Þjóðólfur - 05.07.1889, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.07.1889, Blaðsíða 3
119 Alþingi. II. Þingjnaimafiokkur. Þjóðkjörnir þing- menn hafa nú myndað flokk sín a með- al til að efla samheldi og gott samkomu- lag á þingi í sumar. Flestir þjóðkjörn- ir þingmenn eru þegar gengnir í flokk- inn. Þingfararbanninu er nú, sem betur fer, eigi beitt með jafnmiklum strang- leik, sem í hittið fyrra, svo að Benedikt sýslumaður Sveinsson fær nú að sitja á þingi, þótt eigi fái hann löglærðan mann í sinn, stað, nema nágrannasýslumann (Einar Thorlacius) sem dómara um þing- timann. Til þings ern nú kornnir: iæknir Þor- steinn Jónsson, sem kom i gær naeð Magnetic, og sjer Sveinn Eiríksson, en sjera Lárus ókominn. Skrifstofustjóri alþingis er Giestur Pálsson cand. phil.; auk hans sóttu um þann starfa yfirdómari Kristján Jónsson, Og cand. jur. Klemens Jónsson. Skrifarar þiiigsins hafa verið teknir: Jón Jakobsson cand. phil. og Morten Hansen cand theol. í neðri deild; Hann- es Hafstein cand. jur. og Halldór Jóns- son bankagjaldkeri í efrideild; Klemens Jónsson cand. jur. og Björn Blöndal cand. med. & chir. á skrifstofunni; fleiri eru enn eigi teknir. IJm þingskriptir sótti fjöldi manna, þar á meðal einn kvennmaður; er það í fyrsta skipti, sem kvennmaður hefur sótt um þann starfa hjer á landi. Auglýsingar. i í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) i hvert orö 15 stafa frekast; meö öðru letri eða setning, i 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar Borgun út í hönd. • Harmonium óskast til leigu um 6 vikna tíma. Kitstj. vísar á leigjandann. 255 Álmanak Þjóðvinafjelagsins um árið 1890 með 20 myndum fæst hjá Sigurði Kristjánssyni i Rvík. Verð 50 a. 256 Hestur tapaðist frá Bústöðum, grár, dökk- ur í tagl og fax, aljárnaður með 6boruðum skeifum, mark: heilrifað vinstra. Finnandi er beðinn að koma honum að Bústöðum við Reykjavík eða á Sauðár- krók. 257 Bókbandsverkstofa, Thorvardson & Jen- sen, Bankastræti 12 (húsi Jóns Olafss. aiþm.). 258 Vátryggingarfjelaqið,, Conimercial „Un- ion“ tekur í ábyrgð fyrir eldsvoða hús, alls konar innanhússmuni vörubirgðir, o. fl. o. fi. fyrir líegsta ábyrgðargjald. Um- boðsmaður í Reykjavík er Sighvatnr Bjarna- son bankabókháldari. 259 V iðbætir við Kirkjusöngsbók með fjórum röddum eptir Jónas Helgason er út kominn. Fæst í Reykjavík hjá Siguröi Kristjánssyni 260 Kína-lífs-elixír! Þessi bitter er á fáum árum orðinn heims- frægur sakir bragðgæða sinna og undr- unarverðu læknandi verkana. Kína-lifs- elixírinn er eigi til sölu sem læknismeð- al, heldnr að eins sem heilbrigðis matar- bitter. Sem sönnun fyrir hinum góðu verkunum af bittir þessum, sem jeg hý til, læt jeg prenta eptirfylgjandi vott- orð, sem menn, er brúkað hafa bitterinn, hafa sent mjer, án þess að þeir væru beðnir um það. Af vottorðum þessum geta menn ályktað, hvaða skoðuu menn, er vit hafa á, hafa um hann. 112 Einn dag síðla var hægur andvari og dimmblár sjórinn, sljettur og fagur, skipið leið beint áfram. Jeg sat í lyptingu hjá skipstjóra og tefldi við hann skák. Þá lieyrðum vjer kallað: „Maður fjell útbyrðis“. Við hlupum upp á þilfar og skipstjóri sagði fyrir öllu. Stýriinaður liafði kastað út bjargliring og maðurinn í sjónum náði í hann; var honum því borgið í bráð. En það var ekki svo fljötlogt að ná í hann. Flestir voru við vinnu uppi í reiða, og það hlutu að líða fáeinar mín- útur þangað til þeir kæmust ofan og gætu sett út ldið- arbátinn, hinn báturinn hafði daginn áður verið settur niður á þilfar, því að eitthvað þurfti að gjöra við aðra bátstyttuna; var timburmaðurinn að því, en þá fjell liann útbyrðis. Skipstjóri ljet þegar beita skipinu upp í vindinn, til þess að taka af því ganginn, en vindur var svo lít- ill, að það gekk seint, og áður en því varð framgengt, hafði það borist meir en 100 fet frá timburmanninum. Þá sveif skyndilega niður dimmur skuggi og skaut oss að nýju skelk í bringu. Vatnið skvettist hátt upp og huldi mannslíkama, sem sökk eins og steinn. Aptur heyrðum vjer kallað: „Maður íjell útbýrðis“, og nýjum bjarghring var kastað út. Rjett á eptir sáum vjer mann- inum skjóta upp aptur, var það svertinginn. Milli 109 En það var ekki ein bára stök fyrir oss. Skipið var svo laskað, að því varð torveldlega stýrt og þegar vjer sigldum inn á höfnina, rakst það á klett og kom gat á botn þess, svo að kolblár sjór fjell inn og fyllti það á skammri stund. Bátar komu og björguðu oss öllnm, en brimið braut skipið í spón. Vjer komumst á ýms skip, er til Norðurálfu ætluðu. Jeg með nokkrum af mönnum vorum tjekk far með stóru ensku skipi „Albat,ros“. Ekkert merkilegt bar til tíðinda á ferð vorri, fyrr en við komum á móts við G-rænhöfðaeyjar, í nánd við það, sem Golfstraumurinn kvíslast. Skipstjóri og stýrimaður vorn skemmtilegustn menn og hásetar allir hinir röskustu; þeir voru allir Englendingar, nema svertingi einn. En skipverjar fóru með hann alveg eins og hann væri jafningi þeirra; er slíkt þó fremur fátítt. Svertinginn hjet Tómas og var ættaður frá Guinea- strönd í Afríku; hann var tinnusvartur, en laglegur og einkar vel vaxinn. Hann var jötun að afli og manna fimastur; hann klifraði eins og köttur um reiðan og gat enginn skipverji þreytt það við hann. Þó dáðust fje- lagar hans mest að sundlist lians. Þeir sögðu, að bæði gæti hann synt ótrúlega fljótt og verið svo mínútum skipti í kali og hagað sjer í vatninu nærri eins og hann væri á þurru landi. Hann var vel greindur, talaði ensku

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.