Þjóðólfur - 05.04.1889, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.04.1889, Blaðsíða 1
Kemur út, 6 l'ÖBtudage- morgna. Verð árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. jóli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögu skrifleg, bund- in við 6ram6t, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október XLI. árg. Reyk,javík föstudaginn 5. apríl 1889. Nr. 15. Frímerki. íslensk frímerki eru keypt fyrir hátt verð og peninga út í hönd, eða í skiptum fyrir útlend frí- merki, ef þess er óskað. Brjef með tilboðum og írímerkjum sendist til F. Seitli, Admiraigade 9. Kjöbenhavn K. 111 Frá ritstjórninni, Þorleifur Jónsson er nú orðinn svo heilsuhraustur aptur, að hann er tekinn við ritstjórn blaðsins. Skrifstofa Þjóðólfs (í Bankastræti nr. 3) er opin, nema milli kl. 2 og 4 á daginn. Útsending Þjóðólfs hefur á hendi bók- sali Sigurður Kristjánsson (í Bankastræti nr. 3). Ferðamenn úr nálægum hjeruð- um eru beðuir að koma þar við og taka Þjóðólf. Ritstj. tekur með þökkum á móti vel- sömdum ritgjörðutn í blaðið, frjettapistl- um o. fl., sem almenning varðar. Menntun bænda. —cx>o- 1. Búnaðai’skélinn á llóium. Það mun víst flestum vera í fersku minni, hversu erfitt uppdráttar búnaðar- skóliun á Holum hefur átt; og var það mest að kenna amtsráðinu fyrir norðan. Þegar Skagfirðingar voru að koma upp búnaðarskólanum, þá sáu þeir, að nauð- synlegt var, að fá aðrar sýslur í fylgi með sjer, Húnavatnssýslu og Eyjafjarð- arsýslu. Sýslurnar sendu rnenn á fund. Úr Eyjafjarðarsýslu riðu þeir sýslumað- ur Stefán Thorarensen og Jón bóndi Ein- arsson á Laugalandi vestur að Hólum, sem erindrekar sýslunefndarinnar og sömdu um saineininguna. Sýslunefndin í Eyjafjarðarsýslu greiddi 500 krónur til skólans vorið 1883 og töldu allir skólan- um vel borgið. En nú kom Arnljótur prestur Ólafsson og amtsráðið til sögunnar. Hann sat þá í amtsráðinu og fylgdnst þeir amtmaður, Július Havsteen, og hann að i flestum málum. Arnljótur hafði töluverð ábrif fram í Eyjafirði og kom til amtsráðsins 1 beiðni frá hreppsnefndum úr 3 hreppum (af 10) og nokkrum bændum, að sam- þykkja eigi sameininguna. Þetta gat auðvitað eigi verið nein ástæða fyrir amts- ; ráðið til að neita sameiningunni. Fyrir því notaði það sem ástæðu, að Hólaskóli mundi verða „í stærri stíl, en nauðsyn- legt sje“, þvi þyki vafi á því, „hvort tímarnir sjeu hentugir til nð byrja á svo kostnaðarsömu fyrirtæki“, og svo ber það fyrir „hallærið“. Landshöfðingi var svo náttúrlega með amtsráðinu. Það kvað svo rammt að kalanum til skólans, að amtsráð og landshöfðingi neituðu Eyja- fjarðarsýslu að fá ráð yfir búnaðarskóla- gjaldinu, sem bændur hafa þó greitt af I höndum eingöngu til þess, að koma á stofn búnaðarskólum. Piltar úr Eyja- j firði notuðu Hólaskóla, en samt mátti sýslan eigi styrkja skólann með sinum | eigin peningum. Það leit nú út fyrir, að amtsráðið fyrir norðan og landshöfðingi myndu fá eyðilagt skólann á Hólum, en það varð þó eigi; og það mun jafnan verða Skagfirðingum og Húnvetningum | til heiðurs, hversu þeir reyndust þraut- seigir og þolgóðir í baráttu sinni gegn yfirvöldunum. til þess, að halda skólan- nm nppi með drjúgum fjárframlögum. Hólaskóla hefur eigi mátt heita borg- ið fýrri, en alþingi tók í strenginn 1887 I og beinlínis ákvað skólanum fje af lands- j sjóði. En því mátti amtmaðurinn fyrir norðan trútt um tala, er hann sagði á alþingi 1887 um Hólaskóla: „Það ligg- ur nú i augum uppi, að það hafi hlotið ; að vera hnekkir fyrir skólann, hvað fáir urðu til að styrkja hann í upphafi, og fyrir það hefur skólinn haft miklu minna fje til umráða, þegar á þurfti að halda“ (Alþ.tíð. 1887, A, 660). Hann var þessu kunnugur, þar sem haitn sjálfur hafði verið andvígismaður skólans í upphafi. Hólaskóla er nú borgið, en nú er eptir að bjarga 2. Búnaðarsskólanum á Eyðuni. Þessi skóli hefur átt örðugt uppdrátt- ar. Á þingi 1887 hafði landshöfðingi Magnús Stephensen í hótun, að veita hon- um ekki neitt af því fje, sem alþingi beinlinis ákvað til hans og búnaðarfje- laga. „Eptir fregnum þeim“, sagði hann, „sem komið hafa af þeim skóla, er vist engin ástæða til að styrkja hann, og verði skýrslur þær, sem beðið verður um frá þessum skóla, eigi svo fullnægjandi, að þær hreki þann óhróður, sem borinn hef- ur verið um hann, þá ganga þessar 6,500 kr. að öllu leyti til búnaðarfjel.“ (Alþ.tíð. 1887, B, 889). Það er þannig hugsun- argangurinn, að ef skólanum hafi verið ábótavant, þá skuli þess vegna eyðileggja hann. Þótt hann setji fulla tryggingu fyrir, að það, sem kunni að hafa verið áfatt, komi eigi fyrir framvegis, þá á hann samt að eyðileggjast. Þingmenn tóku öðru vísi í málið; þeir vildu rjetta skólaun við, ef hann stæði illa, og styrkja hann eptir föngum. Því sagði ólafur Briem, alþm. Skagfirðinga: „Mjerfinnst líka, að maður gæti fremur búist við, að landshöfðiugi vildi bera blak af fram- farastofnunum landsins, heldur en hall- mæla þeim, eða spilla fyrir því, að þær gastu orðið þess styrks aðnjótandi, sem útheimtist til þess, að þær geti komist í viðunaulegt horf“ (S. b. 918). Allir þing- menn tóku í sama strenginn og þegar yfirvöldinsáu þannig, hvernig vilji manna var í þessu máli, þá mátti vonast eptir, að þau myndu sniía við blaðinu. En þetta átti þó eigi svo að verða. I haust kom iit í Stjórnartið. skýrsla um fund amtráðsins fyrir norðan frá 28. og 29. júní í vor og sást þá, að menn voru ekki af baki dottnir enn með það, að berjast móti því, að Eyðaskólinn fengi styrk af almannafje. Sýslunefndin í Suður-Múla- sýslu hafði jafnað 20 aurum niður á hvert lausafjárhundrað í sýslunni og nú reis amtráðið upp á móti þessu óttalega gjaldi: 20 aur. á hvert lausafjárhundrað. Skárra var það nú gjaldið! Amtsráðinu blöskr- aði þetta ógnargjald og fór nú að tala yfir kollinum á sýslunefndinni. Gjaldið „fer langt fram úr þvi, sem jafna má niður eptir lögum, enda virðist óþarft, að syslufjélagið leggi meira til búnaðarskól- ans á Eyðum, en Norður-Múlasysla11*, og *) Leturbreytingin eptir oss.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.