Þjóðólfur - 11.10.1889, Blaðsíða 2
190
að slá orðagjálfrið í hel, og svo er það
aldrei eins hægt, að segja rangt og ó-
satt frá, ef menn standa augliti til aug-
litis, eins og þegar menn eru komnir úr
augsýn. Og aldrei hefði Sigurður Stef-
ánsson vogað, að segja annað eins við
samnefndarmenn sína, eins og það, sem
stendur í „Þjóðviljanum“ 7. sept. þ. á.
Sigurður Stefánsson hefði heldur átt
að þora að hafa fundinn í neðri deild
og hann hefði heldur átt að segja eitt-
hvað um breytingar efri deildarinnar í
áliti sinu, eða tala eitthvað á nefndar-
fundinum, heldur en að láta misbrúka
„Þjóðviljann", til að sverta samnefndar-
menn sína og ausa yíir þá illmælum og
ósannindum. Þeir eru að minnsta kosti
jafnfróðir og jafngóðir drengir og hann.
Það er hvorki heppilegt fyrir hann sjálf-
an eða landsmenn, að fara nú að hefja
innbyrðis deilur, og hvar sem tilspyrst,
mælist ekkert vel fyrir slíku. Þjóðin
heimtar af fulltrúum sínum, að þeir sjeu
ekki að hefja illdeilur innbyrðis. Bar-
áttan er og nóg út á við. Og það má
vænta þess af hinum betri mönnum Is-
firðinga, að þeir láti ekki fara með sig,
eins og Skaptfellinga á þingi, og held-
ur leggi gott til mála, en að samsinna
öllu og æsi með því þingmann sinn, sem
þegar hefur hlaupið nóg í gönur.
Samnefndarmenn Sigurðar hafa þegar
skýrt málið mjög vel í áliti sínu, en
þar sem menn þó hafa vogað að bera
annað eins á borð fyrir landsmenn og
það, sem er í greinum „Þjóðviljans“, þá
virðist þó engin vanþörf á, að fara nokkr-
um orðum um breytingar þær, sem gjörð-
ar hafa verið á stjórnarskrárfrumvarpinu
og þingsályktunartillögur nefndanna i
efri og neðri deild, og munum vjer gjöra
það í næstu blöðum.
Hvernig eru flokkaskiptin ?
Það eru nú liðin mörg ár, siðan Þingvallafund-
urinn 1873 var haldinn, en sá fundur ætti mönn-
um ekki úr minni að líða, af pví, hversu mikiðmá
læra af honum. t>á Ijetu menn nær því, eins og
menn væru óðir. Þá barðist einn af forvígismönn-
um hinna „tryggu leifa“, eins og hann væri tryllt-
nr móti Jóni Sigurðssyni; þá talaði haun, eins og
Jón Sigurðsson væri búinn að ofurselja bæði frelsið
og föðurlandið, og því miður gat hann haft meiri
hlutann með sjer. Jón rjeð ekki við neitt, og það
er að minnum haft, að Jón Hjaltalín sagði við hann,
þegar hann mætti Jóni Sigurðssyni rjett eptir fund-
inn á götu i Reykjavík: „Sjáðu nú til, góðurinn
minn! Nú ertu búinn að vekja upp þann draug,
sem þú getur ekki kveðið niður aptur“.
Jón Hjaltalín átti við ákafann í mönnum og
sundurlyndið, sem hinn gamli forvígismaður hinna
ungu „tryggu leifa“ kveykti á fundinum öðrum
fremur. -
í þetta skipti fór þó betur en varði, ofsinn varð
að hjómi og hann hjaðnaði niður, eins og froða.
Dað mátti búast við, að hið sama mundi verða
eptir þingið i sumar. Ákafinn i neðri deild kom
af engu góðu, og það mátti búast við, að þegar
tíminn og atvikin væru búin að skilja milli Grims
Thomsens og sjera Dórarins og forvigismanna hinna
>dryggu leifa“, þá myndi froðan hjaðna niður apt-
ur. En það átti nú ekki svo að verða. Þjóðvilj-
inn hefur glæpst á froðunni og er farinn að blása
hana upp með alls konar ósannindum og gífuryrð-
um; þess vegna er hætta á ferðum. Dað er auð-
sjeð, að Djóðólfur hefur viljað fara mjög vægilega
i sakirnar og helst láta menn útkljá þetta mál, án
þess að minnast á mennina. En eptir því sein
hljóðið er í Þjóðviljanum, þá lítur út fyrir að þetta
dugi ekki. Hann ætlar með ósannindum, að fara
að sverta meiri hluta þjóðkjörinna þingmanna, koina
á sundurlyndi og gjöra þann óleik í stjórnarskrár-
málinu, að ekki dngir að standa iðjulaus á torginu.
Dað er ekki lengur málefnið, sem ræður hjá hon-
um, heldur er stjórnarskrármálið gripið eins og
tækifæri til þess að ráðast á einstaka þinginenn i
meiri hlutanum, alveg eins og einhver ráðandi
Þjóðvilja-maður bæri megnt hatur til einhverra í
meiri hlutanum.
Dað er þvi nauðsynlegt, að fá sem fyrst klappað
og kíárt, hvernig flokkaskiptin eru á þingi. Dað
er þá fyrst að sjá, hverjar eru hinar „tryggu leif-
ar“. Detta kom best, fram i neðri deild, þegar
síðasti fundur átti að vera. Deir, sem sýndu það
gjörræði að brjóta lögin, voru þeir þingmenn ís-
firðinga, Sigurður Stefánsson og Gunnar Halldórs-
son, sjera Sveinn, Olafur Pálsson, Dorvaldur í
Núpakoti og Grímur Thomsen, sjöundi er Benedikt
Sveinsson og sjera Dórarinn áttundi maður. Dá
er níundi maðurinn þingmaður Rangvellinga, Sig-
hvatur gamli Árnason. Dessir myndaþjettan flokk
móti stjórnarskrármálinu og atkvæði móti málinu
greiddu þeir og Július Havsteen, Árnljótur og Árni
Thorsteinsson. Allir aðrir þingmenn eru meira og
minna fúsir til samkomulags*; eru það allir þing-
menn úr Norðlendinga-, Yestfirðinga- og Austfirð-
ingafjórðungi, nema Benedikt Sveinsson og Skapt-
fellingar (Lárus Halldórsson ex ekki talinn með, því
aðhann var ekki á þingi), og þingmenn ísfirðinga;
enn fremur 4 þingmenn úr Sunnlendingafjórðungi
og helmingur konung'kjörinna þingmanna.
Dannig eru flokkaskiptin á þingi og getur nú
hver maður dæmt um, hvert það sje nokkuð álit-
legt eða gott starf fyrir hinar „tryggu leifar“, að
ætla sjer með tilstyrk Þjóðviljans að leggja alla
þessa að velli. Detta er hvorki álitlegt nje gott
starf, og svo segir oss hugur um, að fyr muni þeir
Dorvaldur í Núpakoti, Sighvatur Árnason, Ólafur á
Höfðabrekku og sjera Sveinn falla úr þingmanns-
sessi, en Norðlendingar eru allir frá, nema Bene-
dikt Sveinsson. Dað er ofdirfska af Djóðviljanum,
að hugsa til slíks, og ef landsmenn sjá, að hann
ætlar ekki bráðlega að láta staðar numið, er eigi
ólíklegt, að þeir segi við hann: „Sliðra þú sverð
þitt, Þjóðvilji, og sestu niður og mæl eigi orð frá
munni um þetta mál; ella munum vjer keyra þig
úr húsum vorum, og mun það verða þjer sneypa
mikil“. Þingmaður.
*) Þe,tta er að vlsu eigi alveg víst um Skúla Þorvarðar-
son, en þó liklegra eptir framkomu kans síðast á þingi.
Á fjármörkuðum fyrir norðan, sem nú
eru afstaðnir; hefur verðið verið allt að
15 kr. fyrir veturgamalt, 17—19 kr. fyr-
ir tvævetra sauði og 20 kr. fyrir eldri
sauði. — Gufuskip átti að koma á Sauð-
árkrók og Borðeyri til að taka fje það,
sem Coghill hefur keypt í Húnavatnss.
og Skagafj.s. — A mörkuðum Coghills i
Dalasýslu og mörkuðum, sem haldnir hafa
verið fyrir hann og fleiri sunnanlands.
hefur verðið verið heldur minna.
---=o>-e>o«ö-<c.-
Ogrynni af fje og nautpeningi eru á
sljettunum í Suðurameríku, einkum í Ar-
gentina og La Plata; er haldið, að með
tímanum verði fjenaður þar óþrjótandi,
svo að þaðan fáist hvorki meira nje minna
en nógkjöt á alla kjötmarkaði heimsins,
eptir því sem segir í bók einni, sem ný-
lega er komin út í París. Þangað til
fyrir skömmum tíma lágu því nær ónot-
uð þau miklu auðæfi, sem þessi fjenaðar-
fjöldi gat gefið af sjer. Ibúarnir í þess-
um suðurríkjum Ameríku vissu ekki,
hvernig þeir áttu að nota sjer þau, þang-
að til fyrir nokkrum árum, að menn
lærðu að flytja kjötið frosið til Evrópu,
einkum Englands; þess konar flutning-
ur fer nú sí og æ vaxandi með svo stór-
um stigum, að undrum sætir. Arið 1881
voru fluttir til Lundúnaborgar 15000
frosnir kindarskrokkar. En 1886 yfir
eina miljón alls frá Ástralíu, Nýja Sjá-
landi og La Plata, en tveim árum seinna
eða árið sem leið voru fluttir til Eng-
lands ein miljón frosnir kindarkroppar
frá Nýja Sjálandi, önnur miljónin frá
La Plata og yfir 100,000 frá Ástralíu.
Argentina ein út af fyrir sig er 136000
ferhyrningsmílur að stærð, sem getur
framfleytt kvikfjenaði svo miljónumskipt-
ir; en i Ástralíu og á Nýja Sjálandi eru
nú um 90 miljónir fjár. Eptir þvi, sem
sú aðferð, að flytja kjötið frosið, verð-
ur fullkomnari og eptir því, sem skip-
in fjölga og verða hraðskreiðari, að því
skapi verður mönnum hjer í álfu hægra
að nota sjer þessi fjarlægu auðæfi. Fjen-
aðareigendur hinna fjarlægu landa hrósa
happi, en fjárbændur hjer í álfu lita
hornauga til þessara kjötflutninga, sem
hljóta að lækka kjötið í verði fyrir þeim
fyr eða seinna.
Stórhýsi mikið er það, sem blað eitt
í Ameríku, New York Times, heíur ný-
lega látið byggja. Það er að mestu leyti
byggt úr „granít“, marmara ogjárni, og
er svo hátt, að i því eru fimmtán lopt,
en svo nær það langt i jörð niður, að tvö