Þjóðólfur - 17.05.1889, Blaðsíða 2
86
meim noti Söfnunarsjóðinn meira en gjört
hefur verið hingað til. s.
11. gr. laga 12. júlí 1878, um
lausafjártíund.
- —oOo—
Þessi gr. (11.) hefurlengi valdiö þráttan ogmis-
skilningi, bæði meðan hún var í smíðum á þinginu
1877, og ekki siður eptir að húið var að reka á
hana smiðshöggið. Kveður svo rammt að þessum
misskilningi, að hann virðist einnig hafa gagntekið
hin æðri úrskurðarvöld vor.
Með úrskurði 26. ágúst 1886, hefur amtmaður-
inn yfir Norður- og Austuramtinu skorið svo úr:
að ekki einungis aukaútsvar, heldur einnig lawsa-
fjártíund af fjenaði, sem framfleyttist á jörð í öðr-
um hreppi, en framteljandi var álitinn að hafa lög-
heimili í, skyldi falla til heimilishreppsins. Úrskurð
þennan staðfesti landshöfðinginn 29. júlí 1887.
Landshöfðinginn og amtmaðurinn eru samdóma um,
að 11. gr. tíundarlaganna „eigi að eins við framtal
penings i þeim hreppi“, þar sem útibúið er haft. —
Aptur eru sumir aðrir lögfræðingar á gagnstæðri
skoðun um greiðslu lausafjártíundar af útibúi í öðr-
um hreppi.
Það mun vera eitt af aðalatriðunum við lögskýr-
ingar, að þýða lögin þannig, að þau fái einhverja
praktiska þýðingu, og einnig hitt, að leita eptir,
hvað hafi verið vilji löggjafans eða meining.
Síðari partur hinnar umræddu greinar hljóðar
þannig: „Nú hefur einhver tvær eða fleiri jarðir
undir bú sitt, og liggursíní hverjum hreppi, kirkju-
sókn eða sýslu, og er hann þá skyldur, að telja
þann pening þar fram til tíundar, er hann fram-
fleytist".
Að telja fram til tíundar, sýnist torvelt að skilja
öðru vísi, en að meint sje: til tíundargjalds. Eða
hvernig getur framtal í öðrum hreppi enþeim, sem
framteljandi á lögheimili í, haft nokkra praktiska
þýðingu, ef ekki ætti að greiða þar tíund af pen-
ingnum? Það mun örðugt að verja, að slíktfram-
tal sje hlægilegt og þýðingarlaust vafs; enda má
sjá það af umræðunum um þessa grein í neðri deild
þingsins 1877, hver var tilgangur meiri hlutans, sem
BÍgraði.
Æfiágrip greinarinnar á þinginu má draga sam-
an — til hægri verka fyrir þá, sem ekki hafa alþ,-
tíð. við hendina — þannig:
í hinu upphaflega frumvarpi til tíundarlaga, sem
lagt var fyrir neðri deild þingsins, af Jóni Sigurðs-
syni á Gautlöndum, var grein þessi 10. gr. (sbr.
Alþ.tíð. 1877, bls. 32). Nefnd var kosin (Jón Sig-
urðsson, Bened. Sveinsson, Guðm. Einarsson, Einar
Ásmundsson og Einar Gíslason) til að íhuga málð.
Nefnd þessi gjörði ýmsar breytingar á frumvarpinu.
10. greinin var stytt og varð að 11. grein. Fyrri
hluta greinarinnar hjelt nefndin óbreyttum, og var
hún þá þannig: „Fje skal fram telja til tíundar í
þeirri þinghá, sem eigandi á lögheimili, en ef það
er leigufje, þá þar, sem leiguliði á lögheimili. Ef
einhver hefur tvær jarðir undir bú sitt og liggur
sín í hverri þinghá, þá skal þann pening, sem þar
fram fleytist, telja fram til tíundar allan á einum stað,
og má eigandi kjósa um í hverri þinghá hann tel-
ur það fram“. — Strax við aðra umræðu kom Páll
bóndi Pálsson með breytingaratkvæði við síðari lið
greinarinnar, sem fjell með 11 atkvæðum gegn 10.
Við 3. umræðu tóku 6 þingmenn (Páll Pálsson
prestur, Páll Pálsson bóndi, Hjálmur Pjetursson,
Þórður Þórðarson, Guðm. Ólafsson og Þorl. Guð-
mundsson) upp aptur breytingaratkvæði sama efn-
is, þannig orðað: „Nú hefur einhver 2 eða fleiri
jarðir undir bú sitt, og liggur sín í hverjum hr.,
kirkjusókn eða sýslu, og er hann þá skyldur, að
telja þann pening þar fram til tíundar, er hann
framfleytist, og skal framteljandi gjalda þar af
peningnum öll opinber gjöld“. Breytingartillaga
þessi er mjög ljós og líklega öllum auðskilin; hún
var samþykkt með 12 atkv. gegn 7.
Við aðra umræðu sagði Guðmundur Einarsson,
„að framsögumaður (J. Sig.) hefði gleymt að tala
um breytingaruppástungu þingm. Húnvetninga við
11. gr. Hann kvaðst vera miklu hneigðari til að
fallast á þetta, en á tillögu nefndarinnar, því að
margar sveitir gætu haft stórskaða af því, ef 11.
grein nefndarinnar yrði fylgt fast fram“. Páll
bóndi Pálsson sagði við sömu umræðu, „að efmenn
skoðuðu vel 11. gr. (nefndarinnar), þá væri hún í-
sjárverð, einkum síðari kafli . . . „Hanu vildi taka
það dæmi, að 2 hreppar lægju saman; í öðrurn
hreppunum væri 10 fiska útsvar á hvert lausafjár-
hundrað, en ekkert í hinum, þá þyrfti ekki annað
en að einhver búandi, er vildi losa sig við útsvar-
ið, fengi sjer fáein hundruð til ábúðar í þeim hreppn-
um, er ljettari væri til þess, að frýja sig við
útsvarið11. Við 3. umræðu sagðist Þórður Þórðar-
son „eigi ætla að fást um breytingaratkvæðið við
11. gr.. því hann vænti þess eigi, að það mundi
ganga í gegn. Hann fyrir sitt leyti, kvaðst vita
til þess, að bóndi einn hefði haft bú í tveimur
sveitum, er langt hefði verið á millum, og hefði
aldrei verið neinn vafi á því, hverjum skepnum
hann hefði fram fleytt á hverju búinu, og hefði bóndi
þessi goldið til allra stjetta af hvoru búinu fyrir
sig, í þeim hreppum, er búin hefðu veriö í“ *. Þór-
arinn Böðvarsson sagði, „að það væru . . . mörg
dæmi til þess . . . að menn hefðu 2 jarðir undir
bú sitt, en greiddu eigi annað en tíund af jörðunni.
Þetta væri mjög ósanngjarnt, og gæti orðið sveit-
um þeim, sem jörðin lægi í, til mjög mikils hnekk-
is, enda væri það illa þokkað, þar sem svo stæði
á. Hanu hefði fengið til meðferðar bænarskrá um
þetta efni, að þeir utansveitarmenn, sem notuðu
jarðir í öðrum hreppum greiddu tíund og önnur
gjöld til þess hrepps, sem jörðin lœgi í, en hann
hefði ekki viljað koma fram með sjerstakt frum-
varp um þetta, heldur koma ákvörðun um það inn
í tíundarlögin“. í niðurlagi ræðu sinnar sagði
hann, „að haun yrði því mjög að mœla fram meö
þessu breytingaratkvœði, því það væri í alla staði
rjett og sanngjarnt11. Þorlákur Guðmundsson sagði,
„að sjer þætti hart, ef sá,-er tvær jarðir hefði und-
ir bú sitt, mætti telja allan pening sinn fram á
annari jörðinni, en þyrfti ekkert af pening sínum
að gjalda nema á öðrum staðnum“. Arnljótur Ó-
lafsson kvaðst „verða að halla sjer að breytingar-
atkvæði þeirra 6 þingmanna, því þótt sjer eigi lík-
aði það vel, þá væri það þó, að því er sjer virtist,
sanngjarnt, að ef bóndinn œtti bú á tveim jörð-
um, þá skyldi hann gjalda af útibúinu í þeim
hreppi og sókn, þar sem hann hafði útibúið. Móti
mælti enginn nema höf. frumvarpsins, lítið og vægi-
lega, fyrir nefndarinnar liönd. (Niðurl.)
Björn Sigfússon.
*) Leturbreytingarnar hjer, og víðar i umræðunum, hef
eg gjört. B. S.
Uppgötvanir á síðustu 50 árum hafa
verið meiri en nokkur hefði trúað, ef
honum hefði verið sagðar þær fyrir fram.
A þessum síðustu 50 árum hafa gufu-
skipin komið upp, svo að nú má þjóta á
þeim landa á milli móti veðri og vindi.
Járnbrautir hafa verið spenntar víðs veg-
ar um löndin, svo að menn geta á stutt-
um tíma farið landshornanna á milli.
Málþrœðir eru lagðir um láð og lög, svo
að nú geta menn sent orðsendingar, sem
berast úr einu landi í annað á fáum
augnablikurn, og talþrœðir (telefónar) eru
óðum að tjölga, svo að nú geta menn,
sem eru sinn í hverju landi talast við,
eins og þeir væru í sama herbergi. Hljóð-
ritinn (fonograf) hefur verið fundinn,
sem geymir í sjer hvers konar hljóð,
mannamál, söng, ræður o. s. frv., hve
lengi sem vill, og hvert sem hann er
fluttur, svo að á þann hátt geta menn
heyrt ræður, sem fluttar hafa verið í
öðru landi eða fyrir löngum tíma, o. s. frv.
Ljósmyndafrœðin er nú orðin svo full-
komin, að það má taka myndir af augna-
blikshreyfingum, taka ljósmyndir af stjörn-
um o. s. frv. Rafmagnsljósið hefur verið
fundið upp, sem er bjartara en nokkurt
ljós, sem áður þekktist, auk allra annara
fádæma, sem rafmagn er nú brúkað við,
svo sem rafmagnsjárnbrautir, margs kon-
ar rafmagnsvjelar o. s. frv. Ymis konar
gufuvjélar eru nú notaðar við nálega alla
mögulega hluti. Ótal uppgötvanir hafa
og verið gjörðar í liernaði, nyar morðvjelar
fundnar með ótrúlegu afli, ný sprengiefni,
nógu aflmikil til að sprengja i lopt upp
björg og byggingar, og drepa hvað sem
fyrir verður. Læknisfræðin hefur og tek-
ið meiri framförum en frá verði sagt;
nú er hægt að taka hálfa og heila limi
af mönnum, án þess, að sjúklingurinn
finni til þess, o. s. frv.; margar uppgötv-
anir hafa verið gjörðar í efnafræði, mál-
aralist og mörgum öðrum greinum, sem
ómögulegt er allt upp að telja. (Publ. Op.).
ííiagara í Ameríku er fossa mestur í
heimi- Það eru eiginlega þrir fossar;
einn þeirra er um 2000 fet á breidd og
158 feta hár, en hinir minni; má því
geta nærri, að fossniðurinn er ógurlegur.
— Nú ætlar Giouraud, umboðsmaður Edi-
sons á Englandi, að reyna að hljóðrita
niðinn i Niagarafossunum ogflytjaþann-
ig fossniðinn í hljóðrita til Lundúna-
borgar, til að láta borgarbúa heyra þar
þennan mikia og ógurlega árnið. Edison
er vongóður um, að þetta muni takast.
(Electrical Review).