Þjóðólfur - 23.08.1889, Side 3

Þjóðólfur - 23.08.1889, Side 3
155 stendur á stöku, þá meiri hlutinn ásamt hlutaðeigandi varafulltrúum; og skal þá kjósa aðra í staðinn. Að 3 árum liðn- um ganga úr hinir, sem eptir eru, o. s. frv. annar hluti amtsráðsins 3. hvert ár. Um endurkosningar og undanfærslu undan því, að taka við kosningu, og um mótmæli gegn lögmæti kosninga gilda fyrirmælin í 47. gr. tilsk. 4. mai 1872. Að aflokinni kosningu sendir hver sýslu- maður amtmanni endurrit af kosningar- gjörðinni með næstu póstferð, er fellur þar á eptir. 3. gr. Til þess fullnaðarályktun verði gjörð á amtsráðsfundi útheimtist, að 2/g amtsráðsmanna eða fulltrúa, auk forseta, sjeu á fundi. 4. gr. Þeir, sem í amtsráði eru, skulu hafa í fæðispeninga 3 kr. um hvern dag, sem þeir vegna amtsráðsfundar verða að vera frá heimili sinu, og að auki ferða- kostnað eptir reikningi, sem amtmaður ávísar, þegar búið er að rannsaka hann. BS.B. gr. Landshöfðingi gjörir nákvæm- ari ráðstafanir til þess, að lög þessi kom- ist til framkvæmda, svo fljótt sem verða má; hann gjörir einnig með ráði amt- mannsins norðan og austan allar þær ráð- stafanir, sem lúta að því, að skipta sjóð- um, eignum og skyldum milli Norður- amtsins og Austuramtsins. 6. gr. Þær lagaákvarðanir, sem koma í bága við lög þessi, skulu úr lögum numdar. Reykjavík, 23. ágúst 1889. Prestkosningin í Reykjavík fór fram 19. þ. m. Af 781, sem á kjörskrá stóðu, mættu 417, sem atkv. greiddu, þar á með- al 50 kvennmenn. Sjera Sigurður Stef- ánsson í Vigur hlaut 376 atkv., sjera ís- leifur Gíslason í Arnarbæli 34 og sjera Þorvaldur Jónsson á ísafirði 7 atkv. Cfufuskipið Clutlia kom hingað aðfara- nótt hins 20. þ. m. vestan af ísafirði og með því Þorvaldur læknir Jónsson o. fl.; það fer hjeðan í dag til Englands með um 300 hross. Með því fer Jón Vídalín. Kaupfjelag ísfirðinga hefur mikla versl- un í ár. 3 verslunarskip þess voru sama daginn (14. þ. m.) á ísafirði og eitt þeirra fermt fiski til Gfenua. Fiskverð í verslunum við Faxaflóa al- mennt 45 kr. skpd., hjá stöku manni 48 kr. skpd. og 42 kr. smáfiskur. — Á ísaf. er saltfiskur stór 50 kr. og smáfiskur 48 kr. skpd. Smáfiskur var þar 40 kr., en var færður þetta upp, er kaupfjelagsskip- i in komu þangað, því að kaupmenn „munu þykjast fá lítið af fiski“. Aflahrögð ágæt á ísafirði á sild; mest af fiskinum lagt inn blautt til kaupmanna I á 6 a. pd. af þorski, en 4 a. pd. af ýsu. — Á Ströndum orðið aflavart. — Af Aust- i fjörðum skrifað 31. f. m.: „Uppburður af ; fiski hjer í fjörðunum núna og í Norðfirði að heita má í allt vor, en síldar liefur enn i eigi nema rjett orðið vart“. Austanpóstur kom í gær; tíðarfar á- 1 gætt að frjetta úr Múlasýslum og Skapta- fellssýslum. Úr Suður-Múlas. skrifað 31. f. m.: „tíðarfar ágætt og varla komið dropi úr lopti síðan í miðjum júní“. Þjóðvinafjelagið. Alþingismenn lijeldu | aðalfund þess í gær. Varaforseti Eiríkur Briem, sem boðaði til fundarins og stýrði honum í fjarveru forseta, skýrði frá fram- kvæmdum fjelagsins um síðustu 2 ár. — i Reikningar þess um árin 1887 og 1888 ; voru lagðir fram og úrskurðaðir. Um önn- ur fjelagsmálefni urðu svo sem engar um- j ræður. Forseti fjelagsins var kosinn Tryggvi Gunnarsson með 13 atkvæðum, 1 varaforseti Eiríkur Briem með 25 atkvæð- um. í forstöðunefnd voru kosnir alþm. sjera Benedikt Kristjánsson með 15 atkv., ! landritari Jón Jensson með 14 atkv. og 140 vissu, og nú töluðu allir um, hve miklu hann hefði tap- að á þvi. En menn vissu ekki, að hann ljet einnig í laumi kaupa ógrynni af verðbrjefum fyrir hið lága verð, svo að hann í staðinn fyrir að tapa, hafði grætt þann dag nálega eina miljón punda sterling eða um 18 milj. króna! Þegar friðurinn komst loks á, voru öll ríki í Norð- urálfunni í peningavandræðum, sem ekki var furða ept- ir öll þessi ófriðarár, sem höfðu kostað ríkin og þjóð- irnar ógrynni fjár, England t. d. 900 miljónir pd. sterl. Ekki var tiltök að leggja á nýja skatta; til þess voru þjóðirnar of-aðþrengdar. Það voru því ekki önnur úr- ræði fyrir ríkin, en taka lán, og þá varþaðNatan, sem bæði fjekk auðmenn á Englandi til að veita lánin og lánaði sjálfur, og var yfir höfuð milligöngumaður milli lánveitandanna og ríkjanna, sem lánin fengu. Á árun- um 1818 til 1832 lánaði hann Prússlandi 212 miljónir franka, Rússlandi 87 milj., Austurríki 52, Neapel 52, Brasilíu 70 og Belgíu 50 eða alls 523 miljónir franka, auk lána til Englands sjálfs. Auðvitað sá hann um sig og græddi stórfje á þessum lánum. Þannig græddi hann á einu þessu láni 150,000 pd. sterling, sém hann varði til að kaupa skrautbyggingu eina, Gunnersbury-House. Hin mikla lieppni og gróði Natans varð náttúrlega til þess, að margir gjörðust lians öfundarmenn. Englands 137 Seinna komst jeg að því, að það mátti hafa þrefaldan hagnað á þessari vöru: fyrst á efninu óunnu, þar næst á lituninni og loks á tilbúningnum. Jeg fjokk verk- smiðjueiganda einn, til þess að taka að sjer vefnaðinn, en hitt œtlaði jeg að sjá um, og svo fór, sem jeg hafði vonast eptir: á stuttum tíma voru þau 20,000 pd. sterl- ing, sem jeg liafði með mjer að heiman, orðin 60,000 pd. sterl. eða þrefölduð. Hann fór nú að færa út kvíarnar og tók að kaupa og selja ríkisskuldabrjef og önnur verðbrjef. Ilinir gömlu og gráhærðu kaupmenn í kaupmannahöllinni, þar sem þvílík sala fór fram, litu með fyrirlitningu á liinn nýkomna kaupmannsson frá Frankfurt, en það leið ekki á löngu, að hann ynni sjer álit og virðingu fyrir hina miklu yfirburði, sem hann hafði um fram flesta aðra menn i verslunar- og peningamálum. Hann hafði lieila sveit af hraðboðum í þjónustu sinni; varði allmiklu fje til að kaupa brjefdúfur, til þess að fá sem áreiðanlegast- ar og nýjastar frjettir um allt það, sem gat liaft áhrif á verð á verslunarvörum, verðbrjefum o. s frv., o. s. frv. En aldrei gafst honum eins vel færi á að sýna, hversu liann bar af öllum öðrum í verslunar- og fjárhyggind- um, eins og eptir orustuna við Waterloo. ÞegarNapo- leon hafði vikið úr völdum og Lúðvík 18. tók við eptir hann, hjeldu allir, og þar á meðal Natan Rothschild, að

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.