Þjóðólfur - 17.05.1889, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.05.1889, Blaðsíða 3
87 Sýningarmunir Edisons, hins fræga uppgötvara, á Parísarsýningunni, sem nú er byrjuð, eru sjáandi, og taka fram öllu þvi, er sjest hefur af slíku tagi áður. Hann hefur eigi minna en 8,000 fer- hyrningsfeta ílatarrúm í aðalbyggingu sýningarinnar fyrir muni sina og þar sýnir hann allar uppgötvanir sínar, að því er snertir málþræði, talþræði, raf- magnsljós, hljóðrita o. s. frv. Þar verð- ur meðal annars rafmagnslampi, fjörutiu feta hár, með ekki minna enn 20,000 ljósum, sem uppljóma alla aðalbyggingu sýningarinnar. (Electrical Review). Reykjavík, 17. maí 1889. Pústskipið Laura kom aptur að vest- an 11. þ. m. og með því nokkrir farþeg- ar; aðfaranótt hins 14. fór það hjeðan til Khafnar, og með því sjera Hallgrímur Sveinsson, ásamt frú sinni; fer hann til biskupsvígslu, sem á fram að fara 30. þ. m.; frú Schierbeck til Khafnar. Sjera Brynjólfur Gunnarsson, fyrv. aðstoðar- prestur að Útskálum, fór með þvi til Vestmannaeyja; er hann settur þar að þjóna brauðinu til bráðabirgða. Með Lauru fór og Kristján Jónasarson, sem kom með skipinu frá Bíldudal, ætlaði til Manchester á Englandi. Reykjavíkurhrauðiuu þjónar fyrst um sinn prestaskólakennari, sjera Þórhallur Bjarnarson með aðstoð uppgjatáprests sjera Stefáns Thorarensens. Fjárhald og umsjóii dómkirkjunnar. Alþing hefur optar en einu sinni, þar á meðal 1887, farið þess á leit, að samn- inga væri leitað við hlutaðeigandi söfn- uði um, að þeir taki að sjer umsjón og fjárhald kirkna þeirra, er landssjóður á. Að því er dómkirkjuna snertir, var þetta mál borið undir söfnuðinn hjer í haust og nefnd sett í það, sem rjeð frá því, og á safnaðarfundi hjer í bænum 10. þ. m. var neitað með öllum atkvæðum, sem greidd voru, að söfnuðurinn tæki að sjer fjárhald og umsjón dómkirkjunnar. Meiðyrðamál Benedikts Gröndals gegn alþm. Jóni Ólafssyni var dæmt í yfirdómi 13. þ. m. og hjeraðsdómurinn staðfestur í öllum aðalatriðum (o: J. Ól. dæmdur í 400 króna sekt ásamt málskostnaði fyr- ir undirrjetti, sbr. 1. tbl. Þjóðólfs þ. á.). Tíðarfar hefur í mörg ár eigi verið jafnblitt og gott um þennan tíma, sem nú; jörð óðum að gróa, og gróður kom- inn, víst eins mikill og um Jónsmessu í fyrra, ef ekki meiri. Um Sauðanes sóttu sjera Arnljótur Ó- lafsson á Bægisá, sjera Benedikt Krist- jánsson á Grenjaðarstað, sjera Guttorm- ur Vigfússon á Stöð, sjera Halldór Björns- son á Presthólum, cand. theol. Hannes Þorsteinsson, sjera Jón Guttormsson í Hjarðarholti, sjera Jón Halldórsson á Skeggjastöðum, sjera Kristján Eldjárn Þórarinsson á Tjörn og sjera Þorleifur Jónsson á Skinnastað. Útvaldir voru af landshöfðingja til kosningar, sjera Arn- ljótur, sjera Benedikt og sjera Jón Gutt- ormsson. Mannslát. 25. f. m. dó uppgjafaprest- ur Arni Böðvarsson á Isafirði. Vestur-Skaptafellssýslu (Myrdal) 4./5. . . . „Góður fiskafli í Austur-Mýrdalnum, 500 hlutir í Víkinni, 400 í Reynishverfi og á þriðja hundrað við Dyrhólaey, en eigi nema rúmt 100 við Jökulsá. Tíð- arfar gott til landsins, siðan um páska; mjög rigningasamt síðan sumarið byrj- aði“. Kvoiil'an v til ljár. Maður livíslar að æskuvini „En sh kona, sem þjer hefur hlotnast; hún er hölt, rangeygð og skökk“. Hinn svarar i fullum róm: „Þú þarft ekki að hvisla, hún er lika heyrnarlaus11. 88 Hawkins: „í öllum guðanna bænum, ónýtið þjer þessa giptingu, sjera Hyde“. Sjera Hyde: „Það er of seint“. Hawkins: „Þjer megið til að gera það. Það hef- ur verið skammarlega leikið á mig. Þetta lijónaband getur ekki verið gilt. Jeg drekki mjer . . . Jeg liengi mig . . . Jeg skýt nfig. Nei, nei! Jeg skala geí'a yð- ur 1000 dollara, ef þjer viljið ónýta giptinguna“. Sjera Hyde: „Nei, ungi maður! Þorið þjer að bjóða mjer, þjóni kirkjunnar, peninga til að drýgja glæp! Vík frá mjer satan !“ (Kona prestsins laumast út ogvinnu- konan á eptir). Bridget hvíslar að prestinum: Komið þjer vitinu fyrir hann, velæruverðugi herra“. Sjera Hyde; „Heyrið nú, ungi maður. Jeg vil ekki hnýsast í þetta leyndarmál. Hvernig sem því er nú varið, eða hvað sem amar að þjer, þá far heirn í friði og taktu þessa konu með þjer. Hún er eiginkona þín fyrir guði og mönnirm. Gættu þess, að þetta lijóna- hand er ekki ógilt. Ef þú hefur verið gabbaður, þá skaltu snúa þjer til yfirvaldanna, og ef þú hefur á rjettu að standa, geturðu fengið skilnað. En þangað til er hún þín eiginkona. Farið nú! Jeg er þreyttur og ætla að fara að hátta“. Hawkins: „Nei, þetta gengur ekki! Bridget, heimt- Hann lýkur upp, gengur út og kemur inn aptur með Hawkins og kvennmann með slæðu fyrir andlitinu. Hawkins, sem er ungur maður nítján ára gamall, segir: „Hvernig líður yður velæruverðugi herra?“ Sjera Hyde: „Guði sje lof, mjög vel. Hvernig líð- ur yður, og hvað er yður á höndum, að koma svona seint til mín?“ Hawkins: „Þekkið þjer mig eða þennan kvenn- mann ?“ Sjera Hyde: „Yður hef jeg aldrei sjeð, og þessi ungi kvennmaður hefur svo þykka slæðu fyrir andlitinu, að mjer er ómögulegt að þekkja hana“. Hawkins tekur 50 dollara seðil (nál. 190 kr.) upp úr vasa sínum, leggur hann á borðið og segir: „Viljið þjer gipta okkur?“ Sjera Hyde þegir og hugsar. Hawkins, sem tekur seðilinn og lætur 100 dollara seðil í staðinn, bætir við: „Án þess, að spyrja okkur að heiti, eða í hvaða stöðu við sjeum, og án þess að .. Sjera Hyde: „Ungi maður, jeg er þjónn kirkj- unnar . . .“ Hawkins: „Jeg ætlast til, að þessir peningar gangi til fátækra í söfnuði yðar. Hjónavígsluna borga jeg, þegar hún er búin, herra prestur". Sjera Hyde: „Það er allt annað mál. Drottinn L

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.