Þjóðólfur - 03.05.1889, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.05.1889, Blaðsíða 2
78 spilla fyrir, að búsetulögia fengju fram- gang, enda þess eigi mjög langt að biða, að þeir kaupmenn hveríi úr sögunni og verslanir þeirra gangi til annara, sem þá yrðu hjer búsettir. II. Afnáni vistarskyldunnar. Oss þótti blessaður „Sveitarviljinn" vera helst til framgjarn í verslunarmálinu, en það er skiljanlegt, því að menn eru búnir að hugsa það mál rækilega og vilja nú eng- an frest á því hafa lengur. Aptur á móti er „Sveitarvilji“ nokkuð þungur í taum- inn í vistarskyldumálinu, og er það einn- ig eðlilegt, því að það mál hefuir verið lítið rætt fyrirfarandi, en íslendingum er svo farið, að þeir eru ijarska seinir til að taka allri nýbreytni. En það er varla ástæða til að vera að efa sig í þessu máli. Útlendar þjóðir eru búnar að fá næga reynslu, svo að oss er óhætt að þora út í ána, þó þokan hylji bakk- ann hinumegin fyrir sumum. Danir af- tóku vistarskylduna hjá sjer 1854, en á síðustu 25 árum hefur vinnumagnið auk- ist svo í landinu, að hverjar 70 þúsund- ir manna af Dönum hafa ræktað út 60 þúsund vallardagsláttur, og það er sama eins og vjer hefðum ræktað út hjá oss á sama tíma 8 vallardagsláttur fyrir hvern verkfæran mann. Meðan landið liggur í órækt, húsin eru flutt nær alsmíðuð frá útlöndum, vantar eigi atvinnu í landinu og vinnan mun bjóðast nóg, þegar menn eru eigi fjötraðir í vistum. Oss finnst það óþarfa tortryggni gagnvart mönn- um, þótt verkmenn sje, að ætla, að menn myndu leggjast í flakk, enda er eigilít- ið í húfi fyrir slíkum mönnum; ef þeir koma einhvers staðar, þar sem greiða- sala er, og þeir eigi geta borgað fyrir sig, eða útlit fyrir, að þeir geti slíkt eigi, þá eru það svik, að hafa út næturgreiðann, og það eru einstöku sinnum straffaðir menn i Danmörku fyrir slíkt. Enn frem- ur eiga þeir á hættu, að verða reknir á sína sveit og settir þar nauðugir viljug- ir í vist. Greiðasala er nú óðum að kom- ast á. Meðfram þjóðbrautum er víðast hvar farið að selja greiða og menn eru óðum að auglýsa greiðasölu. Dað verða auðvitað einstöku þrákjálkar, sem vilja heldur missa lífið, en gjöra sjer þá „ó- virðingu“, að fleygja eigi eigum sínum út í gesti og gangandi, sem honum eru ekkert vandabundnir, en ef lögin eiga að miðast við slika menn, þá er eins gott að sleppa öllum framfárahug. „Sveitarvilji" segist vera hræddur um kvennfólkið, en gáum að, hvernig hann talar, er hann segir, að þær geti að vetr- inum ekkert unnið, sem neitt gefi af sjer. Er þetta ekki óheyrilegt? Kvenn- menn vinna hjer á landi, eins og svart- ar ambáttir hjá Tyrkjanum, svo að það er ekki úr háum söðli að detta og vjer erum sannfærðir um, að kjör kvenna batna en versna ekki. Þegar vistfrelsið kem- ur, þá fara þær að sjá, að þær þurfa að hafa samheldni og það getur komið sá tími, að það verði metið eitthvað, sauma- skapur og þjónusta o. s. frv. og lausa- mennirnir verði fegnir að borga hálfs- mánaðarkaup sitt fyrir þjónustu. Kvenn- menn fara og að taka að sjer ýmisleg störf, sem þær geta vel af hendi leyst, og það verður eun fremur farið að gjöra mismun á því, hvernig verkið er af hendi leyst. III. Tollarnlv. Landssjóður þarf mik- inn tekjuauka; þess vegna er rjett að hækka vínfanga- og tóbakstollinn, en það segir lítið í þarfir landssjóðs og því má til að leggja toll á fleira; er rjettast að láta það lenda á aðfluttum óhófs- og munaðarvörum, þar á meðal á kaffinu. Slíkt er óhjákvæmilegt, en ekki mun það vera tiltækilegt, að fara fram á „50— 75 aura“ toll á pundi, þótt ekki sje nema litið á það eitt, að það mundi mæta svo mikilli mótstöðu, að enginn kaffitollur kæmist á. Yjer höfum nú gjört vorar athuga- semdir við greinarnar frá „Sveitarvilja“. Það var einkar gott. að hann kom fram með skoðanir sínar í stuttum og kjarn- orðum greinum, skrifuðum með fjöri og hreinskilni. Enn um búsctu fastakaupmanna o. 11. Frá merkura manni höfum vjer meðtekið eptir- fylgjandi grein: Greinin í Þjóðólfi, XLI., 3. nr., fyrir 18. jan. þ. á. þarf skýringar við. Þrjú frumvörp líks efnis voru lögð fyrir alþing 1877, eitt um „rjettindi hjerlendra kaupmanna“, annað um „lausaverslun húsettra kaupmanna á ís- landi“ og hið þriðja um „búsetu fastakaupmanna á íslandi“. Öll frumvörpin voru afhent sömu nefnd, og kom hún fram með tvö frumvörp, annað um „rjqttindi hjerlendra kaupmanna11, hitt um „búsetu fastalcaupmanna á íslandi“. Fyrra frumvarpið sam- þykkti þingið í heild sinni, og mælir það svo fyrir í fyrstu grein: „Heimilt skal öllum hjerlendum kaupfjelögum og kaupmönnum þeim, er búsettir eru á landi hjer, en öðrum eigi, að versla á sjó í sex vikur á sama stað, hvar helst er þeir vilja við strend- ur landsins, þá er þeir í einhverju löggiltu kaup- túni fullnægt hafa ákvæðum laganna um sigling- ar, tollgreiðslu og sóttvarnir'1 (sbr. alþ.tíð. 1877, II., bls. 138). Bins og allir sjá, stefndu lög þessi að því, að { hlynna að hjerlendum og hjer búsettum kaupmönn- um. í nefndinni var Tr. Gnnnarsson formaður, og greiddi atkvæði með lögunum. En þessum lögum hafnaði stjórnin. Hitt frumvarpið um „búsetu fastakaupmanna á íslandi“ fjekk ekki eins góðan hyr á þinginu; þó var það ekki Þórarinn Böðvarsson, sem Tryggvi eptir orðum „Þjóðólfs“, „fjekk til að gjöra ljósa skoðun“ sína um málið, heldur var það Jón Sig- urðsson á Gautlöndum, sem þá var varaforseti neðri | deildar. Það má máske bæta því við, að 1879 var á al- þingi gjörð ný tilraun til þess, að hlynna að inn- lendri verslun, en frumvarp þess efnis (alþ.tið. 1879, ( I., bls. 241) komst ekki lengra, en að annari um- ræðu í efri deild (alþ.tið. 1879, II., bls. 988). Strokkur, hverinn nafnkunni, tjelagi j Geysis og fóstbróðir, var grálega leik- inn í fyrra sumar. Eins og mörgum er kunnugt, gýs hann eigi nema „borið sje ofan í hann“. Margir ókunnugir hugsa að best sje að bera sem mest í hann, þá muni skemst að bíða eptir gosinu og það verða störkostlegast, Og að einu gildi, hverju rótað sje í hann; en þessu er eigi þannig farið; best er að bera í hann þunna grasrótarhnausa og eigi fleiri en 20, og kasta þeim í hann öllum í einu. Venjulega er þessa gætt, þvi að eigandi hveranna, Sigurður Pálsson bóndi að Laug (lyr í Haukadal) sjer um það all- optast, en þegar ferðamenn dvelja við hverina daga og nætur, þá brestur að vonum umsjónina og fara þá litlar sög- ur af, þó að Strokk kuuni að vera mis- boðið, nema það sje gjört svo stórlega, að hann segi sjálfur eptir, eins og nú siðast. Það var á túnaslætti í fyrra sum- ar, að nokkrir ungir menn úr Reykja- vík sóttu Strokk heim og vorueina nótt við hann ásamt 1 2 Englendingum með j íslenskum fylgdarmönnum. Strokkur hafði eigi viljað gjósa daginn áður, þó að ofan í hann væri borið, hefur ferða- j mönnum líklega farið að leiðast biðin og ætlað sjer að flýta fyrir gosinu með því, að 'oera meira í hann; svo mikið er víst, i að um nóttina báru þeir óspart í hann og heyrst hefur eptir þeim, að þeir hafi borið í hann meir en 100 hnausa. Svo fóru þeir, náttiirlega án þess að sja hann gjósa. Svo leið og beið; margir komu og vildu sjá Strokk gjósa, en þess var enginn kostur; hann var barmafullur af moldarleðju; áður var meir en mannhæð niður að vatni; það var auðsjeð, að hann var að reyna að koma þessum ófögnuði upp úr sjer, en hafði eigi orku til þess.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.