Þjóðólfur - 05.04.1889, Page 2

Þjóðólfur - 05.04.1889, Page 2
58 endar svo ræðu sína, að það kveðst bú- ast við, „að nefndin hefði sem mestar gætur á því, að gjaldþegnunum yrði ekki íþyngt um of með háu sýslusjóðsgjaldi“ (Stj.tíð. 1888, B, 121). Þegar þetta kom út, sáum vjer, að ekki mátti svo búið standa, og því kemur nú til sögunnar 3. Þjóðúlfur og yfirvöldin. Það var eigi i fyrsta skipti, sem amts- ráðið hafði veitt sýslunefndunum í Múla- sýslunum áminningar fyrir að veita Eyða- skólanum ríflegan styrk. Árið 1884 fengu sýslunefndirnar báðar áminningu. Hjelt amtsráðið „að komast mætti af með minna" og brýndi það fyrir nefndunum að „gjald- þegnum eigi verði íþyngtumof11 (Stj.tið- 1884, B, 160). Gjaldið var þá enu þess- ir óttalegu 20 aurar á hvert lausfjárhdr. Árið 1886 fær sýslunefndin í Suður-Múla- sýslu áminningu (Stj.tíð. 1886, B, 121). Þegar amtsráðið fór nú enn af stað í 3. skiptið síðastl. vor, þá virðist mælirinn fullur, og þar sem það við hafði orð, sem eigi voru viðunandi, þá varð eitthvað að gjöra. Vjer skrifuðum því grein í Þjóð- ólfi 5. nóv., afmæli Þjóðólfs, þar sem amtsráðinu var tekið mjög óstinnt upp aðgjörðir þess. Vjer sýndum fram á, að hjer væri mál, sem almenningur í Suð- ur-Múlasýslu ætti að hafa öll afskipti af. Ef hann týmdi ekki að leggja fje til skólans, þá gæti hann kosið aðra í sýslu nefnd, en ef hann væri fús á að styðja skólann, þá ætti amtsráðið ekki að berj- ast móti því. Þetta mál sýnir enn betur en áður, hversu amtsráðin eru óhafandi stofnanir. Amts- ráðið fyrir norðan var nærri búið að eyðileggja búnaðarskólann á Hólum og nú hefur það reynt að hnekkja búnað- aðarskólanum á Eyðum, þrátt fyrir það, j þótt bæði fulltrúar þjóðarinnar á alþingi j og fulltrúar hjeraðsins hafi berlega lýst þvi yfir, að þeir vilja styðja og efla skól- ann. Ef vjer eigum nokkurn tima að fá hjer- j aðafrelsi að nokkru gagni, þá dugir ekki j að yfirvöldin sjeu að blanda sjer inn í málefni hjeraðanna, og sjerstaklega er það eigi þeirra verk, að hnekkja fram- farastofnunum hjeraðsmanna og hindra, j að menntun eflist meðal bænda. Yfir höfuð þykir oss framkoma amts- ráðsins í búnaðarskólamálinu hafa verið j mjög óheppileg og sjerstaklega, þegar það er að tala um, að gjaldþegnum verði j „íþyngt um ofl'. Menn eru ekki svo fús- ir á, að greiða fram tillög til almennra þarfa. að það sje fært, að góðir menn og mikilsmetnir sjeu að mæla eptir mönn- um, að greiða af höndum gjöld til efliug- ar framförum. Sýslusjóðsgjaldinu er ekki varið til óþarflega hárra launa, heldur beinlínis til að efla menntun og verkleg- ar framfarir hjeraðsmanna, og vildum vjer óska, að hjeraðsmenn legðu sem mest fram til sliks. Vjer sögðum áðan: „góðir menn og mikilsmetnir“, og fylgir því full alvara. Þeir, sem sitja í amtsráðinu nú, eru mestu heiðursmenn, en það er með þá eins og páfana á miðöldunum; því duglegri og merkilegri, sem þeir voru sem menn, þess skaðlegri voru þeir fyrir mannfje- lagið. Það er ekki mönnunum, heldur stofn- uninni, sem vjer andmælum. 2 kosnir menn með einum embættismanni geta eigi þekkt málefni hjeraðsbúa i öðrum landsfjórðungum til hlítar. Það er ekki að ófyrirsynju, að Aust- firðingar una ekki yfirráðum amtsráðs- ins fyrir norðan og vilja fá fjórðungsráð. Það er brýn nauðsyn til þess fyrir lög- gjafarvaldið að taka þetta mál til alvar- legrar íhugunar og ráða þvi til lykta á þann hátt, sem best gegnir, t. d. með því, að koma á fjórðungsráðum, eins og Þingvallafundurinn vildi, sem fæst með því, að auka fulltrúatölu amtsráðanna og skipta amtsráðinu fyrir norðan. Vjer vonumst til þess, að menn haldi þessu máli fast fram og „gugni ekki fyr en í fulla hnefaua“, eins og annar full- trúinn úr Suður-Múlasýslu komst að orði i þessu máli á Þingvallafundinum. Amtsráðið fyrir norðan er óhafandi stofnun. Þjóðólfur skrifaði svo hart um framkomu amtsráðsins í Eyðaskólamálinu, að landshöfðingi skipaði amtmanni að fara í mál — fyrir peninga landsmanna. Það hefði vist verið betra fyrir amtm., að benda landshöfðingjanum á, að „íþyngja mönnum eigi um of“ með óþörfum mála- ferlum; það getur þó komið til að kosta nokkuð, ef úr því verður hæstarjettar- mál og amtmaður tapar. En málefnið hefur gott af því, mönnum verður enn hughaldnara búnaðarskólamálið, og þetta mál festir mönnum enn betur i minni, hversu amtsráðið fyrir norðan er óheppi- leg stofnun. Útlendingar í Norvegi, í Svíaríki hafa útlendingar eigi rjett til að eiga fasteignir, og nýlega hafa Norðm. sett lik lög hjá sjer 21. apr. 1888. Lög þessi eru um rjettindi innborinna manna og hverjir geti orðið þessara rjettinda aðnjótandi. I 9. grein laganna er ákveðið, að engir aðrir en norskir og sænskir ríkisborgarar geti framvegis eignast fasteignir í Norvegi eða fengið leiguliðarjettindi yfir jarðeign, nema því að eins að konungur leyfi slikt. Enn fremur er ákveðið að, ef sænskir ríkis- borgarar eigi fasteignir eða hafa leigu- rjettindi, verði þeir annaðhvort að búa í Noregi eða hafa umboðsmann, þar sem eignin er, sem stefna má o. s. frv. fyrir þeirra hönd. Landbúnaðarnefndin frá 1876 vildi gjöra það að aðalreglu, að útlendingar gætu eigi án sjerstaks leyfis eignast fasteignir á Islandi. Þessu svaraði stjórn- in þannig, að grundvallarregla þessi kæmi „eigi að eins i bága við skilning manna nú á tímum á sambandi milli þjóða innbyrðis, heldur einnig við þær reglur, sem ávallt hefur verið farið ept- ir allt til þessa bæði í íslenskum og dönskum lögum“ (Alþ.tíð. 1879 I. bls. 53). Lögin í Noregi benda á, að skiln- ingur manna nú á tímum sje enn þá sá, að landsins börn eigi að meta meir en útlendinga. Herra ritstjóri! Mig iangar til að biðja yður að ljá líu- um þessum rúm i blaði yðar, sem vörn móti ritgjörðum þeirra herra „8“ í Þjóð- ólfi og lierra Þ. Egilssonar í ísafold. Það er óþarfi, að taka greinar þessar lið fyr- ir lið, það er nóg, að mótmæla skýring- um þeirra á fiskisaraþykktinni frá ll.jan. 1888, þær stríða á móti beinum orðum samþykktarinnar, og getur liver sjeð það, sem vill lesa liana með opin augun. Við- víkjandi Jóni Þóroddssyni læt jeg mjer nægja, að vísa á eptirfylgjandi brjefkafia um þetta mál frá merkum manniáVatns- leysuströnd: „Mig furðar iireint, livaða ó- sannindi eru i báðum þessum greinum, sem Þ. Egilsson hefur skrifað sig undir, t. d. þar sem liann segir. að vottorð þau, er Jón Þóroddsson sýndi, væru nokkuð ó- ljós. Þetta er ekki rjett, því vottorðin tóku skýlaust fram, að Jón hefði þennan saina dag, nefnilega 31.' inars, lagt net sín á friðhelgan stað, cnda var ekki um aðra netatrossu að ræða, því Jón lagði engin þorskanet i sjó á þeim vetri önnur en þau, sem upp voru tekin. — — Það

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.