Þjóðólfur - 23.08.1889, Page 2

Þjóðólfur - 23.08.1889, Page 2
154 greiða meir en helming af hinum ákveðna tolli þá þegar, með því að fá lögreglu- stjóra í hendur öll umráð yfir vörum þeim, sem frestað er að greiða toll af. Vörur þessar eru. veð fyrir eptirstöðvum tollsins, og skal kaupmaður geyma þær í sinni ábyrgð á þann hátt, er lögreglu- stjóri álítur fulltryggjandi og má kaup- andi hvorki taka þær til afnota eða út- sölu, nje farga þeim á annan hátt. 2. gr. Nú vill kaupmaður fá umráð yfir vörum þeim, sem að veði eru, og getur hann þá krafist, að lögreglu- stjóri afhendi sjer þær til fullra umráða, en jafnframt er hann skyldur til að greiða að fullu eptirstöðvar tollsins. Ef lög- reglustjóri þarf að takast ferð á hendur til að taka við umráðum yfir vörum sam- kvæmt 1. gr., eða til að afhenda vörur þær, sem að veði eru, skal kaupmaður greiða honum ferðakostnað eptir reikn- ingi. 3. gr. Aldrei má líða meir en 3 mán- uðir frá þvi, að vörur flytjast til versl- unar, þangað til tollinum af þeim er að fullu lokið. 4. gr. Ef kaupmaður verður uppvís að því, að hafa tekið eitthvað af vörum þeim, sem að veði eru, án leyfis lög- reglustjóra, skal hann gjalda þar af þre- faldan toll, og auk þess sæta allt að 100 kr. sekt, er renni í landssjóð. Svo skal hann og hafa fyrirgjört rjetti sínum til frests á tollgreiðslu framvegis. 5- gr..................................... XXIII. Lög um meðgj'óf með óskilgetn- um börnum o. fl. 1. gr. Heimilt er móður óskilgetins barns, að krefjast þess, að föður þess verði gjört að skyldu að greiða að minnsta kosti helming þess kostnaðar, er af barns- förunum leiddu fyrir hana, og ef þörf gjörist, þröngvað til þess, svo sem heim- ilað er í lögum til greiðslu á meðgjöf með óskilgetnum börnum. Yfirvöldin til taka upphæð þessarar fjárgreiðslu og getur móðir barnsins heimt hana eptir reglum þeim, sem segir í 3. gr. 2. gr. Nú deyr karlmaður og lætur ept- ir sig barn óskilgetið yngra en 16 ára, og skal þá greiða af fjármunum dánar- búsins, sem aðra skuld, er fallin sje í gjalddaga, barnsfúlgu þá, er hinn dáni gjalda skyldi, svo framarlega sem beiðni nm það kemur til skiptaráðanda áður en skuldlýsingarfrestur (Proclama) er liðinn, eða 6 mánuðir frá láti hans, hafi skuld- lýsingarfrestur eigi boðaður verið. Ef ekkja hins dána eða skilgetin börn hans eru á lífi, þá skal eigi fje útleggja öðr- | um óskilgetnum börnum hans en þeim, er fædd voru fyrir hið síðasta hjónaband. Þó skal þess jafnan gætt, að meðgjöf j sú, er ætluð er óskilgetnu barni til fram- ! færslu, skal aldrei nema meiru fje en því er barnið skyldi í arf taka, ef skilgetið væri. Nú situr ekkja barnsföður i ó- skiptu búi, og heldur hún þá áfram að greiða meðgjöf þá, er barnsfaðirinn lúka J skyldi, ef á lífi væri, en þó eigi meiri upphæð nje um lengri tíma en amtmanni j hæfa þykir eptir efnum hennar og með | hliðsjón til fyrtjeðra fyrirmæla, og aldr- ei lengur en þar til barnið er orðið 14 vetra, ef hún á skilgetin börn á lífi, ella þar til barn er 16 vetra. Um barnsfúlgu, er þannig er greidd af hendi í einu ept- j ir lát föðursins, skal fara sem um fje ó- | forráðamanna (ómyndugra), að verja má I að eins hvers árs meðgjöf með barninu til framfærslu jafnótt, sem hún kemur í J gjalddaga. Falli barnsfúlgan niður að j nokkru eða öllu, þá skal fje það er ó- J eytt er, koma til skipta meðal erfingja. 3. gr. Nú greiðir barnsfaðir eigi fúlg- una góðfúslega, og móðirin fær vottorð um það frá sveitarstjórninni í dvalar- sveit sinni, að hún sje eigi einfær um, að annast framfærslu og uppeldi barns sins, og er henni þá heimilt, ef hún á j sveitfesti hjer á landi, að krefjast þess sjálf eða fyrir milligöngu sveitarstjórn- í arinnar, að meðgjöf föðursins verði greidd ! af vistarsveit hans, en þó eigi nema síð- asta ársmeðgjöf hvert sinn, og skal með- gjöfin eigi talin sveitarstyrkur veittur móðurinni, heldur föðurnum. Nú hefur vistarsveit föðursins greitt barnsfúlgu hans og gjört síðan árangursJaust tilraun til að ná fúlgunni hjá föðurnum á þann hátt, er lög leyfa, og á hún þá rjett til endurgjalds hjá framfærslusveit föðurs- ins, enda sje hann sveitfastur hjer á landi. Framfærslusveit föðursins hefur á síðan allan hinn sama rjett, sem vistarsveit hans áður hafði, til að ganga eptir hjá föðurnum meðgjöf þeirri, er hún goldið hefur fyrir hann, eða og að heimta, að hann sje látinn afplána styrkinn. Ef barnsfaðir á eigi framfærslurjett hjer á landi, kemur í stað framfærslusveitarinn - ar vistarsveit sú, er faðirinn átti 40 vik- um fyrir fæðingu barnsins. 4. gr. Þann sama rjett, sem móðir að óskilgetnu barni hefur eptir 3. gr. laga þessara, hafa og þeir menn, er annast framfærslu og uppeldi barnsins eptir móð- urina látna, burtfarna eða af öðrum lík- um orsökum; sama rjett hefur og sveit- arstjórn, þá er barnið þiggur af sveit. Nú deyr móðir óskilgetins barns, og er þá rjett, að faðir barnsins fái það til sín til framfærslu og uppeldis, ef hann annaðhvort ættleiðir það, eða hann fær til þess leyfi yfirvaldsins á þeim stað, er barnið er. 5. gr. Hvenær sem sveitarstj órn sam- kvæmt lögum þessum spyrst fyrir um föður óskilgetins barns, á hún, ef þörf gjörist, rjett á, að krefjast fulltingis sýslu- manns eður bæjarfógeta til að leita upp verustað hans. XXIV. Lög um Ireyting á lögum um sveitarstyrk og fúlgu. 1. gr. Nú vill maður flytja af landi burt, en hefur vandamenn, sem eigi eru sjálfbjarga og honum ber fram að færa að lögum, og skal hann þá, áður en hann byrjar ferð sina, ef sveitarstjórnin í fram- færsluhreppi þeirra heimtar, skyldur að setja viðunanlega trygging fyrir því, að vandamenn hans, er eptir verða, verði eigi sveitarfjelaginu til þyngsla, að minnsta kosti um næstu 3 ár, nema veik- j indi eða önnur ófyrirsjáanleg óhöpp valdi, enda banni sýslumaður eða bæjarfógeti utanförina, nema þessum skilyrðum sje fullnægt. 2. gr. Með lögum þessum er 7. gr. laga um sveitarstyrk og fúlgu úr gildi numin. XXV. Lög um breytingar nókkrar á tilslcipun 4. maí 1872 um sveitarstjórn á Islandi o. fl. 1. gr. Norður-Múlasýsla og Suður-Múla- sýsla ásamt Norður-Þingeyjarsýslu , ef sýslunefndin þar óskar þess, skulu vera amt út af fyrir sig, og nefnast Austur- amt með sjerstöku amtsráði. Einn skal vera amtmaður í Norður- og Austurömt- unum. 2. gr. í hverju hinnafjögra amtsráða á landi hjer, skal, auk amtmanns, sem forseta, vera 1 fulltrúi úr hverju sýslu- fjelagi í amtinu, nema Vestmannaeyjum og jafnmargir varafulltriiar. Fulltrúa þessa skal sýslunefndin kjósa; skal hver fulltrúi og varafulltrúi kosinn til 6 ára. Kosningin fer þannig fram, að hver sýslu- nefndarmaður, sem á fundi er, kýs fyrst i aðalfulltrúa í amtsráðið og að þeirri kosn- j ingu aflokinni 1 varafulltrúa í sama. Ef tveir eða fleiri hafa fengið jafnmörg at- kvæði við kosninguna, ræður hlutkesti. Þegar hin 3 fyrstu ár eru liðin, gengur úr amtsráði eptir hlutkesti helmingur j hinna kosnu fulltrúa, eða ef tala þeirra

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.