Þjóðólfur - 05.04.1889, Page 3
59
eitt er rjett, nð 4 af hásetum Magnúsar
unnu eiðinn, án þess að vera spurðir, hvort
þeir þekktu mið á sjó; þess niá geta, að
einn af hásetum Hagnúsar, strax þegar í
land var komið með netin, skoraðist und-
an að bera nokkuð um, hvar þau liefðu
legið, þegar þau voru tekin upp. ... í
fyrra vetur, þegar netin voru tekin upp,
buðust fleiri en einn formaður til að bera
það, að Magnús liefði skipað sjer að færa
net sín innar eða grynnra, sökum þess,
að þau væru fyrir utan netalínuna, en
þeir höí'ðu eigi önnur orð við Maguús, en
að hann skyldi taka þau upp á sína á-
byrgð, ef liann þyröi“. x.
Reykjavík, 5. febr. 1889.
Tíðarfar er enn mjög gott, lítið eitt
frost á nóttum, en sólbráð á daginn; í
nærsveitunum góð skepuuhöld og ekki
kvartað um heyleysi.
Afiabrögð. í hinum innri veiðistöðum
er enn aflalaust, en suður í Garðssjó góð-
ur afli. Hafa menn hjeðan innan að róið
þangað tvo síðustu daga og margir hlað-
aflað.
Verðlagsskrár. Meðalaiin 1889—90 er
fyrir ísafjarðarsýslu og kaupstað 55 aur.,
Strandasýslu 53 aur.. Mýrasýslu 53 aur.,
Austur-Skaptafellssýslu 44 aur., Vestur-
Skaptafellssýsiu 46 aur., Rangárvallasýslu
45 aur., Árnessýslu 51 e., Kjósar-og Gull-
aringusýslu og Reykjavik 54 aur., Borg-
arfjarðarsýslu 54 aur., Húnavatnssýslu 50
aur.
Islendingar í Ameríku. Mikið gera
íslendingar í Ameríku úr harðindunum hjer
á landi. í vetur hafa þeir, eptir því sem
Heimskringlu segist frá, sent. bænaskrá til
sambandsstjórnarinnar í Ottawa og beðið
hana um 5000 dollara (um 18,500 kr.),
„til að kosta 2 fulltrúa . . . úr Manitoba
— frá íslendingafjelaginu! — til Evrópu
— Englands og Norðurlanda — í þeim til-
gangi að stofna þar nefndir og fjelög, til
að saf'na jiar fje handa fátækum íslend-
ingum heima, svo þeir geti flutt vestur um
haf — til Canada — frá harðindunum,
harðstjórninni og dauðanum“. Heimskr.
gerir gis að þessu og er algjörlega á móti
því, en Lögberg nefnir það varla á nafn.
Heimskringla segir, að heldur sje dauft
fjelagslíf meðal íslendinga í Ameríku. „Fje-
lögin fæðast hvert af öðru og deyja apt-
ur þegar í bernsku. E»að er undarlegt,
að ekkert fjelag skuli geta þróast hjer-
lendis (o: í Ameríku), nema kirkjufjeiagið“,
segir blaðið.
Eyrarbakka, 24. inars 1889. „Sjera Ólaíur Ó-
lafsson í Guttormshaga hjelt hjer fyrirlestur seint
í f. m. „um heimilislíflð“. Fyrirlestur þessi yar
allfjörugur. málið víðast lipurt og hlátt áfram og
sumstaðar skáldlegt efni. Minntist hann á hús-
bóndann, konuna og hjiiin, en sleppti börnunum að
miklu leyti. Ytir höfuð að tala mun mega segja,
að lýsing hans á heiunlislífinu muni eiga sjer víða
stað, en heldur mátti heita, að hann rifi niður, en
byggði lítið upp, þ. e. sýndi tneira fram á, hvern-
ig menn væru og ættu ekki að vera, en rninna,
hvernig vera bæri. Talaði hann djarflega móti þeim
ójöfuuði, sem er á kjörum karla og kvenna, og það
svo, að ekki var laust við, að hann sýndi hlutfall
kjara þeirra öllu ójafnara, en almennt á sjer stað,
þó naumast verði lengra komist.
Smávegis.
^J\r ATV- AjV -\JV
Peningasendingar frá Ameríku. Evrópumenn
sem f'arið hafa til Amcríku, senda árlega stórfje til
ættingja og vina hjcr í álfunni. Þannig sendu
Svíar í Ameríku árið 1887 til ættingja sinna og
vina í Svíþjóð 1,302,872 kr. 90 au. til 17,919 mót-
takenda og árið sem leið nál. 2,300,000 kr. (Heml.)
Til Ameríku fóru árið sem leið 37,014 menn
að eins frá Gautaborg í Svíþjóð.
475 blöð osr tímarit korna þetta ár út i Sví-
þjóð; þar af eru 160 gefin út i Stokkhólmi.
FU.NDUR I STIJDENTAFJELAGIN U laugardag-
inn 6. apríl kl. 9. PáU Briem heldur fyrirlestur.
Blaðauppboð. Söngfundur kl. 6.
60
Wadi Safeni sagði við Stanley: „Þeir láfa svona
þessir villimenn, herra. Þeir æpa og láta eins og þeir
vildu rífa okkur í sig, en þeir haf'a ekki svo illt í huga“.
Menn voru hungraðir og örþreyttir, en í nánd var livergi
hæg't að fá annan stað til landgöngu.
Wadi Saf'eni talaði blíðlega við þá, svo að þeir
urðu rólegir, lögðu þeir Stanley nú að iandi, en óðara
ruddust svertingjar að og drógu „Lady Alice“ góðan
kipp upp á land og tóku allar árarnar frá Stanley.
Stanley bað um vistir fyrir borgun. en fjekk ekkert
svar. Einn barði Wadi Saf'eni, og sumir fengu kylfu-
högg og einn reif' jafnvel í hárið á Stanley. Svo gengu
svertingjar á ráðstefnu skammt frá og ákváðu að drepa
skyldi þá alla.
Konur sögðu þeim Stanley, að þeir væru ætlaðir
til dráps og sagði Stanley þá mönnum sínum, að hlýða sjer
í blindni. Hann sendi Safeni áleiðis til ráðstefnunnar,
en sagði houum að hlaupa til sín, þegar er hann kall-
aði. Sjálfur tók liann fílabissu sína og þegar Safeni var
kominn dálítinn spöl kailaði hann: „Nú, menn, — bátinn
fram! — lífið er i veði!“
Háturinn var á svipstundu kominn út í vatnið,
Safeni hljóp til baka, svertingjar á eptir. Tveir voru
fyrstir. Stanley skaut. Þeir fjellu. Safeni fleygði sjer
í vatuið. Stanley skaut aptur með haglabissu og særði
57
eyjuua er sund milli liennar og lands; heiiir það Na-
poleonssundið, en noröur úr því fellur á, sem kölluð er
Viktoríu-Níl. Rennur áin í norður og alla leið fil mið-
jarðarhafsins. Austan við Viktoríu-Níl heitir landið U-
soga, en að vestanverðu er Ugunda. í Ugunda er keis-
aradæmi og lijet keisarinn þá Mtesa. Þar kom Stan-
ley að landi 3. apríl og var þar þá fyrir sendilið frá
keisara með það erindi, að bjóða Stanley heim. Hjet
foringinn Megassa og var hann æðsti ráðgjafi keisarans.
Stanley tók boðinu feginsamlega.
Mtesa tók Stanley tveim höndum og hatði mestu
viðhöfn, er hann kom. Gekk keisari til strandar með
liirð sinni og öllum konum sínuin, tvö hundruð að tölu,
sýndi Staniey flota sinn o. s. frv. Þegar þessu varlok-
ið, skipaði Mtesa einum sjóforingjanum, að finna nyk-
ur eða krókódíl á landi; að vörmu spori var búið að
finna krókódíl, sem lá á landi á kletti, liðugar 300 álnir
í burtu.
„Heyrðu, Stamlih“, sagði keisari, „sýndu konunum
mínum einu sinni, hvernig hvítu mennirnir geta skotið“.
Stanley miðaði eins vel og hann gat, til þess að
verða sjer ekki til skammar, hieypti af og var svo
heppinn, að kúlan braut í sundur hausinn á krókódíln-
um. Æptu menn þá gleðióp og voru alveg liissa.
Stanley var hjá Mtesa í tíu daga í besta yfirlæti.