Hen-
ry Blake væri ekki nógu mikill stjórn-
fræðingur, því að hann hefði verið lands-
stjóri í Nýfundnalandi, en farið frá ept-
ir eitt ár, en landsstjóri í Queenslandi
yrði að vera alreyndur stjórnvitringur.
Því næst væri Blake illa þokkaður hjá
miklum hluta landsbúa fyrir framkomu
sína á Irlandi og að endingu kvað stjórn-
in, að ef Blake væri skipaður landsstjóri
í móti vilja landsmanna, myndi honum
verða hætt við, að meta meira hag Eng-
lands heldur en nýlendunnar, en við slíkt
gæti Queensland því síður unað, sem það
sjálft greiddi honum launin.
Þessar ástæður tók stjórnin til greina.
Knutsford lávarður tók aptur skipun
sína.
„Með þessu“, endar blaðið, „sýndi
stjórnin hyggindi á tvennan hátt; fyrst
og fremst komst nýlenduráðgjafinn hjá,
að fá ósæmd af málinu, og í öðru lagi
hindraði hún þá menn í Ástralíu, sem
vilja skilja við England, frá að nota
þetta atvik til að efla sinn málstað11.
Hvað geta Islendingar lært af þessari
sögu?
Tollurinn og vínfangakaupin. í blaði
Öood-Templara hjer á landi, segir svo
sumarið 1887 (Islenzki Grood-Templar
1887, nr. 9). „Tollhækkun á vínföngum
og tóbaki er á prjónunum í neðri deild.
Hækkun á vínfangatollinum hefur von-
andi sömu afleiðingar og hingað til, að
minnJca ofdrykkjuna ogspara landinu
Iteynslan og vínfangatollurinn. Al-
þingismaður Jón Ólafsson neitar því, að
*) Uudirstrykað af ritstj.
tollurinn minnki vínfangakaupin hjer á
landi, þótt það eigi sjer stað í öðrum
löndum; „hjer getur það ekki átt sjer
stað“. „Það sýnir reynslan hjer á
landi, og „reynslan er sannleikuríl ,
sagði Jón gamli Repp, og jeg segi
það með og líklega fleiri“. Eptir að
vínfangatollurinn var lögleiddur 1872, var
þó árlega eytt í landinu nærri helmingi
minna af vínföngum en áður hafði átt
sjer stað um mörg ár.
Reykjavík, 8. fébr. 1889.
Tíðarfarið er þannig að þeir, sem
berja sér, eru farnir að kveða vísuna:
„Isar hlæðast yfir mold,
eyðist bjargarfengur,
bylgjur æða, fyrnist fold,
flest til þurðar gengur“.
Otto Wathne og „Lady Bertha“. Hinn
17. janúar var stórstreymt, en það var
tilætlun Otto Wathnes að bíða þangað
til straum stækkaði. Hinn 16. janúarfór
hann að reyna að koma skipinu út á
sjóinn; um kveldið varð það dregið út
hálfa skipslengdina, en það var þrautin
mest. Vermenn, sem lögðu af stað úr
Skagafirði um h. 20. janúar segja, að
hann hafi komið skipinu á flot, og ver-
ið farinn af stað til Siglufjarðar. Ætlar
hann síðan að fara með skipið til Seyð-
isfjarðar til að fá sér kol, og sigla svo
með það til Englands.
Vörur á Sauðárkróki. Eins og áður
er sagt í Þjóðólfi kom Otto Wathne með
vörur til Sauðarkróks; hafði hann nokk-
ur hundruð tunnur af kornvöru og fleiri
nauðsynjavörum. Kaupmenn á Sauðar-
króki keyptu af honum vörurnar, en ekki
voru þær gefnar, tunnan af rúgi 16 kr.
í peningum, tunnan af'kartöplum 12 kr.,
sykurpundið 32 aura o. s. frv.
Vermenn nýkomnir að norðan segja
hagleysur og snjó mikinn á Norðurlandi.
í endasleppu hlákunni í janúarkomupp
jörð í sumum sveitum í Húnavatnssýslu,
en þegar þeir fóru af stað var orðið jarð-
laust aptur. í Skagafirði hafði verið dálítið
betra.
Deilan í Bókmenntai|jelaglnu er j nú
enduð „að sinni“, sagði forseti deildar-
innar hér á fundi í fjelaginu, sem hald-
inn var 2. febr. Deildin í Höfn á að
fá 500 kr. á ári frá deildinni hjer, sem
á að taka á móti öllum fjelagstekjum
hjer á landi, hafa reikninga fjelagsins á
hendi og gefa út skýrslur og reikninga
fjelagsins og Skírnir. Það má því fara
að hætta að setja á Skírnir:
„Kistu nú, Skírnir!
og skekkils blakki
hleyptu til Fróns með frjettir“.
Sjera Oddur V. (xíslason hjelt fyrir-
lestur hjer í bænum h. 2. febr. um líf
og lifsvon sjómanna. Yar fyrirlesturinn
vel sóttur af sjómönnum, og fjekk málið
hinar bestu undirtektir. 9 manns voru
kosnir í bjargráðanefnd. Reykjavíkur-
menn voru seinir til, en þeir sýna von-
andi eins mikið þrek og aðrir til að
halda rnálinu áfram.
Laura fór hjeðan 3. febr. og nokkrir
menn með því.
Grufuskip kom með salt til þeirra
kaupm. J. Ó. Y. Jónssonar og Þ. Egils-
sonar 1. febr.; það tók á móti póstbrjef-
um í fyrradag, og fór síðan til Hafnar-
fjarðar og ætlaði þaðan í gær eða hvenær
sem gæfi.
Myndasýniiig og upplestur var hald-
inn í Grood-Templarhúsinu í fyrradag, til
að styrkja fátækan skólapilt, sem á veika
móður. Kaupmaður Þorl. Ó. Johnson
stóð fyrir og kom fjöldi manns. Skóla-
pilturinn las upp sögu eptir sjálfan sig,
sem hann hefði ekki átt að gjöra. Grest-
ur Pálsson las upp 2 kvæði, sem hann
sagði að væru eptir G-ísla Brynjólfsson.
En kvæðin eru ort af Jóni Thoroddsen,
eins og mörg kvæði önnur, er Gísli hef-
ur eignað sér. Að minsta kosti skrifaði
Jón Thoroddsen það tii frú Hildar, syst-
ur sinnar, þegar kvæðin voru nýort, fyr-
ir liðugum 40 árum síðan. Jón Ólafsson
alþingismaður, las einnig upp kvæði o.
fl., en Þorl. Ó. Johnson sýndi myndir
frá Lundúnum og landinu helga.
Brjef af Mýrum, dags. 27. jan. 1889.
. . . „Hjer eru nú góðviðri. — Yíðast
bestu hagar, kemur sjer líka betur, því
hjer er ætíð sett mikið á útbeit á flest-
um jörðum.— „Mullerska lestrarfjelagið“
(sem náði yfir Þverárþing) er nú liðið
undir lok, bækurnar flestar eða allar seld-
ai, sem hægt var að hafa upp á. Þetta
eru sorgleg einkenni framfaranna 1 Borg-
arfirði og Mýrum, þegar flestir aðrir eru
að reyna að koma upp lestrarfjelögum.
það væri víst eigi úr vegi fyrir Þjóðólf,
að flytja síðar lítið yfirlit yfir æfi og af-
drif þessa fjelags. — Mundi þar ymis-
legt finnast öðrum lestrarfjelögum til við-
vörunar.
í „bátabrjót“ (ofviðrinu í nóv. f. á.)
brotnaði einn bátur í Straumfirði (loss-