Þjóðólfur - 26.07.1889, Side 2
138
Fátækur en efnilegur frumbýlingur
aetti opt hægt með að fá sjer ábyrgðar-
menn, sem kunnug bankastjórn tæki
gilda og fengið þannig lán til að byrja
með búskap, í stað þess að byrja með
því, að smeygja sjer í skuldasnöruna hjá
kaupmanninum, sem verður optast með
timanum hengingaról allra frjálslegra við-
skipta.
Yæru greinir af bankanum út um
landið mundi fijótt margfaldast tala þeirra,
sem tæku svona lán, sjer og bankanum
til ómetanlegs hags.
Það er heldur ekki svo lítil upphæð,
sem gengur manna á milli í lánum; ef
þeir, sem peninga hafa aflögum, hefðu
bankann nær sjer, mundi þeim fljótt lær-
ast að meta það, hve miklu það væri
vissara að leggja þá í bankann, heldur
en lána þá út í misjafna staði, og fá
stundum höfuðstólinn seint og illa, en
vextina allt of opt aldrei.
Yæri greinir af bankanum út um land-
ið, mundi peningaveltan verða miklu
meiri og eðlilegri. Sá, sem hefði nokk-
uð aflögum til að selja, mundi þá sem
optast geta fengið strax fyrir það pen-
inga, og sá, sem eitthvað þyrfti að kaupa,
ætti þá miklum mun hægra með að út-
vega sjer það, og þetta er lífsskilyrði
allra frjálsra og eðlilega viðskipta.
Þingið ætti nú í sumar meðal annars
að skora á landsstjórnina að hlutast til
um að stofnuð verði útibú fyrir bank-
ann á þeim stöðum, sem gjört er ráð
fyrir í bankalögunum. Þá fyrst gæti
bankinn orðið það, sem hann á að vera,
lífœð 'peningastraumsins í landinu.
Bankinn á að veita hverjum einum
færi á, að geta fengið sem allra fljótast
peninga, sem hefur næga trj-ggingu að
bjóða fyrir láninu. Hann á að kenna
þeim, sem peninga hafa, að koma þeim
á óhultan stað, þar sem þeir aukast og
margfaldast. Hann á að kenna mönnum
og veita mönnum færi á, að fá lán, án
þess, að selja allt viðskiptafrelsi sitt.
Hann á að hjálpa þeim, sem vilja horga
til að geta horgað, ef þeir hafa næga
tryggingu til að bjóða fyrir lánum. Hann
á að kenna þeim að borga á rjettum
gjalddaga, sem geta það, en vilja ekki
gjöra það. Hann á að gjöra peninga
viðskiptin í landinu fjörugri, eðlilegri og
vissari, og bana hinu drepandi þjóðar-
meini: óskilunum. I stuttu máli: hann
á að vinna þjöðinni gagn hœði í neninga-
legu og siðferðislegu tilliti og það er skylda
allra góðra. íslandssona, að styðjaað því,
að hann nái sem best þessum tilgangi
sínum.
A 1 þ i n g i.
VII.
Stjórnarskrármálið. Nefndin (Eir.
Briem, Jón Jónsson þm. N.-Þ., Jón Jóns-
son þm. N.-M., Páll Briem, Sig. Stefáns-
son, Þorleifur Jónsson og Þorv. Kjer-
úlf) hefur nú komið með álit sitt. Auk
nokkurra orðabreytinga leggur hún til,
að breytingar sjeu gjörðar á kosningum
til efri deildar og skipun deildanna; ept-
ir þeim breytingum eru ákvæðin um
þessi atriði þannig: „Á alþingi eiga sæti
36 menn; í fyrsta skipti, sem alþing
kemur saman samkvæmt stjórnarskrá þess-
ari, taka sæti í því 32 þjóðkjörnir al-
þingismenn og 4 alþingismenn er land-
stjóri kveður til þingsetu. Alþingi skipt-
ist í 2 deildir, efri þingdeild og neðri
þingdeild. I efri deildinni sitja 12 þing-
menn, en 24 í neðri deildinni. Tölu al-
þingismanna og tölu þingmanna i deild-
unum má breyta með lögum. Alþingis-
menn þeir, er landstjóri kveður til þing-
setu, eiga allir sæti í efri deildinni, en
hina þingmennina í efri deildina kjósa
hinir þjóðkjörnu þingmenn úr sínum
flokki . . . Alþingismenn í efri deildinni
eiga sæti í deildinni, þangað til þeir eru
sjötugir að aldri. Yerði nokkurt sæti
laust í efri deildinni, kýs neðri deild
með óbundnum kosningum mann úr sín-
um flokki í hið lausa sæti“. „Engan
má kjósa í autt sæti í efri deild, nema
hann hafi setið á tveim reglulegum al-
þingum“. Kjörtíminn til neðri deildar
á að vera 6 ár, eins og nú er.
Framsögumaður er Páll Briem. Fram-
hald fyrstu umr. verður á morgun.
Þingmannafrumvörp þessi hafa enn
við bætst: 52. um að meta til dýrleika
býlið Garða í Reykjavíkurkaupstað (J. Jón-
assen).
53. um endurreisn Kjalarnesþinga presta-
kalls (J. Þórarinsson).
54. um að nema úr lögum 15 rdl. auka-
borgun, sem með konungsúrsk. 25. ág. 1853
er lögð á sóknarbændur í Ásmundarstaða-
kirkjusókn, til prestsins þar, en að lands-
sjóður endurborgi núverandi presti þessa
15 rdl. með 30 kr. á ári (Jón Jónsson þm.
N.-Þing.).
55. um breyting á 4. gr. í bankalögun-
um (Gr. Thomsen o. fi.).
56. um breýting á lögum um gjald á
brennivíni og öðrum áfengum drykkjum.
Yínfangatollsfrv. fer fram á, að hækka
öltollinn úr 5 aur. upp í 10 aur.; tollur á
brennivíni, vínanda og messsuvíni á að
vera óbrcyttur, en á öllum öðrum vínum
skal hækka tollinn úr 45 a. upp í 60 a.
af potti, ef þau eru flutt í stærri en 2
marka ílátum, eða af 3 pelum, ef þau eru
flutt í minni ílátum.
Rjettindi kaupmanna búsettra á ís-
landi. Frv. um það mál var breytt þann-
ig í neðri deild, að þeir kaupmenn, sem
ekki eru búsettir hjer, mega eigi selja
minna af liverri vörutegund í hvert skipti,
en fyrir 100 kr. Þetta átti þó eigi að
ná til þeirra kaupmanna, sem nú reka versl-
un á íslandi. Frv. fellt í gær við 2.
umr. í efri deild.
Ullarverksmiðja. Frv. fer fram á, að
veita úr landssjóði 12000 kr. lán á ári í
10 ár til þess að koma á fót ullarverk-
smiðju á Húsavík. Nefnd kosin 20. þ. m.:
Jón Jónsson þm. N.-Þ., Þorv. Kjerúlf, G.
Halldórsson, Ól. Briem og Jón Þórarinss.
Yextir. Frumv. um þá ákveður, að
þegar samið er um vexti af peningaláni,
en ekki tiltekin upphæð þeirra, þá skuli
þeir vera 4°/0 á ári, en frjálst skal vera
að taka allt að 6 af hundraði, sem vexti
af peningaláni gegn veði í fasteign. —
Frv. er komið gegn um n. d. og 1, umr.
lokið í efri deildinni.
Varnarþing í skuldainálum m. li.
Frv. um það mælir svo fyrir, að varn-
arþing skuldunauts skuli vera á varnar-
þingstað lánardrottins, ef skuldin er
stofnuð, þar sem heimilisfang hjerlends
lánardrottins er. Sje skuldin stofnuð við
fasta verslun, ræður varnarþing þess, sem
henni stýrir ; en því að eins gilda þessi
ákvæði, að mál út af skuldinni sje tekið
fyrir í sumar- eða haustkauptið. Með
þvílík skuldamál skal fara sem gesta-
rjettarmá). — Nefnd kosin 22. þ. m. í e.
d.: Jón Ól., E. Th. Jónassen og L. E.
S veinbj ör nsson.
Myndugleiki. í frumvarpinu er á-
kveðið. að framvegis skuli menn eigi
verða hálfmyndugir, en hver karlmaður
og ógiptur kvennmaður skuli verða full-
myndugur 21 árs. — Frumv. er komið
gegn um neðri deild, og 1. umr. lokið í
efri deildinni.
Þingsályktunartillögur samþykktar.
1. um Spánarsamninginn, sem nefnd var
í 32. tbl.
2. Efri deild alþingis skorar á ráðgjafa
íslands, að hlutast tii um, að mældur